Kostnaður við uppsagnir og veikindi í tíð Sólveigar Önnu sé tæpar 130 milljónir Heimir Már Pétursson skrifar 2. febrúar 2022 12:08 Sólveig Anna Jónsdóttir sagði af sér formennsku í Eflingu í lok október eftir stormasöm samskipti við starfsfólk á skrifstofu félagsins. Vísir/Vilhelm Þrjú framboð lágu fyrir til forystu í Eflingu þegar framboðsfrestur rann út í morgun. Guðmundur Baldursson frambjóðandi til formanns segir kostnað við veikindaleyfi, uppsagnarfresti og starfslokasamninga í stjórnartíð Sólveigar Önnu Jónsdóttur nema tæpum 130 milljónum króna. Framboðsfrestur til formennsku og meðstjórnenda í Eflingu rann út klukkan níu í morgun. Umboðsmenn framboða Sólveigar Önnu Jónsdóttur fyrrverandi formanns félagsins og Guðmundar Baldurssonar stjórnarmanns í félaginu lögðu fram framboðslista með meðmælendum. Framboð Sólveigar með tæplega fjögur hundruð meðmælendum og Guðmundar með 140 en að minnsta kosti 120 fullgildir félagar í Eflingu þurfa að mæla með framboði. Þá liggur fyrir framboð Ólafar Helgu Adolfsdóttur varaformanns félagsins að tillögu uppstillingarnefndar. Kosning fer fram dagana 9. til 15. febrúar. Guðmundur segist vilja stuðla að allt öðrum stjórnarháttum en tíðkuðust í formannstíð Sólveigar Önnu sem sagði af sér formennsku í lok október eftir stormasöm samskipti við starfsfólk á skrifstofu félagsins. Skrifstofan hafi nánast verið óstarfhæf. Guðmundur Baldursson segir mikilvægt að miðla réttum upplýsingum um stöðu mála á skrifstofu Eflingar til félagsmanna.Stöð 2/Egill Þú lagðir inn fyrirspurn hjá skrifstofunni á dögunum um kostnað við uppsagnir starfsmanna og fleira. Hvað leiddi sú fyrirspurn í ljós? „Hún leiddi í ljós alveg óheyrilega háar tölur. Ekki nokkrum einasta manni hefði dottið í hug hversu miklar fórnir hafa verið færðar þarna inni á skrifstofunni,“ segir Guðmundur. Löng veikindaleyfi, laun á uppsagnafresti og kostnaður við starfslokasamninga Sólveigar og Viðars Þorsteinssonar fyrrverandi framkvæmdastjóra hafi kostað félagið rúmar 128 milljónir króna. Um fjörutíu starfsmenn hafi horfið frá félaginu á tæpum fjórum árum. Kostnaður við uppsagnarfrest formanns og framkvæmdastjóra er meðtalinn í þessum tölum Guðmundur vill að grasrót félagsins komi að samningaviðræðum í gegnum fimm manna stjórnir á einstökum sviðum félagsins. Fyrir komandi kjaraviðræður verði aðaláherslan á húsnæðismálin, þak á leiguverð og að halda vöxtum lágum. „Þess vegna skiptir miklu máli að halda utan um þetta. Passa upp á að húsnæðisverð vaði ekki upp úr öllu valdi og umfram allt að vextir í landinu haldist eins neðarlega og hægt er,“ segir Guðmundur Baldursson. Sólveig Anna Jónsdóttir vildi ekki veita viðtal að þessu sinni. Stefna framboðs hennar lægi frammi á Netinu. Hún muni þó ræða við fjölmiðla þegar nær dragi kosningum. Ólga innan Eflingar Kjaramál Stéttarfélög Tengdar fréttir Segir starfsfólk Eflingar óttaslegið um endurkomu Sólveigar „Ætlar hún að biðja starfsfólkið afsökunar ef hún kemur aftur? Hvernig ætlar hún að koma inn og stjórna vinnustaðnum? Hún verður að biðja starfsfólkið afsökunar á hegðun sinni af því að þetta endurspeglar ekki það sem hún ætlast til af fyrirtækjum og stofnunum úti í bæ.“ 2. febrúar 2022 06:34 Hættur trúnaðarstörfum fyrir Eflingu vegna ásakana um kynferðisofbeldi Stjórn Eflingar hefur móttekið afsögn Daníels Arnar Arnarssonar frá öllum trúnaðarstörfum fyrir stéttarfélagið. Þeta kemur fram í tilkynningu frá stjórninni en Daníel hefur verið sakaður um kynferðislegt ofbeldi. 31. janúar 2022 10:08 Fagnar framboði Sólveigar Önnu Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR fagnar mögulegri endurkomu Sólveigar Önnu Jónsdóttur en hún tilkynnti framboð sitt til formanns Eflingar fyrr í dag. 28. janúar 2022 20:30 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira
Framboðsfrestur til formennsku og meðstjórnenda í Eflingu rann út klukkan níu í morgun. Umboðsmenn framboða Sólveigar Önnu Jónsdóttur fyrrverandi formanns félagsins og Guðmundar Baldurssonar stjórnarmanns í félaginu lögðu fram framboðslista með meðmælendum. Framboð Sólveigar með tæplega fjögur hundruð meðmælendum og Guðmundar með 140 en að minnsta kosti 120 fullgildir félagar í Eflingu þurfa að mæla með framboði. Þá liggur fyrir framboð Ólafar Helgu Adolfsdóttur varaformanns félagsins að tillögu uppstillingarnefndar. Kosning fer fram dagana 9. til 15. febrúar. Guðmundur segist vilja stuðla að allt öðrum stjórnarháttum en tíðkuðust í formannstíð Sólveigar Önnu sem sagði af sér formennsku í lok október eftir stormasöm samskipti við starfsfólk á skrifstofu félagsins. Skrifstofan hafi nánast verið óstarfhæf. Guðmundur Baldursson segir mikilvægt að miðla réttum upplýsingum um stöðu mála á skrifstofu Eflingar til félagsmanna.Stöð 2/Egill Þú lagðir inn fyrirspurn hjá skrifstofunni á dögunum um kostnað við uppsagnir starfsmanna og fleira. Hvað leiddi sú fyrirspurn í ljós? „Hún leiddi í ljós alveg óheyrilega háar tölur. Ekki nokkrum einasta manni hefði dottið í hug hversu miklar fórnir hafa verið færðar þarna inni á skrifstofunni,“ segir Guðmundur. Löng veikindaleyfi, laun á uppsagnafresti og kostnaður við starfslokasamninga Sólveigar og Viðars Þorsteinssonar fyrrverandi framkvæmdastjóra hafi kostað félagið rúmar 128 milljónir króna. Um fjörutíu starfsmenn hafi horfið frá félaginu á tæpum fjórum árum. Kostnaður við uppsagnarfrest formanns og framkvæmdastjóra er meðtalinn í þessum tölum Guðmundur vill að grasrót félagsins komi að samningaviðræðum í gegnum fimm manna stjórnir á einstökum sviðum félagsins. Fyrir komandi kjaraviðræður verði aðaláherslan á húsnæðismálin, þak á leiguverð og að halda vöxtum lágum. „Þess vegna skiptir miklu máli að halda utan um þetta. Passa upp á að húsnæðisverð vaði ekki upp úr öllu valdi og umfram allt að vextir í landinu haldist eins neðarlega og hægt er,“ segir Guðmundur Baldursson. Sólveig Anna Jónsdóttir vildi ekki veita viðtal að þessu sinni. Stefna framboðs hennar lægi frammi á Netinu. Hún muni þó ræða við fjölmiðla þegar nær dragi kosningum.
Ólga innan Eflingar Kjaramál Stéttarfélög Tengdar fréttir Segir starfsfólk Eflingar óttaslegið um endurkomu Sólveigar „Ætlar hún að biðja starfsfólkið afsökunar ef hún kemur aftur? Hvernig ætlar hún að koma inn og stjórna vinnustaðnum? Hún verður að biðja starfsfólkið afsökunar á hegðun sinni af því að þetta endurspeglar ekki það sem hún ætlast til af fyrirtækjum og stofnunum úti í bæ.“ 2. febrúar 2022 06:34 Hættur trúnaðarstörfum fyrir Eflingu vegna ásakana um kynferðisofbeldi Stjórn Eflingar hefur móttekið afsögn Daníels Arnar Arnarssonar frá öllum trúnaðarstörfum fyrir stéttarfélagið. Þeta kemur fram í tilkynningu frá stjórninni en Daníel hefur verið sakaður um kynferðislegt ofbeldi. 31. janúar 2022 10:08 Fagnar framboði Sólveigar Önnu Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR fagnar mögulegri endurkomu Sólveigar Önnu Jónsdóttur en hún tilkynnti framboð sitt til formanns Eflingar fyrr í dag. 28. janúar 2022 20:30 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira
Segir starfsfólk Eflingar óttaslegið um endurkomu Sólveigar „Ætlar hún að biðja starfsfólkið afsökunar ef hún kemur aftur? Hvernig ætlar hún að koma inn og stjórna vinnustaðnum? Hún verður að biðja starfsfólkið afsökunar á hegðun sinni af því að þetta endurspeglar ekki það sem hún ætlast til af fyrirtækjum og stofnunum úti í bæ.“ 2. febrúar 2022 06:34
Hættur trúnaðarstörfum fyrir Eflingu vegna ásakana um kynferðisofbeldi Stjórn Eflingar hefur móttekið afsögn Daníels Arnar Arnarssonar frá öllum trúnaðarstörfum fyrir stéttarfélagið. Þeta kemur fram í tilkynningu frá stjórninni en Daníel hefur verið sakaður um kynferðislegt ofbeldi. 31. janúar 2022 10:08
Fagnar framboði Sólveigar Önnu Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR fagnar mögulegri endurkomu Sólveigar Önnu Jónsdóttur en hún tilkynnti framboð sitt til formanns Eflingar fyrr í dag. 28. janúar 2022 20:30