Sakar Arnþór um að kasta „skítabombum“ í stjórn SÁÁ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 4. febrúar 2022 10:42 Frosti segir árásir fjórmenninganna oft hafa verið persónulegs eðlis, líkt og þær árásir sem Þóra Kristín hefði talað um í gær. Vísir/Vilhelm Það ríkir alls ekkert stríðsástand innan SÁÁ, líkt og ætla mætti af fréttaflutningi síðustu daga, heldur hafa fjórir einstaklingar sem eiga sæti í 48 manna aðalstjórn samtakanna gert allt til að valda usla og gera allt starf framkvæmdastjórnarinnar tortryggilegt. Þetta sagði Frosti Logason útvarpsmaður, sem situr í framkvæmdastjórn SÁÁ, í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Frosti hóf mál sitt á því að segja mikilvægt að gera greinarmun á grasrótarsamtökunum SÁÁ annars vegar og meðferðarsviðinu hins vegar. Á meðferðarsviðinu væri unnið starf á heimsmælikvarða, undir styrkri stjórn Valgerðar Rúnarsdóttur. „Þar gengur allt sinn vanagang, það er ekkert búið að ganga neitt á þar,“ sagði Frosti. „Grasrótarstjórn“ SÁÁ, hin 48 manna stjórn, og níu manna framkvæmdastjórn hefðu ekkert með meðferðarsviðið að gera. Einar Hermannsson, sem sagði af sér sem formaður SÁÁ á dögunum, hefði til að mynda engin afskipti haft af meðferðarhluta samtakanna. Stjórnin sinnti eingöngu verkefnum á borð við stefnumótunarvinnu og fjáröflun. Gamla forystan ósátt og ekki linnt látum Frosti sagðist hafa komið inn í samtökin fyrir tveimur árum, „þegar það logaði allt stafnanna á milli“. „Þá hafði þáverandi framkvæmdastjórn, sem sprakk í loft upp, farið að vasast inn á meðferðarsviðið og farið að reka þar sálfræðinga. Og Valgerður Rúnarsdóttir; það var algjörlega traðkað yfir hana með ofbeldi og yfirgangi og hún neyddist til að segja starfi sínu lausu. Starfsfólkið var bara skíthrætt og það var allt í lamasessi,“ segir Frosti. Hópur fólks, sem vildi gera vel fyrir SÁÁ, hefði þá tekið sig saman um að gera eitthvað í málunum. Frosti segist hafa verið einn þeirra sem bauð sig fram, enda hefðu samtökin bjargað lífi hans á sínum tíma, en hann hefði engan þekkt í nýrri framkvæmdastjórn né tilheyrt neinni klíku. „Ég kynnist þessu fólki bara á þessum fundum og við erum bara að vinna þarna af heilum hug og okkur hefur gengið það alveg ótrúlega vel. En síðan þá var náttúrulega ákveðinn hópur sem fór frá í þessari svokölluðu „hallarbyltingu“ sem var ósáttur. Sem hafði stjórna þarna árum og áratugum saman áður. Og sá hópur hefur allar götur síðan ekki linnt látum; verið með linnulausar árásir á alla 48 manna stjórnina, því það eru engin stríðsátök innan SÁÁ. Það þarf að taka það fram: það eru engin stríðsátök innan SÁÁ. Í 48 manna stjórninni eru einungis fjórir aðilar sem tilheyra þessum gamla hóp og þeir eru með þessar linnulausu árásir. „Við erum orðin frekar þreytt á þessu“ Frosti segir hina níu manna framkvæmdastjórn gríðarlega samheldinn hóp en hann verði fyrir stöðugum árásum, meðal annars í formi tölvupósta, undir forystu fyrrverandi formanns SÁÁ. Arnþór Jónsson, fyrrverandi formaður SÁÁ. Umræddur fyrrverandi formaður er Arnþór Jónsson, sem sagði sig úr stjórninni í morgun. „Hann hefur hent í okkur hverri skítabombunni á fætur annarri allan þennan tíma,“ segir Frosti, „gert tölur frá okkur tortryggilegar, rengt ársreikninga... you name it. Og öll 48 manna stjórnin sér þessa pósta. Við erum orðin frekar þreytt á þessu, ég verð að viðurkenna það.“ Frosti sagði fregnir af athugasemdum Sjúkratrygginga og mögulegri lögreglurannsókn hafa komið inn á borð stjórnar í gegnum Arnþór og kallaði eftir stjórnsýsluúttekt á samskiptum Sjúkratrygginga og SÁÁ og málinu öllu. Útvarpsmaðurinn sagði einnig að Arnþór hefði síðan orðið til þess að Þóra Kristín Ásgeirsdóttir hefði ákveðið að bjóða sig ekki fram til formanns samtakanna. Frosti sagði óvirka alkóhólista skiptast í tvo hópa; þá sem væru í bata og lifðu í auðmýkt og hina sem væru að fara áfram á hnefunum, fullir gremju. Arnþór væri í síðarnefnda hópnum. Þegar umræðan barst að því hvort ríkið ætti hreinlega að taka við rekstrinum hjá SÁÁ sagði Frosti það alls ekki fýsilega lausn og ítrekaði það sem áður var fram komið. „Það logar ekki allt í átökum SÁÁ. Það eru einungis fjórir aðilar í 48 manna stjórn sem eru leifar af þessari gömlu stjórn sem gerði allt vitlaust hérna fyrir tveimur árum síðan. Annars er einhugur og samheldni innan stjórnarinnar og það vandamálin eru ekki jafn stór og lítur út fyrir í fjölmiðlum.“ Þess ber að geta að Frosti er starfsmaður Sýnar, sem á Vísi. Ólga innan SÁÁ Fíkn Félagasamtök Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Innlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Fleiri fréttir Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Sjá meira
Þetta sagði Frosti Logason útvarpsmaður, sem situr í framkvæmdastjórn SÁÁ, í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Frosti hóf mál sitt á því að segja mikilvægt að gera greinarmun á grasrótarsamtökunum SÁÁ annars vegar og meðferðarsviðinu hins vegar. Á meðferðarsviðinu væri unnið starf á heimsmælikvarða, undir styrkri stjórn Valgerðar Rúnarsdóttur. „Þar gengur allt sinn vanagang, það er ekkert búið að ganga neitt á þar,“ sagði Frosti. „Grasrótarstjórn“ SÁÁ, hin 48 manna stjórn, og níu manna framkvæmdastjórn hefðu ekkert með meðferðarsviðið að gera. Einar Hermannsson, sem sagði af sér sem formaður SÁÁ á dögunum, hefði til að mynda engin afskipti haft af meðferðarhluta samtakanna. Stjórnin sinnti eingöngu verkefnum á borð við stefnumótunarvinnu og fjáröflun. Gamla forystan ósátt og ekki linnt látum Frosti sagðist hafa komið inn í samtökin fyrir tveimur árum, „þegar það logaði allt stafnanna á milli“. „Þá hafði þáverandi framkvæmdastjórn, sem sprakk í loft upp, farið að vasast inn á meðferðarsviðið og farið að reka þar sálfræðinga. Og Valgerður Rúnarsdóttir; það var algjörlega traðkað yfir hana með ofbeldi og yfirgangi og hún neyddist til að segja starfi sínu lausu. Starfsfólkið var bara skíthrætt og það var allt í lamasessi,“ segir Frosti. Hópur fólks, sem vildi gera vel fyrir SÁÁ, hefði þá tekið sig saman um að gera eitthvað í málunum. Frosti segist hafa verið einn þeirra sem bauð sig fram, enda hefðu samtökin bjargað lífi hans á sínum tíma, en hann hefði engan þekkt í nýrri framkvæmdastjórn né tilheyrt neinni klíku. „Ég kynnist þessu fólki bara á þessum fundum og við erum bara að vinna þarna af heilum hug og okkur hefur gengið það alveg ótrúlega vel. En síðan þá var náttúrulega ákveðinn hópur sem fór frá í þessari svokölluðu „hallarbyltingu“ sem var ósáttur. Sem hafði stjórna þarna árum og áratugum saman áður. Og sá hópur hefur allar götur síðan ekki linnt látum; verið með linnulausar árásir á alla 48 manna stjórnina, því það eru engin stríðsátök innan SÁÁ. Það þarf að taka það fram: það eru engin stríðsátök innan SÁÁ. Í 48 manna stjórninni eru einungis fjórir aðilar sem tilheyra þessum gamla hóp og þeir eru með þessar linnulausu árásir. „Við erum orðin frekar þreytt á þessu“ Frosti segir hina níu manna framkvæmdastjórn gríðarlega samheldinn hóp en hann verði fyrir stöðugum árásum, meðal annars í formi tölvupósta, undir forystu fyrrverandi formanns SÁÁ. Arnþór Jónsson, fyrrverandi formaður SÁÁ. Umræddur fyrrverandi formaður er Arnþór Jónsson, sem sagði sig úr stjórninni í morgun. „Hann hefur hent í okkur hverri skítabombunni á fætur annarri allan þennan tíma,“ segir Frosti, „gert tölur frá okkur tortryggilegar, rengt ársreikninga... you name it. Og öll 48 manna stjórnin sér þessa pósta. Við erum orðin frekar þreytt á þessu, ég verð að viðurkenna það.“ Frosti sagði fregnir af athugasemdum Sjúkratrygginga og mögulegri lögreglurannsókn hafa komið inn á borð stjórnar í gegnum Arnþór og kallaði eftir stjórnsýsluúttekt á samskiptum Sjúkratrygginga og SÁÁ og málinu öllu. Útvarpsmaðurinn sagði einnig að Arnþór hefði síðan orðið til þess að Þóra Kristín Ásgeirsdóttir hefði ákveðið að bjóða sig ekki fram til formanns samtakanna. Frosti sagði óvirka alkóhólista skiptast í tvo hópa; þá sem væru í bata og lifðu í auðmýkt og hina sem væru að fara áfram á hnefunum, fullir gremju. Arnþór væri í síðarnefnda hópnum. Þegar umræðan barst að því hvort ríkið ætti hreinlega að taka við rekstrinum hjá SÁÁ sagði Frosti það alls ekki fýsilega lausn og ítrekaði það sem áður var fram komið. „Það logar ekki allt í átökum SÁÁ. Það eru einungis fjórir aðilar í 48 manna stjórn sem eru leifar af þessari gömlu stjórn sem gerði allt vitlaust hérna fyrir tveimur árum síðan. Annars er einhugur og samheldni innan stjórnarinnar og það vandamálin eru ekki jafn stór og lítur út fyrir í fjölmiðlum.“ Þess ber að geta að Frosti er starfsmaður Sýnar, sem á Vísi.
Ólga innan SÁÁ Fíkn Félagasamtök Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Innlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Fleiri fréttir Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Sjá meira