Samkvæmt frétt Deutsche Welle skaut maðurinn á færi inni í fyrirlestrarsal skólans. Maðurinn er talinn látinn. Ekki er ljóst eins og er hve margir særðust í árásinni en þó að einhverjir hafi særst.
Samkvæmt frétt Bild var árásarmaðurinn nemandi við skólann. Þá segir jafnframt í frétt Bild að hann hafi snúið skotvopninu að sjálfum sér og tekið sitt eigið líf eftir að hafa skotið á aðra nemendur. Þá telji lögreglan að ástæður að baki árásinni hafi hvorki verið trúarlegar né pólitískar.
#Heidelberg - Großeinsatz #Neuenheimer Feld: Das ist bisher bekannt: Ein Einzeltäter verletzte mehrere Personen in einem Hörsaal mit einer Langwaffe.
— Polizei Mannheim (@PolizeiMannheim) January 24, 2022
Der Täter selbst ist tot.
Kollegen sind weiterhin mit starken Kräften vor Ort - wir informieren hier weiter! https://t.co/aovlQc99tl
Lögreglan í Heidelberg tísti nú fyrir skömmu að árásarmaðurinn hafi verið einn að verki og notast við „langa byssu“.
Fréttin var uppfærð klukkan 14:05.