Litháar bogna undan þrýstingi Kínverja Samúel Karl Ólason skrifar 26. janúar 2022 10:32 Frá ræðismannsskrifstofu Taívans í Vilníus. EPA Ráðamenn í Litháen ætla mögulega að biðja Taívana um að breyta formlegu heiti ræðismannsskrifstofu Taívans í Litháen. Opnun skrifstofunnar hefur leitt til þess að Kína hefur beitt Litháen gífurlegum þrýstingi á undanförnum mánuðum. Taívan opnaði ræðismannsskrifstofu í Litháen sem er formlega opnuð undir nafni Taívans. Því hafa Kínverjar, sem gera tilkall til eyríkisins, mótmælt harðlega og hafa þeir beitt Litháa miklum þrýstingi. Ráðamenn í Kína hafa að undanförnu aukið þrýsting á þau fáu ríki sem eiga í opinberum samskiptum við Taívan. Eyríkið, sem Kína gerir tilkall til og hefur heitið að sameina meginlandinu, rekur sambærilegar skrifstofur víða um Evrópu í Bandaríkjunum en þær bera nafn Taipei, höfuðborgar landsins. Meðal annars hafa ráðamenn í Kína sagt alþjóðlegum fyrirtækjum að slíta öll tengsl við Litháen eða eiga á hættu að vera útilokuð frá mörkuðum í Kína. Kínverjar hafa stöðvað allan innflutning frá Litháen. Sjá einnig: Kínverjar þrýsta á alþjóðleg fyrirtæki um að slíta tengsl við Litháen Samkvæmt heimildum Reuters fréttaveitunnar frá Vilníus íhuga ráðamenn í Litháen nú að láta undan þeim þrýstingi sem ríkið hefur verið beitt. Fréttaveitan segir Gabrielius Landsbergis, utanríkisráðherra, hafa lagt til við Gitanas Nauseda, forseta, að hægt yrði að breyta nafninu svo það vísaði ekki til Taívans sem ríkis heldur taívanska fólksins. Nauseda hefur verið mjög gagnrýninn á þá afstöðu varðandi Taívan sem Litháar hafa tekið. Stjórnarflokkar Litháens samþykktu fyrir rúmu ári síðan að styðja „þá sem berjast fyrir frelsi í Taívan,“ eins og það var orðað. Í kjölfar opnunar skrifstofunnar kvörtuðu Kínverjar yfir því að Litháar hefðu hunsað viðvaranir þeirra og takmörkuðu samskipti ríkjanna. Sjá einnig: Erindrekar Litháens kallaðir heim frá Kína vegna „ógnana“ Ríkisstjórn Taívans segir að engin beiðni um að breyta nafninu hafi borist. Financial Times sagði frá því í síðustu viku að ráðamenn í Taívan hefðu beðið yfirvöld Bandaríkjanna um leyfi til að breyta nafni óformlegs sendiráðs eyríkisins í Washington DC svo það innihéldi nafn Taívan. Bandaríkjamenn hafa ekki orðið við þeirri beiðni. Taívan Litháen Kína Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Erlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Innlent Fleiri fréttir Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Sjá meira
Taívan opnaði ræðismannsskrifstofu í Litháen sem er formlega opnuð undir nafni Taívans. Því hafa Kínverjar, sem gera tilkall til eyríkisins, mótmælt harðlega og hafa þeir beitt Litháa miklum þrýstingi. Ráðamenn í Kína hafa að undanförnu aukið þrýsting á þau fáu ríki sem eiga í opinberum samskiptum við Taívan. Eyríkið, sem Kína gerir tilkall til og hefur heitið að sameina meginlandinu, rekur sambærilegar skrifstofur víða um Evrópu í Bandaríkjunum en þær bera nafn Taipei, höfuðborgar landsins. Meðal annars hafa ráðamenn í Kína sagt alþjóðlegum fyrirtækjum að slíta öll tengsl við Litháen eða eiga á hættu að vera útilokuð frá mörkuðum í Kína. Kínverjar hafa stöðvað allan innflutning frá Litháen. Sjá einnig: Kínverjar þrýsta á alþjóðleg fyrirtæki um að slíta tengsl við Litháen Samkvæmt heimildum Reuters fréttaveitunnar frá Vilníus íhuga ráðamenn í Litháen nú að láta undan þeim þrýstingi sem ríkið hefur verið beitt. Fréttaveitan segir Gabrielius Landsbergis, utanríkisráðherra, hafa lagt til við Gitanas Nauseda, forseta, að hægt yrði að breyta nafninu svo það vísaði ekki til Taívans sem ríkis heldur taívanska fólksins. Nauseda hefur verið mjög gagnrýninn á þá afstöðu varðandi Taívan sem Litháar hafa tekið. Stjórnarflokkar Litháens samþykktu fyrir rúmu ári síðan að styðja „þá sem berjast fyrir frelsi í Taívan,“ eins og það var orðað. Í kjölfar opnunar skrifstofunnar kvörtuðu Kínverjar yfir því að Litháar hefðu hunsað viðvaranir þeirra og takmörkuðu samskipti ríkjanna. Sjá einnig: Erindrekar Litháens kallaðir heim frá Kína vegna „ógnana“ Ríkisstjórn Taívans segir að engin beiðni um að breyta nafninu hafi borist. Financial Times sagði frá því í síðustu viku að ráðamenn í Taívan hefðu beðið yfirvöld Bandaríkjanna um leyfi til að breyta nafni óformlegs sendiráðs eyríkisins í Washington DC svo það innihéldi nafn Taívan. Bandaríkjamenn hafa ekki orðið við þeirri beiðni.
Taívan Litháen Kína Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Erlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Innlent Fleiri fréttir Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Sjá meira