Sænska stjarnan kom aftur örmagna í mark Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. febrúar 2022 12:30 Frida Karlsson var búin á því þegar hún kom í mark í tíu kílómetra skíðagöngu með hefðbundinni aðferð. getty/Patrick Smith Ekki hefur gengið sem skyldi hjá Fridu Karlsson, einni skærustu skíðastjörnu Svía, á Vetrarólympíuleikunum í Peking. Karlsson varð fimmta í fimmtán kílómetra skiptigöngu um helgina. Hún var algjörlega úrvinda þegar hún kom í mark og eftir keppnina sagði hún að það hefði liðið yfir sig. Ekki tók betra við í tíu kílómetra skíðagöngunni í dag. Karlsson varð í 12. sæti og var örmagna þegar hún kom í mark. Hún féll í snjóinn. Landa hennar, Ebba Andersson, hugaði að henni og hún fékk svo hjálp við að yfirgefa keppnissvæðið. „Ég er mjög leið og vonsvikin. Það er eins og Ólympíudraumurinn minn sé að engu orðinn,“ sagði Karlsson. Hún sagði að sér hefði þó ekki liðið jafn illa og eftir skiptigönguna og hlutirnir hafi kannski ekki verið jafn slæmir og þeir litu út fyrir að vera. „Þetta leit ef til vill út fyrir að vera dramatískara en þetta var. Ég var með aðeins of mikið slím í hálsinum og reyndi að losa mig við það svo ég gæti andað betur.“ Karlsson, sem er 22 ára, þótti mjög líkleg til afreka í Peking en hlutirnir hafa ekki gengið samkvæmt áætlun hjá henni. Hún á þó enn eftir að keppa í boðgöngu á leikunum. Sænskt fíaskó Enginn af sænsku keppendunum í tíu kílómetra skíðagöngunni komst á verðlaunapall. Anderson var efst Svíanna, í 6. sæti. Hún kom í mark á 28:57,2 og var 50,9 á eftir sigurvegaranum, Therese Johaug frá Noregi. Og Karlsson varð að gera sér 12. sætið að góðu eins og áður sagði. Svíar vildu sjá betri árangur hjá sínum konum og til marks um það er fyrirsögnin á frétt Expressen um tíu kílómetra skíðagönguna: „Fíaskó hjá sænsku stjörnunum.“ Spennan í keppni dagsins var lygileg. Johaug kom í mark á 28:06,3 og var aðeins fjörutíu hundraðshlutum á undan hinni finnsku Kerttu Niskanen. Landa hennar, Krista Pärmäkoski, varð þriðja á 28:37,8. Natalia Nepryaeva frá Rússlandi, sem byrjaði gönguna mjög vel, varð í 4. sæti á 28:37,9. Johaug hefur unnið til tvennra gullverðlauna í Peking en hún varð einnig hlutskörpust í fimmtán kílómetra skiptigöngu. Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Skíðaíþróttir Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir „Eigum skilið að finna til“ Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Í beinni: Las Palmas - Barcelona | Börsungar gætu styrkt stöðu sína á Íslendingaslóðum Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Sjá meira
Karlsson varð fimmta í fimmtán kílómetra skiptigöngu um helgina. Hún var algjörlega úrvinda þegar hún kom í mark og eftir keppnina sagði hún að það hefði liðið yfir sig. Ekki tók betra við í tíu kílómetra skíðagöngunni í dag. Karlsson varð í 12. sæti og var örmagna þegar hún kom í mark. Hún féll í snjóinn. Landa hennar, Ebba Andersson, hugaði að henni og hún fékk svo hjálp við að yfirgefa keppnissvæðið. „Ég er mjög leið og vonsvikin. Það er eins og Ólympíudraumurinn minn sé að engu orðinn,“ sagði Karlsson. Hún sagði að sér hefði þó ekki liðið jafn illa og eftir skiptigönguna og hlutirnir hafi kannski ekki verið jafn slæmir og þeir litu út fyrir að vera. „Þetta leit ef til vill út fyrir að vera dramatískara en þetta var. Ég var með aðeins of mikið slím í hálsinum og reyndi að losa mig við það svo ég gæti andað betur.“ Karlsson, sem er 22 ára, þótti mjög líkleg til afreka í Peking en hlutirnir hafa ekki gengið samkvæmt áætlun hjá henni. Hún á þó enn eftir að keppa í boðgöngu á leikunum. Sænskt fíaskó Enginn af sænsku keppendunum í tíu kílómetra skíðagöngunni komst á verðlaunapall. Anderson var efst Svíanna, í 6. sæti. Hún kom í mark á 28:57,2 og var 50,9 á eftir sigurvegaranum, Therese Johaug frá Noregi. Og Karlsson varð að gera sér 12. sætið að góðu eins og áður sagði. Svíar vildu sjá betri árangur hjá sínum konum og til marks um það er fyrirsögnin á frétt Expressen um tíu kílómetra skíðagönguna: „Fíaskó hjá sænsku stjörnunum.“ Spennan í keppni dagsins var lygileg. Johaug kom í mark á 28:06,3 og var aðeins fjörutíu hundraðshlutum á undan hinni finnsku Kerttu Niskanen. Landa hennar, Krista Pärmäkoski, varð þriðja á 28:37,8. Natalia Nepryaeva frá Rússlandi, sem byrjaði gönguna mjög vel, varð í 4. sæti á 28:37,9. Johaug hefur unnið til tvennra gullverðlauna í Peking en hún varð einnig hlutskörpust í fimmtán kílómetra skiptigöngu.
Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Skíðaíþróttir Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir „Eigum skilið að finna til“ Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Í beinni: Las Palmas - Barcelona | Börsungar gætu styrkt stöðu sína á Íslendingaslóðum Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Sjá meira
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti