Arionbanki ræðst að leigjendum Gunnar Smári Egilsson skrifar 9. febrúar 2022 12:30 Á Facebook er hópur sem heitir Leiga, hópur sem varð til vegna vanþroska íslensks leigumarkaðar við að aðstoða fólk í húsnæðisleit. Arionbanki náði síðan undir sig þessum hópi í gegnum dótturfyrirtæki sitt Leiguskjól, enn eitt fyrirtækið sem vill græða á neyð leigjenda á leigumarkaði, markaði sem stjórnvöld hafa svikist um að regluvæða og móta. Leigjandinn Guðmundur Hrafn Arngrímsson er leigjandi sem í haust tók þátt í að endurreisa Samtök leigjenda á Íslandi og er þar gjaldkeri í stjórn. Hann heldur úti vikulegu vídeó-hlaðvarpi um leigumarkaðinn hér heima og baráttu leigjenda um allan heim. Þetta er magnað starf hjá Guðmundi Hrafni sem dregur fram hversu mikil áhrif samstillt barátta leigjenda hefur haft víða um heim og getur þar af leiðandi haft hérlendis. Hér má nálgast þættina: Leigjandinn. Guðmundur Hrafn hefur verið meðlimur í hópnum Leiga lengi og tekið þar þátt í umræðu. Sem skiljanlega snýst oft um okurverð, enda er það helsta einkenni markaðarins. Þetta er markaður þar sem um 30 þúsund fjölskyldur eru dæmdar til að færa leigusala sínum hverja einustu krónu sem þær hafa aflögu og margar fjölskyldur meira en það. Okur á leigumarkaði er helsta ástæða fátæktar á Íslandi. Okrið er það einstaka mál sem veldur mestum efnahagslegum skaða hjá fjölskyldum með meðaltekjur og þar undir. Þetta er efnahagslegur svarti dauði og okrararnir eru rotturnar sem bera hann út. Kúgarinn Þrátt fyrir að vera annálaður heiðursmaður í samskiptum og kurteis með afbrigðum í viðræðum hafa senditíkur Arionsbanka nú hent Guðmundi Hrafni út úr hópnum Leiga og sett hann þar í bann, eins og hann sé sakamaður dæmdur til útlegðar. Ástæðan er að í gær settiu Samtök leigjenda á Íslandi fram reiknivél viðmiðunarverðs leigu, sem sýndi hvert eðlilegt leiguverð og okurmörk væru á siðuðum leigumarkaði þar sem félagasamtök og þolinmótt fjármagn mótuðu markaðinn en ekki blóðsugur, okrarar og braskarar, sem njóta serstaks stuðnings stjórnvalda; ríkisstjórnar sem og sveitastjórna. Reiknivélin má nálgast hér: Reiknivél viðmiðunarverðs. Svona reiknivélar eru í öllum siðuðum löndum mikilvægt tæki til að hemja okrið og innleiða siðaðri viðskiptahætti inn á húsnæðismarkað, sem alls staðar er litið á sem sérstakan markað með einstaka vöru. Alls staðar er litið svo á að húsnæði sé ekki eins og hver önnur markaðsvara heldur lífsnauðsyn sem allt fólk á rétt á. Það eru mannréttindi að hafa aðgengi að öruggu og ódýru húsnæði. Það er forsenda skaplegs samfélags. Þannig er litið á málið um allan heim. Nema á Íslandi. Hér hefur okrurunum verið sigað á leigjendur. Og stjórnvöld hvetja þá áfram, taka skýra afstöðu um að þau séu með okrurum í liði en ekki leigjendum. Átökin Svona eru átökin í íslensku samfélagi. Þegar leigjendur rísa upp gegn kúgurum sínum þá nota þau, sem hagnast á stjórnlausum leigumarkaði, afl sitt til að berja þá niður. Markmiðið er að siða þá til; einangra forystufólkið, rægja það þar sem það getur ekki varið sig; berja það niður svo annað fólk hrökkvi við og veigri sér við að taka þátt í réttlætisbaráttunni. Samfélag þar sem Arionbanki, okurstofnun sem hefur það að markmiði að soga 80 milljarða króna upp úr íslensku samfélagi og færa eigendum sínum, beitir afli sínu til að þagga niður í Guðmundi Hrafni Arngrímssyni, einstaklingi úti í bæ sem á enga sjóði, leigjenda sem berst fyrir mesta réttlætismáli okkar tíma, að leigjendur sameinist gegn því óréttlæti sem þeir eru beittir; samfélag sem lætur svona nokkuð viðgangast er illt samfélag og getur ekkert annað en versnað. Ef þið viljið styðja Guðmund Hrafn og leigjendur ættuð þið að ganga út úr þessari áróðursgrúbbu Arionbanka á Facebook, ef þið eruð þar. Og þið líka ættuð að ganga í Samtök leigjenda til að styðja baráttu Guðmundar Hrafns og allra leigjenda. Það má gera hér: Skráning. Höfundur er leigjandi og ritari stjórnar Samtaka leigjenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Smári Egilsson Leigumarkaður Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Halldór 20.07.2023 Halldór Skoðun Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Á Facebook er hópur sem heitir Leiga, hópur sem varð til vegna vanþroska íslensks leigumarkaðar við að aðstoða fólk í húsnæðisleit. Arionbanki náði síðan undir sig þessum hópi í gegnum dótturfyrirtæki sitt Leiguskjól, enn eitt fyrirtækið sem vill græða á neyð leigjenda á leigumarkaði, markaði sem stjórnvöld hafa svikist um að regluvæða og móta. Leigjandinn Guðmundur Hrafn Arngrímsson er leigjandi sem í haust tók þátt í að endurreisa Samtök leigjenda á Íslandi og er þar gjaldkeri í stjórn. Hann heldur úti vikulegu vídeó-hlaðvarpi um leigumarkaðinn hér heima og baráttu leigjenda um allan heim. Þetta er magnað starf hjá Guðmundi Hrafni sem dregur fram hversu mikil áhrif samstillt barátta leigjenda hefur haft víða um heim og getur þar af leiðandi haft hérlendis. Hér má nálgast þættina: Leigjandinn. Guðmundur Hrafn hefur verið meðlimur í hópnum Leiga lengi og tekið þar þátt í umræðu. Sem skiljanlega snýst oft um okurverð, enda er það helsta einkenni markaðarins. Þetta er markaður þar sem um 30 þúsund fjölskyldur eru dæmdar til að færa leigusala sínum hverja einustu krónu sem þær hafa aflögu og margar fjölskyldur meira en það. Okur á leigumarkaði er helsta ástæða fátæktar á Íslandi. Okrið er það einstaka mál sem veldur mestum efnahagslegum skaða hjá fjölskyldum með meðaltekjur og þar undir. Þetta er efnahagslegur svarti dauði og okrararnir eru rotturnar sem bera hann út. Kúgarinn Þrátt fyrir að vera annálaður heiðursmaður í samskiptum og kurteis með afbrigðum í viðræðum hafa senditíkur Arionsbanka nú hent Guðmundi Hrafni út úr hópnum Leiga og sett hann þar í bann, eins og hann sé sakamaður dæmdur til útlegðar. Ástæðan er að í gær settiu Samtök leigjenda á Íslandi fram reiknivél viðmiðunarverðs leigu, sem sýndi hvert eðlilegt leiguverð og okurmörk væru á siðuðum leigumarkaði þar sem félagasamtök og þolinmótt fjármagn mótuðu markaðinn en ekki blóðsugur, okrarar og braskarar, sem njóta serstaks stuðnings stjórnvalda; ríkisstjórnar sem og sveitastjórna. Reiknivélin má nálgast hér: Reiknivél viðmiðunarverðs. Svona reiknivélar eru í öllum siðuðum löndum mikilvægt tæki til að hemja okrið og innleiða siðaðri viðskiptahætti inn á húsnæðismarkað, sem alls staðar er litið á sem sérstakan markað með einstaka vöru. Alls staðar er litið svo á að húsnæði sé ekki eins og hver önnur markaðsvara heldur lífsnauðsyn sem allt fólk á rétt á. Það eru mannréttindi að hafa aðgengi að öruggu og ódýru húsnæði. Það er forsenda skaplegs samfélags. Þannig er litið á málið um allan heim. Nema á Íslandi. Hér hefur okrurunum verið sigað á leigjendur. Og stjórnvöld hvetja þá áfram, taka skýra afstöðu um að þau séu með okrurum í liði en ekki leigjendum. Átökin Svona eru átökin í íslensku samfélagi. Þegar leigjendur rísa upp gegn kúgurum sínum þá nota þau, sem hagnast á stjórnlausum leigumarkaði, afl sitt til að berja þá niður. Markmiðið er að siða þá til; einangra forystufólkið, rægja það þar sem það getur ekki varið sig; berja það niður svo annað fólk hrökkvi við og veigri sér við að taka þátt í réttlætisbaráttunni. Samfélag þar sem Arionbanki, okurstofnun sem hefur það að markmiði að soga 80 milljarða króna upp úr íslensku samfélagi og færa eigendum sínum, beitir afli sínu til að þagga niður í Guðmundi Hrafni Arngrímssyni, einstaklingi úti í bæ sem á enga sjóði, leigjenda sem berst fyrir mesta réttlætismáli okkar tíma, að leigjendur sameinist gegn því óréttlæti sem þeir eru beittir; samfélag sem lætur svona nokkuð viðgangast er illt samfélag og getur ekkert annað en versnað. Ef þið viljið styðja Guðmund Hrafn og leigjendur ættuð þið að ganga út úr þessari áróðursgrúbbu Arionbanka á Facebook, ef þið eruð þar. Og þið líka ættuð að ganga í Samtök leigjenda til að styðja baráttu Guðmundar Hrafns og allra leigjenda. Það má gera hér: Skráning. Höfundur er leigjandi og ritari stjórnar Samtaka leigjenda.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun