Bæjarstjóri Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar 1. febrúar 2022 11:00 Sjálfstæðisflokkurinn og bæjarstjórinn í Hafnarfirði eru á flótta frá eigin aðgerðarleysi í uppbyggingu íbúðarhúsnæðis og kenna öllum öðrum um nema sér sjálfum. Í nýlegu viðtali í Viðskiptablaðinu útskýrir Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri í Hafnarfirði, tafirnar sem hafa orðið á uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í Hafnarfirði. Eftir stöðugan vöxt í 80 ár fækkaði íbúum í fyrsta skiptið árið 2020 og á síðasti ári fjölgaði þeim aðeins um nokkra tugi. Það er langt á eftir áætlunum bæjarins sem gera ráð fyrir að íbúum fjölgi um 334-1260 á ári. Íbúum kennt um Helsta ástæða tafanna að mati bæjarstjóra er að framkæmdarleyfi vegna rafmagnslínu sem lá yfir uppbyggingarsvæðin hafi verið kært og fellt úr gildi samkvæmt úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála. Hér er bæjarstjóri að setja út á lýðræðislegan rétt íbúanna til að láta sig varða umhverfi sitt og stuðla að náttúruvernd. Ljóst er að hér hefði mátt vanda betur til verka og koma í veg fyrir tafir með því að setja rafmagnslínurnar í jörðu eins og við í Samfylkingunni lögðum til. Þá er ekki hægt að útskýra tafir á uppbyggingu í Skarðshlíð með rafmagnslínum. Það hverfi var tilbúið til úthlutunar árið 2008. Mikil íbúafjölgun í nágrannasveitarfélögum Þá vill bæjarstjóri meina að ástæða fólksfækkunar í Hafnarfirði megi rekja til þess að erlent vinnuafl hafi flust af landi brott. Það stenst enga skoðun, því á sama tíma fjölgar íbúum í nágrannasveitarfélögunum umtalsvert. Samkvæmt talningu Samtaka iðnaðarins á íbúðum í byggingu hefur um langt árabil verið minnst byggt í Hafnarfirði. Íbúar og einkum ungt fólk er því ekki að finna húsnæði í Hafnarfirði og flytur úr bænum. Skipulag og þéttingaráform í Hraun-vestur hefur legið fyrir um alllangan tíma, en þar er fátt að gerast. Engin uppbygging hafin. Önnur þéttingaráform hafa velkst til í kerfinu. Það var ekki fyrr en við í Samfylkingunni þrýstum stöðugt á um að ganga til verka að meirihluti Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks rumskuðu og eitthvað fór að gerast. Glundroði og skortur á forystu Það er auðveldara að kenna öðrum um en að líta í eigin barm. Einnig að tala um allar íbúðirnar sem á eftir að byggja í framtíðinni og ylja sér við óskhyggju. Ljóst er að Sjálfstæðisflokkurinn sem hefur haft uppbyggingarmálin á sinni könnu undanfarin tæp átta ár hefur skort alla forystu og framtíðarsýn. Hér þarf að gera betur. Láta verkin tala. Það gerðu jafnaðarmenn við stjórn bæjarins og nú þarf að hefja nýja sókn i bænum undir forystu Samfylkingarinnar Höfundur er varabæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Skoðun: Kosningar 2022 Stefán Már Gunnlaugsson Samfylkingin Mest lesið Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Skoðun Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn og bæjarstjórinn í Hafnarfirði eru á flótta frá eigin aðgerðarleysi í uppbyggingu íbúðarhúsnæðis og kenna öllum öðrum um nema sér sjálfum. Í nýlegu viðtali í Viðskiptablaðinu útskýrir Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri í Hafnarfirði, tafirnar sem hafa orðið á uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í Hafnarfirði. Eftir stöðugan vöxt í 80 ár fækkaði íbúum í fyrsta skiptið árið 2020 og á síðasti ári fjölgaði þeim aðeins um nokkra tugi. Það er langt á eftir áætlunum bæjarins sem gera ráð fyrir að íbúum fjölgi um 334-1260 á ári. Íbúum kennt um Helsta ástæða tafanna að mati bæjarstjóra er að framkæmdarleyfi vegna rafmagnslínu sem lá yfir uppbyggingarsvæðin hafi verið kært og fellt úr gildi samkvæmt úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála. Hér er bæjarstjóri að setja út á lýðræðislegan rétt íbúanna til að láta sig varða umhverfi sitt og stuðla að náttúruvernd. Ljóst er að hér hefði mátt vanda betur til verka og koma í veg fyrir tafir með því að setja rafmagnslínurnar í jörðu eins og við í Samfylkingunni lögðum til. Þá er ekki hægt að útskýra tafir á uppbyggingu í Skarðshlíð með rafmagnslínum. Það hverfi var tilbúið til úthlutunar árið 2008. Mikil íbúafjölgun í nágrannasveitarfélögum Þá vill bæjarstjóri meina að ástæða fólksfækkunar í Hafnarfirði megi rekja til þess að erlent vinnuafl hafi flust af landi brott. Það stenst enga skoðun, því á sama tíma fjölgar íbúum í nágrannasveitarfélögunum umtalsvert. Samkvæmt talningu Samtaka iðnaðarins á íbúðum í byggingu hefur um langt árabil verið minnst byggt í Hafnarfirði. Íbúar og einkum ungt fólk er því ekki að finna húsnæði í Hafnarfirði og flytur úr bænum. Skipulag og þéttingaráform í Hraun-vestur hefur legið fyrir um alllangan tíma, en þar er fátt að gerast. Engin uppbygging hafin. Önnur þéttingaráform hafa velkst til í kerfinu. Það var ekki fyrr en við í Samfylkingunni þrýstum stöðugt á um að ganga til verka að meirihluti Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks rumskuðu og eitthvað fór að gerast. Glundroði og skortur á forystu Það er auðveldara að kenna öðrum um en að líta í eigin barm. Einnig að tala um allar íbúðirnar sem á eftir að byggja í framtíðinni og ylja sér við óskhyggju. Ljóst er að Sjálfstæðisflokkurinn sem hefur haft uppbyggingarmálin á sinni könnu undanfarin tæp átta ár hefur skort alla forystu og framtíðarsýn. Hér þarf að gera betur. Láta verkin tala. Það gerðu jafnaðarmenn við stjórn bæjarins og nú þarf að hefja nýja sókn i bænum undir forystu Samfylkingarinnar Höfundur er varabæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Hafnarfirði.
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun