Fá ekki bætur vegna flugferðar sem seinkaði vegna farþega sem ældi blóði Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 31. janúar 2022 22:49 Flugvél United Airlines á O'Hare flugvelli í Chicago. Scott Olson/Getty Images Samgöngustofna hefur hafnað því að bandaríska flugfélagið United Airlines þurfi að greiða tveimur farþegum bætur fyrir seinkun á flugi félagsins frá Íslandi New York í Bandaríkjunum. Seinkunin varð vegna þess að snúa þurfti flugvél félagsins við á leið til Íslands eftir að farþegi ældi blóði skömmu eftir brottför. Farþegarnir tveir áttu bókað far með United Airlines til New York frá Keflavíkurflugvelli þann 28. júlí síðastliðinn. Samkvæmt flugplani United Airlines var áætlað að flugvél sem var á leið frá Chicago í Bandaríkjunum til Íslands yrði notuð í flugið til New York frá Íslandi. Skömmu eftir flugtak frá Chicago þurfti hins vegar að snúa flugvélinni við vegna neyðarástands um borð, þar sem farþegi byrjaði skyndilega að æla blóði. Vélinni var lent í Chicago og var viðkomandi farþegi fluttur á sjúkrahús. Flugvél United Airlines á Keflavíkurflugvelli.Isavia Þetta varð hins vegar til þess að flugvélin komst ekki til Íslands umræddan dag, þar sem ekki náðist að manna flugvélina upp á nýtt fyrir Íslandsflug. Var flogið til Íslands daginn eftir. Þetta varð til þess að flug farþeganna sem kvörtuðu til New York frestaðist einnig um einn dag. Keðjuverkandi áhrif vegna óviðráðanlega aðstæðna ekki bótaskyld Á grundvelli Evrópureglna um greiðslu bóta vegna seinkunar á flugi kröfðu farþegarnir tveir United Airlines um staðlaðar bætur vegna málsins. Í svari United Airlines til Samgöngustofu kemur fram að flugfélagið hafði þegar endurgreitt farþegunum tveimur ónotaðan hluta flugmiðans, auk þess að það hafi greitt þeim fyrir uppihald og veitt þeim hundrað dollara inneignarnótu fyrir að hafa lent í þessum aðstæðum. Í svari farþeganna tveggja kemur fram að þeir hafi áttað sig á því að umræddri vél hafi verið snúið við vegna neyðarástands en að þeir töldu sig engu að síður eiga rétt á bótum þar sem að þeir hafi ekki verið um borð í vélinni þegar neyðarástandið átti sér stað. Flugferð þeirra hafi verið seinkað þar sem ekki hafi tekist að manna flugvélina upp á nýtt. Í niðurstöðu Samgöngustofu í málinu segir að í raun sé deilt um það hvort umræddri flugferð hafi verið seinkað af óviðráðanlegum ástæðum eða ekki, en flugfélög eru ekki bótaskyld ef svo er. Er vísað til dóms Landsréttar frá árinu 2019 þar sem staðfest var að óviðráðanlegar aðstæður sem valda keðjuáhrif seinkana á síðari flug sömu vélar falli í flokk óviðráðanlega aðstæðna. Taldi Samgöngustofa ljóst að rekja mætti seinkun á flugi farþeganna tveggja til óviðráðanlega aðstæðna. Var bótakröfu farþeganna því hafnað. Fréttir af flugi Neytendur Samgöngur Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfri til tunglsins Erlent Fleiri fréttir Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Sjá meira
Farþegarnir tveir áttu bókað far með United Airlines til New York frá Keflavíkurflugvelli þann 28. júlí síðastliðinn. Samkvæmt flugplani United Airlines var áætlað að flugvél sem var á leið frá Chicago í Bandaríkjunum til Íslands yrði notuð í flugið til New York frá Íslandi. Skömmu eftir flugtak frá Chicago þurfti hins vegar að snúa flugvélinni við vegna neyðarástands um borð, þar sem farþegi byrjaði skyndilega að æla blóði. Vélinni var lent í Chicago og var viðkomandi farþegi fluttur á sjúkrahús. Flugvél United Airlines á Keflavíkurflugvelli.Isavia Þetta varð hins vegar til þess að flugvélin komst ekki til Íslands umræddan dag, þar sem ekki náðist að manna flugvélina upp á nýtt fyrir Íslandsflug. Var flogið til Íslands daginn eftir. Þetta varð til þess að flug farþeganna sem kvörtuðu til New York frestaðist einnig um einn dag. Keðjuverkandi áhrif vegna óviðráðanlega aðstæðna ekki bótaskyld Á grundvelli Evrópureglna um greiðslu bóta vegna seinkunar á flugi kröfðu farþegarnir tveir United Airlines um staðlaðar bætur vegna málsins. Í svari United Airlines til Samgöngustofu kemur fram að flugfélagið hafði þegar endurgreitt farþegunum tveimur ónotaðan hluta flugmiðans, auk þess að það hafi greitt þeim fyrir uppihald og veitt þeim hundrað dollara inneignarnótu fyrir að hafa lent í þessum aðstæðum. Í svari farþeganna tveggja kemur fram að þeir hafi áttað sig á því að umræddri vél hafi verið snúið við vegna neyðarástands en að þeir töldu sig engu að síður eiga rétt á bótum þar sem að þeir hafi ekki verið um borð í vélinni þegar neyðarástandið átti sér stað. Flugferð þeirra hafi verið seinkað þar sem ekki hafi tekist að manna flugvélina upp á nýtt. Í niðurstöðu Samgöngustofu í málinu segir að í raun sé deilt um það hvort umræddri flugferð hafi verið seinkað af óviðráðanlegum ástæðum eða ekki, en flugfélög eru ekki bótaskyld ef svo er. Er vísað til dóms Landsréttar frá árinu 2019 þar sem staðfest var að óviðráðanlegar aðstæður sem valda keðjuáhrif seinkana á síðari flug sömu vélar falli í flokk óviðráðanlega aðstæðna. Taldi Samgöngustofa ljóst að rekja mætti seinkun á flugi farþeganna tveggja til óviðráðanlega aðstæðna. Var bótakröfu farþeganna því hafnað.
Fréttir af flugi Neytendur Samgöngur Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfri til tunglsins Erlent Fleiri fréttir Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Sjá meira