Boris Johnson og laun bankastjóra Landsbankans – Slæm fyrir stöðugleika Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 7. febrúar 2022 08:01 Boris Johnson hefur undanfarið fengið miklar skammir fyrir að hafa að brotið sóttvarnarreglur og farið í ófá partý á meðan samlandar hans þurftu að halda sig heima vegna sóttvarnaaðgerða. En af hverju eru Bretar að æsa sig yfir því að Boris fór að skemmta sér? Einn maður er ekki að fara hafa mikil áhrif á útbreiðslu Covid í Bretlandi. Nei, samstaða þjóðarinnar er mikilvægari segja Bretar. Það er betri að skamma Boris, jafnvel losna við hann, heldur en að taka sénsinn á því að aðrir feti í fótspor hans. En hvað tengist þetta bankastjóra Landsbankans? Laun stjórnenda eru fordæmisgefandi Kjarninn greindi nýlega frá því að laun bankastjóra Landsbankans hefðu hækkað ríkulega seinustu ár. Árið 2021 fékk bankastjórinn 7% launahækkun en alls hafa launin hækkað um 82% á tímabilinu 2018-2021, eða frá 2,1 m.kr á mánuði upp í 3,8 m.kr. Ég ætla ekki að deila á fjárhæðirnar sjálfar, læt nægja að benda þessa grein sem ég skrifaði um slíkt, en ég má til með að deila á að ríkið átti sig ekki á hvað slíkar launahækkanir eru hrikalega slæmt fordæmi á tímum þar sem verkalýðsfélögum er sagt að halda að sér höndum í nafni stöðugleika (sem er alltaf). Rétt eins og með sóttvarnarbrot Boris Johnson þá hefur launahækkun eins stjórnenda gott sem engin bein áhrif á ríkiskassann eða stöðugleika. En það er alveg ljóst að launahækkanir hjá fólki sem þegar hefur það margfalt betra en flest allir aðrir landsmenn eru ekki til þess fallnar að mynda samstöðu um hófsamar launakröfur. Ég vil taka fram að það er ekkert skrítið að bankastjórinn vilji launahækkun, hver vill það ekki. Það er hinsvegar skrítið að ríkið, eigandi bankans, veiti launahækkunina. Það er einnig mjög skrítið að ríkisstjórnin, Samtök atvinnulífsins, Viðskiptaráð, Seðlabankastjóri og aðrir sem eru duglegir að segja láglaunafólki að hafa sig hæg taki ekki allar svona fréttir alvarlega og deili harðlega á þær. Þessir aðilar sem tala fyrir stöðugleika í landinu vita vel að eitt slæmt fordæmi getur stefnt því öllu í hættu. Svo ef þeim er alvara með tali sínu, ef þeim er sannarlega annt um stöðugleika en ekki bara að ætla öðrum ábyrgð sem þau sjálf vilja ekki sér og sínum, þá verður að deila miklu harðar á aðgerðir þeirra sem eru á toppi pýramídans. Annars má öllum vera ljóst að tal þeirra um stöðugleika eru innantóm orð sem engin í undirstöðum pýramídans mun hlusta á. Höfundur er viðskiptafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haukur V. Alfreðsson Bretland Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Sjá meira
Boris Johnson hefur undanfarið fengið miklar skammir fyrir að hafa að brotið sóttvarnarreglur og farið í ófá partý á meðan samlandar hans þurftu að halda sig heima vegna sóttvarnaaðgerða. En af hverju eru Bretar að æsa sig yfir því að Boris fór að skemmta sér? Einn maður er ekki að fara hafa mikil áhrif á útbreiðslu Covid í Bretlandi. Nei, samstaða þjóðarinnar er mikilvægari segja Bretar. Það er betri að skamma Boris, jafnvel losna við hann, heldur en að taka sénsinn á því að aðrir feti í fótspor hans. En hvað tengist þetta bankastjóra Landsbankans? Laun stjórnenda eru fordæmisgefandi Kjarninn greindi nýlega frá því að laun bankastjóra Landsbankans hefðu hækkað ríkulega seinustu ár. Árið 2021 fékk bankastjórinn 7% launahækkun en alls hafa launin hækkað um 82% á tímabilinu 2018-2021, eða frá 2,1 m.kr á mánuði upp í 3,8 m.kr. Ég ætla ekki að deila á fjárhæðirnar sjálfar, læt nægja að benda þessa grein sem ég skrifaði um slíkt, en ég má til með að deila á að ríkið átti sig ekki á hvað slíkar launahækkanir eru hrikalega slæmt fordæmi á tímum þar sem verkalýðsfélögum er sagt að halda að sér höndum í nafni stöðugleika (sem er alltaf). Rétt eins og með sóttvarnarbrot Boris Johnson þá hefur launahækkun eins stjórnenda gott sem engin bein áhrif á ríkiskassann eða stöðugleika. En það er alveg ljóst að launahækkanir hjá fólki sem þegar hefur það margfalt betra en flest allir aðrir landsmenn eru ekki til þess fallnar að mynda samstöðu um hófsamar launakröfur. Ég vil taka fram að það er ekkert skrítið að bankastjórinn vilji launahækkun, hver vill það ekki. Það er hinsvegar skrítið að ríkið, eigandi bankans, veiti launahækkunina. Það er einnig mjög skrítið að ríkisstjórnin, Samtök atvinnulífsins, Viðskiptaráð, Seðlabankastjóri og aðrir sem eru duglegir að segja láglaunafólki að hafa sig hæg taki ekki allar svona fréttir alvarlega og deili harðlega á þær. Þessir aðilar sem tala fyrir stöðugleika í landinu vita vel að eitt slæmt fordæmi getur stefnt því öllu í hættu. Svo ef þeim er alvara með tali sínu, ef þeim er sannarlega annt um stöðugleika en ekki bara að ætla öðrum ábyrgð sem þau sjálf vilja ekki sér og sínum, þá verður að deila miklu harðar á aðgerðir þeirra sem eru á toppi pýramídans. Annars má öllum vera ljóst að tal þeirra um stöðugleika eru innantóm orð sem engin í undirstöðum pýramídans mun hlusta á. Höfundur er viðskiptafræðingur.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun