Ósanngjörn hækkun lífeyristökualdurs Ólöf Helga Adolfsdóttir skrifar 28. janúar 2022 07:31 Ávöxtun lífeyrissjóða hefur verið mjög góð undanfarin þrjú ár, langt umfram 3,5% viðmiðið þeirra, ef marka má fréttir frá Landssamtökum lífeyrissjóðanna. Þetta eru jákvæðar fréttir og þó ekkert sé tryggt um framtíðina hlýtur þessi ávöxtun að gefa góða von um að 3,5% meðalávöxtun standist til lengri tíma. Þrátt fyrir það er nú er komin upp sú staða að lífeyrissjóðirnir vilja hækka lífeyristökualdurinn um þrjú ár. Ástæðan er hækkun lífaldurs. Fólk lifir lengur segja þeir. Betri lífsskilyrði og ör þróun tækni og læknavísinda hafa vissulega lengt líf margra en það á ekki við um alla. Á meðan lífaldur há- og millitekjufólks hækkar er staðreyndin sú að fólk í láglaunastéttinni er að örkumlast fyrr og deyja yngri. Verkafólk er í erfiðari störfum og vinnur hraðar og meira til þess að eiga í sig og á. Við höfum rekið okkur hressilega á það síðastliðin tvö ár að verkafólk er ómissandi framlínustarfsfólk. Á meðan sumir fengu að vera heima hjá sér í öryggi fyrir Covid, þurfti verkafólk að mæta til vinnu. Við getum ekki lokað KFC og Bónus, við getum ekki lokað leikskólum og flugvöllum og svo sannarlega ekki búsetuúrræðum. Almennt verkafólk þarf að sinna sinni vinnu. Oft á tíðum líkamlega og andlega erfiðari störfum en aðrir gegna. Félagsfólk Eflingar þekkir það vel að í faraldrinum hafa þau þurft að vinna meira og hraðar. Meira og hraðar vegna þess að stöðugt færra fólk mætir til starfa. Þrátt fyrir það er lítið sem ekkert gert til að koma til móts við þau. Sömu kröfur eru gerðar um framleiðni fyrirtækja og því skulu afköst hvers starfsmanns bara aukin. Dæmi eru um að vinnustaðir, jafnvel í matvælaframleiðslu, krefji starfsfólk sitt um vinnuframlag í faraldrinum, þrátt fyrir jákvætt Covid próf. Ég hef einnig heyrt af starfsfólki í heimilisþrifum sem er nauðbeygt til þess að fara inn á heimili þar sem íbúar eru með staðfest covidsmit. Við erum að tala um fólk sem vinnur myrkrana á milli til þess að fæða og klæða fjölskyldur sínar, fólk sem leggur óheyrilega mikið á sig við óviðunandi aðstæður og á sér fáa málsvara. Auðstéttin og stór hluti millistéttar sem nýtur þess að eiga fyrir mat og öðrum nauðsynjum, geta keypt þá læknisþjónustu sem þau þurfa á halda og búa almennt við góð lífsskilyrði gæti eflaust unnið fram yfir sjötugt, en verkafólk sem alla tíð hefur unnið líkamlega og andlega erfiðisvinnu á ekki að þurfa að vinna lengur en til 67 ára hið mesta. Ef lífslíkur eru gerðar að viðmiði fyrir lífeyristökualdur, ætti verkafólk í raun að hafa möguleika á að hætta að vinna fyrr. Þau viðmið sem lífeyrissjóðirnir nota til þess að rökstyðja hækkun lífeyristökualdurs eru ósanngjarnar. Um er að ræða heildartölur sem teknar eru saman fyrir allt þjóðfélagið. Við þurfum að horfa á minni hópa því að lífsgæði mismunandi stétta eru ekki þau sömu. Þó að auðstéttin geti unnið og lifað lengur þá er láglaunastéttin svo sannarlega ekki í sömu stöðu. Verkafólk getur ekki leyft lífeyrissjóði sínum að hækka lífeyristökualdurinn. Á meðan verkakonur örkumlast fyrr og verkamenn deyja fyrr er óforsvaranlegt að hækka lífeyristökualdurinn heilt yfir. Höfundur er varaformaður Eflingar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lífeyrissjóðir Eldri borgarar Ólöf Helga Adolfsdóttir Mest lesið Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Agnar Már Másson Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher Skoðun Skoðun Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Agnar Már Másson skrifar Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Sjá meira
Ávöxtun lífeyrissjóða hefur verið mjög góð undanfarin þrjú ár, langt umfram 3,5% viðmiðið þeirra, ef marka má fréttir frá Landssamtökum lífeyrissjóðanna. Þetta eru jákvæðar fréttir og þó ekkert sé tryggt um framtíðina hlýtur þessi ávöxtun að gefa góða von um að 3,5% meðalávöxtun standist til lengri tíma. Þrátt fyrir það er nú er komin upp sú staða að lífeyrissjóðirnir vilja hækka lífeyristökualdurinn um þrjú ár. Ástæðan er hækkun lífaldurs. Fólk lifir lengur segja þeir. Betri lífsskilyrði og ör þróun tækni og læknavísinda hafa vissulega lengt líf margra en það á ekki við um alla. Á meðan lífaldur há- og millitekjufólks hækkar er staðreyndin sú að fólk í láglaunastéttinni er að örkumlast fyrr og deyja yngri. Verkafólk er í erfiðari störfum og vinnur hraðar og meira til þess að eiga í sig og á. Við höfum rekið okkur hressilega á það síðastliðin tvö ár að verkafólk er ómissandi framlínustarfsfólk. Á meðan sumir fengu að vera heima hjá sér í öryggi fyrir Covid, þurfti verkafólk að mæta til vinnu. Við getum ekki lokað KFC og Bónus, við getum ekki lokað leikskólum og flugvöllum og svo sannarlega ekki búsetuúrræðum. Almennt verkafólk þarf að sinna sinni vinnu. Oft á tíðum líkamlega og andlega erfiðari störfum en aðrir gegna. Félagsfólk Eflingar þekkir það vel að í faraldrinum hafa þau þurft að vinna meira og hraðar. Meira og hraðar vegna þess að stöðugt færra fólk mætir til starfa. Þrátt fyrir það er lítið sem ekkert gert til að koma til móts við þau. Sömu kröfur eru gerðar um framleiðni fyrirtækja og því skulu afköst hvers starfsmanns bara aukin. Dæmi eru um að vinnustaðir, jafnvel í matvælaframleiðslu, krefji starfsfólk sitt um vinnuframlag í faraldrinum, þrátt fyrir jákvætt Covid próf. Ég hef einnig heyrt af starfsfólki í heimilisþrifum sem er nauðbeygt til þess að fara inn á heimili þar sem íbúar eru með staðfest covidsmit. Við erum að tala um fólk sem vinnur myrkrana á milli til þess að fæða og klæða fjölskyldur sínar, fólk sem leggur óheyrilega mikið á sig við óviðunandi aðstæður og á sér fáa málsvara. Auðstéttin og stór hluti millistéttar sem nýtur þess að eiga fyrir mat og öðrum nauðsynjum, geta keypt þá læknisþjónustu sem þau þurfa á halda og búa almennt við góð lífsskilyrði gæti eflaust unnið fram yfir sjötugt, en verkafólk sem alla tíð hefur unnið líkamlega og andlega erfiðisvinnu á ekki að þurfa að vinna lengur en til 67 ára hið mesta. Ef lífslíkur eru gerðar að viðmiði fyrir lífeyristökualdur, ætti verkafólk í raun að hafa möguleika á að hætta að vinna fyrr. Þau viðmið sem lífeyrissjóðirnir nota til þess að rökstyðja hækkun lífeyristökualdurs eru ósanngjarnar. Um er að ræða heildartölur sem teknar eru saman fyrir allt þjóðfélagið. Við þurfum að horfa á minni hópa því að lífsgæði mismunandi stétta eru ekki þau sömu. Þó að auðstéttin geti unnið og lifað lengur þá er láglaunastéttin svo sannarlega ekki í sömu stöðu. Verkafólk getur ekki leyft lífeyrissjóði sínum að hækka lífeyristökualdurinn. Á meðan verkakonur örkumlast fyrr og verkamenn deyja fyrr er óforsvaranlegt að hækka lífeyristökualdurinn heilt yfir. Höfundur er varaformaður Eflingar.
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Agnar Már Másson Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Agnar Már Másson skrifar
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Agnar Már Másson Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun