Bubbi spáði Laufeyju velgengni fyrir átta árum og reyndist sannspár Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 31. janúar 2022 21:00 „Ég spái því að þú eigir eftir að verða risa stórt nafn, risa stórt nafn í íslensku tónlistarlífi. Svo einfalt er það. Þú ert gjörsamlega ómótstæðileg. Takk,“ sagði Bubbi Morthens um flutning Laufeyjar þegar hann var dómari í Ísland Got Talent. vísir Íslendingur sem fékk boð um að syngja í hinum sívinsæla bandaríska spjallaþætti Jimmy Kimmel segir að það hafi verið súrrealískt að fá boð í þáttinn. Hún segir spennandi hluti á döfinni og er að eigin sögn að lifa drauminn. Tónlistarkonan Laufey Lín Jónsdóttir er 22 ára og hefur notið mikilla vinsælda í Bandaríkjunum að undanförnu. Laufey er með 266 þúsund fylgjendur á Instagram og tæplega 350 þúsund á TikTok þar sem hún deilir myndböndum af tónlistinni. Draumurinn rættist Margir muna eflaust eftir því þegar Laufey komst 14 ára í úrslit í hæfileikaþáttunum Ísland got talent sem sýndir voru á Stöð2 en þar var framtíðin teiknuð upp. „Ég stefni á tónlistarnám í útlöndum og verða söngkona það er draumurinn,“ sagði Laufey í Ísland Got Talent árið 2014. Sem og varð. Laufey gekk í Berklee tónlistarskólann í Boston og er nú búsett í Los Angeles en hún vakti fyrst athygli vestanhafs eftir að hin heimsfræga Billie Eilish deildi flutningi hennar af lagi Billie á instagram í fyrra. View this post on Instagram A post shared by laufey (@laufey) Hún segir að það hafi verið súrrealískt að sjá stórstjörnu deila flutningnum. „Ég tók eftir því að það byrjuðu fullt af Billie Eilish aðdáendasíðum að followa mig og ég var bara óguð hvað er að gerast.“ Billie Eilish er ekki eina stjarnan sem hefur vakið athygli á tónlist Laufeyjar en fjallað var um fyrstu EP-plötu hennar í bandaríska stórtímaritinu Rolling Stone. View this post on Instagram A post shared by laufey (@laufey) Ekkert lát virðast vera á vinsældum Laufeyjar því fyrr í mánuðinum flutti Laufey lag sitt, Like the Movie í hinum vinsæla spjallþætti Jimmy Kimmel. View this post on Instagram A post shared by laufey (@laufey) Sjá einnig: Kimmel sendi Laufeyju pylsusinnep eftir þáttinn „Þetta var mjög súrrealískt, ég er mjög heppin.“ Bubbi Morthens sannspár Þessu öllu spáði Bubbi Morthens, þegar hann var dómari í Ísland Got Talent. „Ég spái því að þú eigir eftir að verða risa stórt nafn, risa stórt nafn í íslensku tónlistarlífi. Svo einfalt er það. Þú ert gjörsamlega ómótstæðileg. Takk,“ sagði Bubbi Morthens um flutning Laufeyjar þegar hann var dómari í Ísland Got Talent. Bjóst ekki við því að geta orðið tónlistarkona Laufey er nýbúin að skrifa undir stóran plötusamning og vinnur nú að fyrstu plötunni. „Ég var svo stressuð að fara út í þetta nám. Ég bjóst ekki við því að ég gæti orðið tónlistarkona eða söngkona og gera hluti sem ég geri í dag.“ Hún segir að spennandi hlutir séu á döfinni og hvetur ungt fólk til að elta drauma sína en sjálf segist hún vera að lifa drauminn. „Þora að láta draum ykkar rætast og láta heyra í ykkur.“ Íslendingar erlendis Tónlist Raunveruleikaþættir Laufey Lín Tengdar fréttir Laufey Lin spilaði fyrir Jimmy Kimmel Íslenska tónlistarkonan Laufey Lin Jónsdóttir flutti lagið sitt Like the Movies í spjallþætti Jimmy Kimmel í gærkvöldi. 21. janúar 2022 10:53 Fylgjendurnir hrannast inn eftir færslu Billie Eilish Söngkonan Laufey Lín Jónsdóttir slökkti á símanum í dag eftir að myndband hennar fór að vekja meiri athygli á Instagram. 3. september 2020 21:56 Billie Eilish birti myndband Laufeyjar á Instagram Bandaríska poppstjarnan Billie Eilish birti í kvöld færslu í story á Instagram þar sem hún deildi myndbandi íslensku söngkonunnar Laufeyjar Línar Jónsdóttur. 2. september 2020 21:41 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Fleiri fréttir Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Sjá meira
Tónlistarkonan Laufey Lín Jónsdóttir er 22 ára og hefur notið mikilla vinsælda í Bandaríkjunum að undanförnu. Laufey er með 266 þúsund fylgjendur á Instagram og tæplega 350 þúsund á TikTok þar sem hún deilir myndböndum af tónlistinni. Draumurinn rættist Margir muna eflaust eftir því þegar Laufey komst 14 ára í úrslit í hæfileikaþáttunum Ísland got talent sem sýndir voru á Stöð2 en þar var framtíðin teiknuð upp. „Ég stefni á tónlistarnám í útlöndum og verða söngkona það er draumurinn,“ sagði Laufey í Ísland Got Talent árið 2014. Sem og varð. Laufey gekk í Berklee tónlistarskólann í Boston og er nú búsett í Los Angeles en hún vakti fyrst athygli vestanhafs eftir að hin heimsfræga Billie Eilish deildi flutningi hennar af lagi Billie á instagram í fyrra. View this post on Instagram A post shared by laufey (@laufey) Hún segir að það hafi verið súrrealískt að sjá stórstjörnu deila flutningnum. „Ég tók eftir því að það byrjuðu fullt af Billie Eilish aðdáendasíðum að followa mig og ég var bara óguð hvað er að gerast.“ Billie Eilish er ekki eina stjarnan sem hefur vakið athygli á tónlist Laufeyjar en fjallað var um fyrstu EP-plötu hennar í bandaríska stórtímaritinu Rolling Stone. View this post on Instagram A post shared by laufey (@laufey) Ekkert lát virðast vera á vinsældum Laufeyjar því fyrr í mánuðinum flutti Laufey lag sitt, Like the Movie í hinum vinsæla spjallþætti Jimmy Kimmel. View this post on Instagram A post shared by laufey (@laufey) Sjá einnig: Kimmel sendi Laufeyju pylsusinnep eftir þáttinn „Þetta var mjög súrrealískt, ég er mjög heppin.“ Bubbi Morthens sannspár Þessu öllu spáði Bubbi Morthens, þegar hann var dómari í Ísland Got Talent. „Ég spái því að þú eigir eftir að verða risa stórt nafn, risa stórt nafn í íslensku tónlistarlífi. Svo einfalt er það. Þú ert gjörsamlega ómótstæðileg. Takk,“ sagði Bubbi Morthens um flutning Laufeyjar þegar hann var dómari í Ísland Got Talent. Bjóst ekki við því að geta orðið tónlistarkona Laufey er nýbúin að skrifa undir stóran plötusamning og vinnur nú að fyrstu plötunni. „Ég var svo stressuð að fara út í þetta nám. Ég bjóst ekki við því að ég gæti orðið tónlistarkona eða söngkona og gera hluti sem ég geri í dag.“ Hún segir að spennandi hlutir séu á döfinni og hvetur ungt fólk til að elta drauma sína en sjálf segist hún vera að lifa drauminn. „Þora að láta draum ykkar rætast og láta heyra í ykkur.“
Íslendingar erlendis Tónlist Raunveruleikaþættir Laufey Lín Tengdar fréttir Laufey Lin spilaði fyrir Jimmy Kimmel Íslenska tónlistarkonan Laufey Lin Jónsdóttir flutti lagið sitt Like the Movies í spjallþætti Jimmy Kimmel í gærkvöldi. 21. janúar 2022 10:53 Fylgjendurnir hrannast inn eftir færslu Billie Eilish Söngkonan Laufey Lín Jónsdóttir slökkti á símanum í dag eftir að myndband hennar fór að vekja meiri athygli á Instagram. 3. september 2020 21:56 Billie Eilish birti myndband Laufeyjar á Instagram Bandaríska poppstjarnan Billie Eilish birti í kvöld færslu í story á Instagram þar sem hún deildi myndbandi íslensku söngkonunnar Laufeyjar Línar Jónsdóttur. 2. september 2020 21:41 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Fleiri fréttir Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Sjá meira
Laufey Lin spilaði fyrir Jimmy Kimmel Íslenska tónlistarkonan Laufey Lin Jónsdóttir flutti lagið sitt Like the Movies í spjallþætti Jimmy Kimmel í gærkvöldi. 21. janúar 2022 10:53
Fylgjendurnir hrannast inn eftir færslu Billie Eilish Söngkonan Laufey Lín Jónsdóttir slökkti á símanum í dag eftir að myndband hennar fór að vekja meiri athygli á Instagram. 3. september 2020 21:56
Billie Eilish birti myndband Laufeyjar á Instagram Bandaríska poppstjarnan Billie Eilish birti í kvöld færslu í story á Instagram þar sem hún deildi myndbandi íslensku söngkonunnar Laufeyjar Línar Jónsdóttur. 2. september 2020 21:41
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent