Skimun fyrir krabbameini í ristli og endaþarmi hefst á næsta ári Hólmfríður Gísladóttir skrifar 4. febrúar 2022 11:43 Ágúst segir skimunarverkefnið einnig munu verða til þess að fólk verður upplýstara um krabbamein í ristli og endaþarmi. Á myndinni má sjá heilbrigðan ristil. Getty Skimun fyrir krabbameini í ristli og endaþarmi hefst á næsta ári. Þetta segir yfirlæknir Samhæfingastöðvar krabbameinsskimana hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu. Vinna við undirbúning skimanaverkefnisins hefst í mars. Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélags Íslands, benti á það í grein sem birtist á Vísi í morgun að þrátt fyrir yfirlýsingar yfirvalda hefði ítrekað dregist að hefja skipulagða skimun fyir krabbameini í ristli og endaþarmi. „Það veldur því að meiri hætta er á að slík mein þróist hjá hópum í samfélaginu semekki hafa sjálfir frumkvæði að fyrirbyggjandi ristilspeglunum. Í Áttavitanum, nýlegri rannsókn Krabbameinsfélagsins komu fram athyglisverðar niðurstöður sem sýndu að karlar leituðu mun síðar en konur til læknis vegna einkenna sem síðar mátti rekja til krabbameins. Í sömu rannsókn kom í ljós að körlum var í mun minna mæli en konum ráðlagt að hafa einhvern með sér í viðtöl til heilbrigðisstarfsfólks,“ sagði Halla. Ágúst Ingi Ágústsson, yfiræknir Samhæfingarstöðvarinnar og fyrrverandi yfirlæknir hjá KÍ, segist hjartanlega sammála Höllu. Ágúst Ingi Ágústsson yfirlæknir Samhæfingarstöðvar krabbameinsskimana. Hann segir rannsóknir sýna að skimun fyrir krabbameini í ristli og endaþarmi bjargi lífum. „Þetta er náttúrulega búið að taka alltof langan tíma miðað við hvað það er búið að undirbúa þetta mikið og miðað við þær ákvarðanir sem þegar hafa verið teknar,“ segir hann. „En auðvitað þarf að gera þetta vel þannig að til að skapa ekki óraunhæfar væntingar þá verðum við að segja að þetta hefjist á næsta ári.“ Hægðapróf og ristilspeglun Í mars tekur til starfa verkefnastjóri sem mun leiða undirbúningsvinnuna en margir munu koma að verkefninu; Landspítalinn, embætti landlæknis, stjórnvöld og ekki síst sérfræðingar á borð við meltingalækna. Samhæfingastöðin mun halda utan um verkefnið. Ágúst segist sannfærður um að þegar undirbúningurinn fyrir framkvæmdina fari af stað nú í mars verði ekki frekari tafir á verkefninu. Aðspurður segist hann telja búið að fjármagna það að fullu. Enn á hins vegar eftir að útfæra og samþykkja verklagsreglur og hvernig gæðaeftirliti verður háttað. Þá á eftir að ákveða nákvæmlega hverjum verður boðið í skimun og hverjir sjá um hana. „Það verður að öllum líkindum farin blönduð leið,“ segir Ágúst. „Það verða gerðar svokallaðar hægðarannsóknir, leit að blóði í hægðum, og það er þá bara „kit“ sem fólk fær sent heim og er svo sent inn til rannsóknar. Þær verða á Landspítalanum. Síðan verður einhver ákveðinn hópur sem fær boð í ristilspeglun og það er eitt af því sem á eftir að kortleggja; hverjir það verða,“ segir hann. Spurður að því hvort afbrigðilegt sýni úr hægðarannsókn verði forsenda boðs í ristilspeglun segir Ágúst að öllum sem fá jákvæða niðurstöðu verði að sjálfsögðu boðið í speglum en líklega einhverjum hópi til viðbótar. Hvernig hann verður afmarkaður, eftir aldri eða öðrum forsendum, á eftir að koma í ljós. „Það er eitthvað sem þarf að ákveða og við leggjum áherslu á að það verði gert á faglegum forsendum og að þeir sem þekkja best til hafi eitthvað um það að segja.“ Heilbrigðismál Heilsugæsla Skimun fyrir krabbameini Landspítalinn Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Fleiri fréttir Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Sjá meira
Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélags Íslands, benti á það í grein sem birtist á Vísi í morgun að þrátt fyrir yfirlýsingar yfirvalda hefði ítrekað dregist að hefja skipulagða skimun fyir krabbameini í ristli og endaþarmi. „Það veldur því að meiri hætta er á að slík mein þróist hjá hópum í samfélaginu semekki hafa sjálfir frumkvæði að fyrirbyggjandi ristilspeglunum. Í Áttavitanum, nýlegri rannsókn Krabbameinsfélagsins komu fram athyglisverðar niðurstöður sem sýndu að karlar leituðu mun síðar en konur til læknis vegna einkenna sem síðar mátti rekja til krabbameins. Í sömu rannsókn kom í ljós að körlum var í mun minna mæli en konum ráðlagt að hafa einhvern með sér í viðtöl til heilbrigðisstarfsfólks,“ sagði Halla. Ágúst Ingi Ágústsson, yfiræknir Samhæfingarstöðvarinnar og fyrrverandi yfirlæknir hjá KÍ, segist hjartanlega sammála Höllu. Ágúst Ingi Ágústsson yfirlæknir Samhæfingarstöðvar krabbameinsskimana. Hann segir rannsóknir sýna að skimun fyrir krabbameini í ristli og endaþarmi bjargi lífum. „Þetta er náttúrulega búið að taka alltof langan tíma miðað við hvað það er búið að undirbúa þetta mikið og miðað við þær ákvarðanir sem þegar hafa verið teknar,“ segir hann. „En auðvitað þarf að gera þetta vel þannig að til að skapa ekki óraunhæfar væntingar þá verðum við að segja að þetta hefjist á næsta ári.“ Hægðapróf og ristilspeglun Í mars tekur til starfa verkefnastjóri sem mun leiða undirbúningsvinnuna en margir munu koma að verkefninu; Landspítalinn, embætti landlæknis, stjórnvöld og ekki síst sérfræðingar á borð við meltingalækna. Samhæfingastöðin mun halda utan um verkefnið. Ágúst segist sannfærður um að þegar undirbúningurinn fyrir framkvæmdina fari af stað nú í mars verði ekki frekari tafir á verkefninu. Aðspurður segist hann telja búið að fjármagna það að fullu. Enn á hins vegar eftir að útfæra og samþykkja verklagsreglur og hvernig gæðaeftirliti verður háttað. Þá á eftir að ákveða nákvæmlega hverjum verður boðið í skimun og hverjir sjá um hana. „Það verður að öllum líkindum farin blönduð leið,“ segir Ágúst. „Það verða gerðar svokallaðar hægðarannsóknir, leit að blóði í hægðum, og það er þá bara „kit“ sem fólk fær sent heim og er svo sent inn til rannsóknar. Þær verða á Landspítalanum. Síðan verður einhver ákveðinn hópur sem fær boð í ristilspeglun og það er eitt af því sem á eftir að kortleggja; hverjir það verða,“ segir hann. Spurður að því hvort afbrigðilegt sýni úr hægðarannsókn verði forsenda boðs í ristilspeglun segir Ágúst að öllum sem fá jákvæða niðurstöðu verði að sjálfsögðu boðið í speglum en líklega einhverjum hópi til viðbótar. Hvernig hann verður afmarkaður, eftir aldri eða öðrum forsendum, á eftir að koma í ljós. „Það er eitthvað sem þarf að ákveða og við leggjum áherslu á að það verði gert á faglegum forsendum og að þeir sem þekkja best til hafi eitthvað um það að segja.“
Heilbrigðismál Heilsugæsla Skimun fyrir krabbameini Landspítalinn Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Fleiri fréttir Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Sjá meira