Segja Rússa „70 prósent tilbúna“ til innrásar Vésteinn Örn Pétursson skrifar 6. febrúar 2022 08:37 Sérsveit úkraínska þjóðvarðaliðsins æfir krísuástand vegna innrásar skammt frá yfirgefnu borginni Pripyat, í norðurhluta Úkraínu. AP/Mykola Tymchenko Rússland hefur nú náð að byggja upp um 70 prósent af því hernaðarlega afli sem þarf til þess að geta ráðist af fullum mætti inn í Úkraínu, að mati bandarískra embættismanna. Þeir búast við að Rússar styrki sig enn frekar á næstu dögum. Frá þessu greinir breska ríkisútvarpið og hefur eftir tveimur, ónafngreindum embættismönnum á vegum Bandaríkjastjórnar. Þeir ræddu við fjölmiðla með skilyrði um nafnleynd, en þeir færðu engar sönnur á þessa fullyrðingu sína. Talið er að um 100 þúsund Rússneskir hermenn séu nú við landamæri Rússlands að Úkraínu, en Rússland hefur ítrekað hafnað því að til standi að ráðast inn í nágrannaríki sitt í vestri. Embættismennirnir segja hins vegar að frá miðjum febrúar megi búast við því að jörð frjósi á svæðinu, sem geri Rússaher kleift að flytja enn meira af þungum hergögnum að landamærunum. Embættismennirnir sögðust byggja þetta mat sitt á upplýsingum og gögnum sem stjórnvöld hefðu safnað, en vildi ekki segja nánar frá því um hvaða gögn væri að ræða, þar sem þau væru viðkvæm. Rússar segja heræfing Embættismennirnir eru þá sagðir hafa varað við því að innrás Rússa í Úkraínu gæti kostað allt að 50 þúsund almenna borgara lífið. Þá kynni Kíev, höfuðborg Úkraínu, að falla í hendur innrásarhersins eftir aðeins nokkra daga. Í kjölfarið tæki við flóttamannakrísa í Evrópu þar sem milljónir myndu reyna að flýja frá Úkraínu. Bandaríkjamenn hafa bætt við herafla sinn í Póllandi, til þess að styrkja varnir ríkja Atlantshafsbandalagsins ef til átaka kemur. Þannig lenti fyrsti hópur hermannanna í Rzeszów, í suðausturhluta Póllands, í gær. Stjórn Bidens Bandaríkjaforseta hefur tilkynnt að 3.000 hermenn í heildina verði sendir til Austur-Evrópu. Rússar hafa aftur á móti sagt að viðvera hermanna þeirra við landamærin sé eingöngu vegna heræfinga, en úkraínsk stjórnvöld og bandamenn þeirra í vestri taka því með miklum fyrirvara, og telja Rússa undirbúa mögulega innrás. Rússland Bandaríkin Úkraína NATO Pólland Átök í Úkraínu Tengdar fréttir Telja Rússa undirbúa myndband sem átyllu fyrir innrás Embættismenn innan bandaríska njósnakerfisins telja að Rússar séu nú að undirbúa það að útbúa átyllu fyrir innrás í Úkraínu, þar á meðal tilbúið myndband sem sýni árás af hálfu Úkraínumanna. 3. febrúar 2022 23:01 Segir rússneskum hermönnum í Hvíta-Rússlandi hafa fjölgað hratt Her Rússlands hefur flutt um þrjátíu þúsund hermenn og nútímavopn til Hvíta-Rússlands á undanförnum dögum. Þetta eru stærstu mannaflutningar Rússa til Hvíta-Rússlands frá tímum Sovétríkjanna, samkvæmt Jens Stoltenberg, yfirmanni Atlantshafsbandalagsins. 3. febrúar 2022 12:02 Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Erlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Fleiri fréttir Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Sjá meira
Frá þessu greinir breska ríkisútvarpið og hefur eftir tveimur, ónafngreindum embættismönnum á vegum Bandaríkjastjórnar. Þeir ræddu við fjölmiðla með skilyrði um nafnleynd, en þeir færðu engar sönnur á þessa fullyrðingu sína. Talið er að um 100 þúsund Rússneskir hermenn séu nú við landamæri Rússlands að Úkraínu, en Rússland hefur ítrekað hafnað því að til standi að ráðast inn í nágrannaríki sitt í vestri. Embættismennirnir segja hins vegar að frá miðjum febrúar megi búast við því að jörð frjósi á svæðinu, sem geri Rússaher kleift að flytja enn meira af þungum hergögnum að landamærunum. Embættismennirnir sögðust byggja þetta mat sitt á upplýsingum og gögnum sem stjórnvöld hefðu safnað, en vildi ekki segja nánar frá því um hvaða gögn væri að ræða, þar sem þau væru viðkvæm. Rússar segja heræfing Embættismennirnir eru þá sagðir hafa varað við því að innrás Rússa í Úkraínu gæti kostað allt að 50 þúsund almenna borgara lífið. Þá kynni Kíev, höfuðborg Úkraínu, að falla í hendur innrásarhersins eftir aðeins nokkra daga. Í kjölfarið tæki við flóttamannakrísa í Evrópu þar sem milljónir myndu reyna að flýja frá Úkraínu. Bandaríkjamenn hafa bætt við herafla sinn í Póllandi, til þess að styrkja varnir ríkja Atlantshafsbandalagsins ef til átaka kemur. Þannig lenti fyrsti hópur hermannanna í Rzeszów, í suðausturhluta Póllands, í gær. Stjórn Bidens Bandaríkjaforseta hefur tilkynnt að 3.000 hermenn í heildina verði sendir til Austur-Evrópu. Rússar hafa aftur á móti sagt að viðvera hermanna þeirra við landamærin sé eingöngu vegna heræfinga, en úkraínsk stjórnvöld og bandamenn þeirra í vestri taka því með miklum fyrirvara, og telja Rússa undirbúa mögulega innrás.
Rússland Bandaríkin Úkraína NATO Pólland Átök í Úkraínu Tengdar fréttir Telja Rússa undirbúa myndband sem átyllu fyrir innrás Embættismenn innan bandaríska njósnakerfisins telja að Rússar séu nú að undirbúa það að útbúa átyllu fyrir innrás í Úkraínu, þar á meðal tilbúið myndband sem sýni árás af hálfu Úkraínumanna. 3. febrúar 2022 23:01 Segir rússneskum hermönnum í Hvíta-Rússlandi hafa fjölgað hratt Her Rússlands hefur flutt um þrjátíu þúsund hermenn og nútímavopn til Hvíta-Rússlands á undanförnum dögum. Þetta eru stærstu mannaflutningar Rússa til Hvíta-Rússlands frá tímum Sovétríkjanna, samkvæmt Jens Stoltenberg, yfirmanni Atlantshafsbandalagsins. 3. febrúar 2022 12:02 Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Erlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Fleiri fréttir Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Sjá meira
Telja Rússa undirbúa myndband sem átyllu fyrir innrás Embættismenn innan bandaríska njósnakerfisins telja að Rússar séu nú að undirbúa það að útbúa átyllu fyrir innrás í Úkraínu, þar á meðal tilbúið myndband sem sýni árás af hálfu Úkraínumanna. 3. febrúar 2022 23:01
Segir rússneskum hermönnum í Hvíta-Rússlandi hafa fjölgað hratt Her Rússlands hefur flutt um þrjátíu þúsund hermenn og nútímavopn til Hvíta-Rússlands á undanförnum dögum. Þetta eru stærstu mannaflutningar Rússa til Hvíta-Rússlands frá tímum Sovétríkjanna, samkvæmt Jens Stoltenberg, yfirmanni Atlantshafsbandalagsins. 3. febrúar 2022 12:02