Sænska stjarnan kom aftur örmagna í mark Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. febrúar 2022 12:30 Frida Karlsson var búin á því þegar hún kom í mark í tíu kílómetra skíðagöngu með hefðbundinni aðferð. getty/Patrick Smith Ekki hefur gengið sem skyldi hjá Fridu Karlsson, einni skærustu skíðastjörnu Svía, á Vetrarólympíuleikunum í Peking. Karlsson varð fimmta í fimmtán kílómetra skiptigöngu um helgina. Hún var algjörlega úrvinda þegar hún kom í mark og eftir keppnina sagði hún að það hefði liðið yfir sig. Ekki tók betra við í tíu kílómetra skíðagöngunni í dag. Karlsson varð í 12. sæti og var örmagna þegar hún kom í mark. Hún féll í snjóinn. Landa hennar, Ebba Andersson, hugaði að henni og hún fékk svo hjálp við að yfirgefa keppnissvæðið. „Ég er mjög leið og vonsvikin. Það er eins og Ólympíudraumurinn minn sé að engu orðinn,“ sagði Karlsson. Hún sagði að sér hefði þó ekki liðið jafn illa og eftir skiptigönguna og hlutirnir hafi kannski ekki verið jafn slæmir og þeir litu út fyrir að vera. „Þetta leit ef til vill út fyrir að vera dramatískara en þetta var. Ég var með aðeins of mikið slím í hálsinum og reyndi að losa mig við það svo ég gæti andað betur.“ Karlsson, sem er 22 ára, þótti mjög líkleg til afreka í Peking en hlutirnir hafa ekki gengið samkvæmt áætlun hjá henni. Hún á þó enn eftir að keppa í boðgöngu á leikunum. Sænskt fíaskó Enginn af sænsku keppendunum í tíu kílómetra skíðagöngunni komst á verðlaunapall. Anderson var efst Svíanna, í 6. sæti. Hún kom í mark á 28:57,2 og var 50,9 á eftir sigurvegaranum, Therese Johaug frá Noregi. Og Karlsson varð að gera sér 12. sætið að góðu eins og áður sagði. Svíar vildu sjá betri árangur hjá sínum konum og til marks um það er fyrirsögnin á frétt Expressen um tíu kílómetra skíðagönguna: „Fíaskó hjá sænsku stjörnunum.“ Spennan í keppni dagsins var lygileg. Johaug kom í mark á 28:06,3 og var aðeins fjörutíu hundraðshlutum á undan hinni finnsku Kerttu Niskanen. Landa hennar, Krista Pärmäkoski, varð þriðja á 28:37,8. Natalia Nepryaeva frá Rússlandi, sem byrjaði gönguna mjög vel, varð í 4. sæti á 28:37,9. Johaug hefur unnið til tvennra gullverðlauna í Peking en hún varð einnig hlutskörpust í fimmtán kílómetra skiptigöngu. Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Skíðaíþróttir Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fótbolti Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Fleiri fréttir „Vissulega eru það vonbrigði“ Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fattaði ekki að hún væri búin að vinna Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Fannst látinn í hótelherbergi sínu Dagskráin í dag: Snóker í öll mál Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sjá meira
Karlsson varð fimmta í fimmtán kílómetra skiptigöngu um helgina. Hún var algjörlega úrvinda þegar hún kom í mark og eftir keppnina sagði hún að það hefði liðið yfir sig. Ekki tók betra við í tíu kílómetra skíðagöngunni í dag. Karlsson varð í 12. sæti og var örmagna þegar hún kom í mark. Hún féll í snjóinn. Landa hennar, Ebba Andersson, hugaði að henni og hún fékk svo hjálp við að yfirgefa keppnissvæðið. „Ég er mjög leið og vonsvikin. Það er eins og Ólympíudraumurinn minn sé að engu orðinn,“ sagði Karlsson. Hún sagði að sér hefði þó ekki liðið jafn illa og eftir skiptigönguna og hlutirnir hafi kannski ekki verið jafn slæmir og þeir litu út fyrir að vera. „Þetta leit ef til vill út fyrir að vera dramatískara en þetta var. Ég var með aðeins of mikið slím í hálsinum og reyndi að losa mig við það svo ég gæti andað betur.“ Karlsson, sem er 22 ára, þótti mjög líkleg til afreka í Peking en hlutirnir hafa ekki gengið samkvæmt áætlun hjá henni. Hún á þó enn eftir að keppa í boðgöngu á leikunum. Sænskt fíaskó Enginn af sænsku keppendunum í tíu kílómetra skíðagöngunni komst á verðlaunapall. Anderson var efst Svíanna, í 6. sæti. Hún kom í mark á 28:57,2 og var 50,9 á eftir sigurvegaranum, Therese Johaug frá Noregi. Og Karlsson varð að gera sér 12. sætið að góðu eins og áður sagði. Svíar vildu sjá betri árangur hjá sínum konum og til marks um það er fyrirsögnin á frétt Expressen um tíu kílómetra skíðagönguna: „Fíaskó hjá sænsku stjörnunum.“ Spennan í keppni dagsins var lygileg. Johaug kom í mark á 28:06,3 og var aðeins fjörutíu hundraðshlutum á undan hinni finnsku Kerttu Niskanen. Landa hennar, Krista Pärmäkoski, varð þriðja á 28:37,8. Natalia Nepryaeva frá Rússlandi, sem byrjaði gönguna mjög vel, varð í 4. sæti á 28:37,9. Johaug hefur unnið til tvennra gullverðlauna í Peking en hún varð einnig hlutskörpust í fimmtán kílómetra skiptigöngu.
Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Skíðaíþróttir Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fótbolti Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Fleiri fréttir „Vissulega eru það vonbrigði“ Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fattaði ekki að hún væri búin að vinna Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Fannst látinn í hótelherbergi sínu Dagskráin í dag: Snóker í öll mál Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sjá meira