Einskis að vænta í máli Gylfa í dag Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 19. janúar 2022 16:01 Gylfi Þór Sigurðsson knattspyrnumaður hefur verið í farbanni frá því í sumar vegna rannsóknar lögreglu um hvort hann hafi brotið kynferðislega á ungmenni. Vísir/Bára Dröfn Kristinsdóttir Líklegt er að engar nýjar upplýsingar muni berast í máli Gylfa Þórs Sigurðssonar knattspyrnumanns, sem er til rannsóknar hjá lögreglunni í Manchester grunaður um kynferðisbrot gegn ungmenni, í dag. Þetta sagði upplýsingafulltrúi lögreglunnar í Manchester í samtali við fréttastofu. Líklegt er að lögreglan muni ekkert gefa út um málið fyrr en á morgun. Farbann yfir Gylfa rennur út í dag en það var framlengt um nokkra daga á föstudag. Samkvæmt svörum upplýsingafulltrúa bíður lögreglan nú ákvörðunar dómstóla um hvað skuli gera næst í málinu. Gylfi Þór var handtekinn á heimili sínu í Manchester á Englandi þann 16. júlí síðastliðinn grunaður um að hafa brotið kynferðislega á ólögráða ungmenni. Gylfi var færður til yfirheyrslu en síðar sleppt en hann hefur þó verið í farbanni síðan hann var handtekinn. Farbannið hefur nú verið framlengt í þrígang en síðast átti það að renna út á sunnudag. Fyrir helgi var það svo framlengt til dagsins í dag, miðvikudags. Lögregla vildi lítið segja til um stöðu rannsóknar en draga má þá ályktun, þar sem farbannið var framlengt um aðeins nokkra daga, að hún sé á lokastigi. Næstu skref séu í raun að lögregla og dómstólar á Englandi ákveði hvort fella eigi niður málið gegn honum eða gefa út ákæru á hendur honum. Gylfi hefur undanfarin misseri spilað með enska knattspyrnuliðinu Everton í bresku úrvalsdeildinni í fótbolta. Hann hefur þó ekki leikið einn einasta leik með liðinu á þessu keppnistímabili en Everton gaf það út að leikmaðurinn, sem væri til rannsóknar, myndi ekki spila með liðinu á meðan rannsókn stæði yfir. Þá hefur Gylfi heldur ekki spilað með íslenska landsliðinu í knattspyrnu á þessum vetri. Fótbolti Mál Gylfa Þórs Sigurðssonar Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi England Íslendingar erlendis Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Rannsókn á máli Gylfa loks að ljúka Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður Everton og íslenska landsliðsins í knattspyrnu, verður áfram laus gegn tryggingu fram í miðja næstu viku. Þá ætti að skýrast hvort lögregla ætli að leggja fram kæru á hendur Gylfa en hann grunaður um kynferðisbrot gegn ólögráða stúlku. 15. janúar 2022 12:21 Áfram laus gegn tryggingu Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður enska knattspyrnuliðsins Everton, verður áfram laus gegn tryggingu fram til miðvikudagsins í næstu viku, 19. janúar. 15. janúar 2022 07:52 Gylfi ekki með í Football Manager Knattspyrnumanninn Gylfa Þór Sigurðsson er hvergi að finna í frumútgáfunni af næsta Football Manager. Frá þessu segir í frétt á vef mbl.is. 23. október 2021 20:01 Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Stórliðið hvíldi stjörnurnar í sigri gegn Blikum Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fleiri fréttir Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Stórliðið hvíldi stjörnurnar í sigri gegn Blikum Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Sjá meira
Þetta sagði upplýsingafulltrúi lögreglunnar í Manchester í samtali við fréttastofu. Líklegt er að lögreglan muni ekkert gefa út um málið fyrr en á morgun. Farbann yfir Gylfa rennur út í dag en það var framlengt um nokkra daga á föstudag. Samkvæmt svörum upplýsingafulltrúa bíður lögreglan nú ákvörðunar dómstóla um hvað skuli gera næst í málinu. Gylfi Þór var handtekinn á heimili sínu í Manchester á Englandi þann 16. júlí síðastliðinn grunaður um að hafa brotið kynferðislega á ólögráða ungmenni. Gylfi var færður til yfirheyrslu en síðar sleppt en hann hefur þó verið í farbanni síðan hann var handtekinn. Farbannið hefur nú verið framlengt í þrígang en síðast átti það að renna út á sunnudag. Fyrir helgi var það svo framlengt til dagsins í dag, miðvikudags. Lögregla vildi lítið segja til um stöðu rannsóknar en draga má þá ályktun, þar sem farbannið var framlengt um aðeins nokkra daga, að hún sé á lokastigi. Næstu skref séu í raun að lögregla og dómstólar á Englandi ákveði hvort fella eigi niður málið gegn honum eða gefa út ákæru á hendur honum. Gylfi hefur undanfarin misseri spilað með enska knattspyrnuliðinu Everton í bresku úrvalsdeildinni í fótbolta. Hann hefur þó ekki leikið einn einasta leik með liðinu á þessu keppnistímabili en Everton gaf það út að leikmaðurinn, sem væri til rannsóknar, myndi ekki spila með liðinu á meðan rannsókn stæði yfir. Þá hefur Gylfi heldur ekki spilað með íslenska landsliðinu í knattspyrnu á þessum vetri.
Fótbolti Mál Gylfa Þórs Sigurðssonar Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi England Íslendingar erlendis Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Rannsókn á máli Gylfa loks að ljúka Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður Everton og íslenska landsliðsins í knattspyrnu, verður áfram laus gegn tryggingu fram í miðja næstu viku. Þá ætti að skýrast hvort lögregla ætli að leggja fram kæru á hendur Gylfa en hann grunaður um kynferðisbrot gegn ólögráða stúlku. 15. janúar 2022 12:21 Áfram laus gegn tryggingu Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður enska knattspyrnuliðsins Everton, verður áfram laus gegn tryggingu fram til miðvikudagsins í næstu viku, 19. janúar. 15. janúar 2022 07:52 Gylfi ekki með í Football Manager Knattspyrnumanninn Gylfa Þór Sigurðsson er hvergi að finna í frumútgáfunni af næsta Football Manager. Frá þessu segir í frétt á vef mbl.is. 23. október 2021 20:01 Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Stórliðið hvíldi stjörnurnar í sigri gegn Blikum Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fleiri fréttir Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Stórliðið hvíldi stjörnurnar í sigri gegn Blikum Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Sjá meira
Rannsókn á máli Gylfa loks að ljúka Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður Everton og íslenska landsliðsins í knattspyrnu, verður áfram laus gegn tryggingu fram í miðja næstu viku. Þá ætti að skýrast hvort lögregla ætli að leggja fram kæru á hendur Gylfa en hann grunaður um kynferðisbrot gegn ólögráða stúlku. 15. janúar 2022 12:21
Áfram laus gegn tryggingu Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður enska knattspyrnuliðsins Everton, verður áfram laus gegn tryggingu fram til miðvikudagsins í næstu viku, 19. janúar. 15. janúar 2022 07:52
Gylfi ekki með í Football Manager Knattspyrnumanninn Gylfa Þór Sigurðsson er hvergi að finna í frumútgáfunni af næsta Football Manager. Frá þessu segir í frétt á vef mbl.is. 23. október 2021 20:01