Lífið

Paranafnið „Juliye“ varð fyrir valinu

Elísabet Hanna Maríudóttir skrifar
Parið er oft í stíl.
Parið er oft í stíl. Getty/ Marc Piasecki

Ye og Julia Fox mættu á fyrsta rauða dregilinn sinn saman, klædd gallaefni frá toppi til táar í stíl og greindu formlega frá paranfninu Juliye á samfélagsmiðlum. Parið mætti saman á tískusýningu hjá KENZO í París og virtist njóta þess að vera saman. Ye og Julia eru búin að vera að hittast síðan um áramótin og hafa verið dugleg að láta sjá sig á hinum ýmsu stöðum en aldrei á formlegum rauðum dregli áður.

Daginn eftir mætti parið aftur í stíl á tískuviðburð en í þetta skiptið voru þau klædd leðri í stað gallaefnis. Julia nýtti tækifærið og birti mynd af sér og Ye í story með undirskriftinni Juliye sem er blanda af nöfnum parsins á samfélagsmiðli sínum.

Juliye í leðri.Getty/ Jacopo Raule

Þekkt er að pör í sviðsljósinu hljóti svokallað paranafn þar sem búið er að blanda nöfnum þeirra saman en oftast sjá aðdáendurnir um það. Þekkt slík nöfn sem hafa verið í umræðunni voru til dæmis Brangelina þegar Brad Pitt og Angelina Jolie voru saman og Bennifer sem átti upphaflega við um Ben Affleck og Jennifer Lopez þegar þau byrjuðu fyrst saman. Bennifer var þó einnig notað fyrir Ben og fyrrverandi eiginkonu hans Jennifer Garner.

Julia Fox hefur valið paranafnið Juliye.Instagram/Skjáskot

Tengdar fréttir

Nýja kærasta Kanye West staðfestir sambandið í pistli og myndatöku

Rapparinn Kanye West og leikkonan Julia Fox hafa sést saman á hinum ýmsu stefnumótum síðan þau kynntust á gamlársdag fyrir rúmri viku síðan og hefur Julia nú staðfest sambandið. Hún lýsir sambandinu ítarlega og segir það eins og að upplifa ævintýri.

Ye vinnur að Dondu 2

Tónlistarmaðurinn Ye er að vinna að nýrri plötu, Donda 2. Þetta verður fyrsta framhaldsplata Ye sem einnig er þekktur sem Kanye West.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.