Lögreglumaður fær ekkert eftir að staða hans var auglýst vegna ítrekaðra kvartana Atli Ísleifsson skrifar 24. janúar 2022 13:22 Allir samstarfsmenn lögreglumannsins kvörtuðu til fagráðs lögreglu í byrjun júní 2019, vegna framkomu mannsins í þeirra garð. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað íslenska ríkið af rúmlega 140 milljóna króna kröfu lögreglumanns eftir að skipun hans var ekki framlengd og staða hans auglýst laus til umsóknar. Í dómnum segir að maðurinn hafi starfað sem lögreglumaður í um 35 ár, síðast hjá embætti lögreglustjórans á Vesturlandi. Skipunartími hans hafði verið framlengdur um fimm ár árið 2015, en árið 2019 var honum tilkynnt að skipun hans yrði ekki framlengd á nýjan leik. Samstarfsfólk hans hafði þá ítrekað kvartað yfir framkomu hans og vegna samstarfsörðugleika hafi verið ákveðið að auglýsa stöðu hans lausa til umsóknar. Vildi lögreglumaðurinn meina að sú ákvörðun hafi verið ólögleg. Auk þess fór hann fram á greiðslu fjögurra milljóna króna í miskabætur. Langur aðdragandi Í dómnum segir að ákvörðun lögreglustjóra hafi átt sér langan aðdraganda og byggði á samskiptaörðugleikum mannsins og annarra starfsmanna embættisins. Höfðu yfirmenn embættisins átt ítrekuð samtöl við manninn vegna þessa. Þannig höfðu til dæmis tvær lögreglukonur kvartað yfir framkomu mannsins og sagt hann gera lítið úr þeim og talað niður til þeirra. Þá kvörtuðu allir samstarfsmenn lögreglumannsins við embætti lögreglustjórans á Vesturlandi til fagráðs lögreglu í byrjun júní 2019, vegna framkomu mannsins í þeirra garð. Málefnaleg sjónarmið „Í ljósi þess sem að framan er rakið verður ekki annað séð en að málefnaleg sjónarmið hafi legið að baki þeirri ákvörðun lögreglustjórans á Vesturlandi að auglýsa umrætt embætti lögreglumanns laust til umsóknar. Lá að baki henni löng saga samstarfsörðugleika stefnanda við samstarfsmenn sína sem yfirmenn embættisins höfðu rætt ítrekað við stefnanda yfir langt tímabil og gert honum grein fyrir. Ekkert liggur fyrir um að lögreglustjórinn hafi reynt að koma sér hjá því að fylgja lögboðinni málsmeðferð við meðferð málsins eða að málið hafi ekki verið nægjanlega upplýst er ákvörðun var tekin. Er það niðurstaða dómsins að sú ákvörðun lögreglustjórans á Vesturlandi að auglýsa það embætti sem stefnandi hafði gegnt laust til umsóknar hafi verið tekin á grundvelli skýrrar lagaheimildar og ekki liggi annað fyrir um það í málinu en að hún hafi verið byggð á málefnalegum sjónarmiðum,“ segir í dómnum. Dómari í málinu þótti rétt að málskostnaður myndi falla niður. Lögreglan Dómsmál Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Sjá meira
Í dómnum segir að maðurinn hafi starfað sem lögreglumaður í um 35 ár, síðast hjá embætti lögreglustjórans á Vesturlandi. Skipunartími hans hafði verið framlengdur um fimm ár árið 2015, en árið 2019 var honum tilkynnt að skipun hans yrði ekki framlengd á nýjan leik. Samstarfsfólk hans hafði þá ítrekað kvartað yfir framkomu hans og vegna samstarfsörðugleika hafi verið ákveðið að auglýsa stöðu hans lausa til umsóknar. Vildi lögreglumaðurinn meina að sú ákvörðun hafi verið ólögleg. Auk þess fór hann fram á greiðslu fjögurra milljóna króna í miskabætur. Langur aðdragandi Í dómnum segir að ákvörðun lögreglustjóra hafi átt sér langan aðdraganda og byggði á samskiptaörðugleikum mannsins og annarra starfsmanna embættisins. Höfðu yfirmenn embættisins átt ítrekuð samtöl við manninn vegna þessa. Þannig höfðu til dæmis tvær lögreglukonur kvartað yfir framkomu mannsins og sagt hann gera lítið úr þeim og talað niður til þeirra. Þá kvörtuðu allir samstarfsmenn lögreglumannsins við embætti lögreglustjórans á Vesturlandi til fagráðs lögreglu í byrjun júní 2019, vegna framkomu mannsins í þeirra garð. Málefnaleg sjónarmið „Í ljósi þess sem að framan er rakið verður ekki annað séð en að málefnaleg sjónarmið hafi legið að baki þeirri ákvörðun lögreglustjórans á Vesturlandi að auglýsa umrætt embætti lögreglumanns laust til umsóknar. Lá að baki henni löng saga samstarfsörðugleika stefnanda við samstarfsmenn sína sem yfirmenn embættisins höfðu rætt ítrekað við stefnanda yfir langt tímabil og gert honum grein fyrir. Ekkert liggur fyrir um að lögreglustjórinn hafi reynt að koma sér hjá því að fylgja lögboðinni málsmeðferð við meðferð málsins eða að málið hafi ekki verið nægjanlega upplýst er ákvörðun var tekin. Er það niðurstaða dómsins að sú ákvörðun lögreglustjórans á Vesturlandi að auglýsa það embætti sem stefnandi hafði gegnt laust til umsóknar hafi verið tekin á grundvelli skýrrar lagaheimildar og ekki liggi annað fyrir um það í málinu en að hún hafi verið byggð á málefnalegum sjónarmiðum,“ segir í dómnum. Dómari í málinu þótti rétt að málskostnaður myndi falla niður.
Lögreglan Dómsmál Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Sjá meira