Hinn ofursvali Burrow með skýr ráð til íþróttakrakka á tímum samfélagsmiðla Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. febrúar 2022 14:01 Joe Burrow með bikarinn sem Cincinnati Bengals fékk fyrir sigur í Ameríkudeildinni. AP/Charlie Riedel Cincinnati Bengals er öllum að óvörum komið alla leið í Super Bowl leikinn sem fer fram um helgin. Sviðsljósið er því á einum svalast náunga sem hefur sést lengi í NFL-deildinni. Það er nóg af leikmönnum í NFL-deildinni sem rembast við það að reyna að vera töffarar og nokkrum þeirra tekst það reyndar ágætlega. Það er hins vegar einn af ungu stjörnum deildarinnar sem virðist ekki þurfa að hafa mikið fyrir því að vera mesti töffarinn á svæðinu. Joe Burrow er svo svalur og fullur sjálfstrausts að gælunafnið Joe Cooler fer bráðum að festast við hann. Hann lætur líka verkin tala og sem dæmi þá eru það hans ráð til ungs íþróttafólks að geyma símann þegar þau fara á æfingar. View this post on Instagram A post shared by NFL on ESPN (@espnnfl) Burrow er vissulega ungur fyrir leikstjórnanda í fremstu röð enda enn bara 25 ára gamall. Í þessari krefjandi ábyrgðarstöðu blómstra menn jafnan seinna í úrslitakeppninni. Þrátt fyrir að vera nýkominn í deildina er hann kominn alla leið í Super Bowl á aðeins sínu öðru tímabili en hann hefur farið fyrir ævintýri Cincinnati Bengals í úrslitakeppninni í ár. Burrow er að koma upp á tímum þar sem flest ungt fólk lifir og hrærir í heimi samfélagsmiðla en ungi leikstjórnandinn passar sig að láta ekki glepjast. Burrow er einnig með mjög einföld skilaboð til íþróttafólks sem vill ná langt. Það má sjá þau hér fyrir ofan. Joe ráðleggur þeim er að birta ekki mynd af sér þegar þau eru á leiðinni á æfingu og sleppa síðan næstu fjórum dögum þegar allir halda að þau séu að æfa. Æfa frekar alla daga á bak við tjöldin og í friði frá samfélagsmiðlum en sýna síðan uppskeruna ekki á netinu heldur í næsta leik. Joe Burrow lætur verkin líka tala inn á vellinum þar sem hann hefur óbilandi trú á sjálfum sér og liðsfélögum sínum. Super Bowl leikurinn á milli Cincinnati Bengals og Los Angeles Rams er sýndur beint á Stöð 2 Sport 2 á sunnudagskvöldið. Útsendingin hefst klukkan 23.30. NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem á 2.990 krónur á mánuði fyrir núverandi áskrifendur. NFL Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Dyche snýr aftur í enska boltann Enski boltinn „Oft séð svona í sjónvarpi“ og verður sjálfur á stóra skjánum Sport 29 ára stórmeistari látinn Sport Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ „Oft séð svona í sjónvarpi“ og verður sjálfur á stóra skjánum Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Dagskráin: Meistaradeild Evrópu, Lokasóknin, VARsjáin og Bónus kvenna Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni 29 ára stórmeistari látinn Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Sjá meira
Það er nóg af leikmönnum í NFL-deildinni sem rembast við það að reyna að vera töffarar og nokkrum þeirra tekst það reyndar ágætlega. Það er hins vegar einn af ungu stjörnum deildarinnar sem virðist ekki þurfa að hafa mikið fyrir því að vera mesti töffarinn á svæðinu. Joe Burrow er svo svalur og fullur sjálfstrausts að gælunafnið Joe Cooler fer bráðum að festast við hann. Hann lætur líka verkin tala og sem dæmi þá eru það hans ráð til ungs íþróttafólks að geyma símann þegar þau fara á æfingar. View this post on Instagram A post shared by NFL on ESPN (@espnnfl) Burrow er vissulega ungur fyrir leikstjórnanda í fremstu röð enda enn bara 25 ára gamall. Í þessari krefjandi ábyrgðarstöðu blómstra menn jafnan seinna í úrslitakeppninni. Þrátt fyrir að vera nýkominn í deildina er hann kominn alla leið í Super Bowl á aðeins sínu öðru tímabili en hann hefur farið fyrir ævintýri Cincinnati Bengals í úrslitakeppninni í ár. Burrow er að koma upp á tímum þar sem flest ungt fólk lifir og hrærir í heimi samfélagsmiðla en ungi leikstjórnandinn passar sig að láta ekki glepjast. Burrow er einnig með mjög einföld skilaboð til íþróttafólks sem vill ná langt. Það má sjá þau hér fyrir ofan. Joe ráðleggur þeim er að birta ekki mynd af sér þegar þau eru á leiðinni á æfingu og sleppa síðan næstu fjórum dögum þegar allir halda að þau séu að æfa. Æfa frekar alla daga á bak við tjöldin og í friði frá samfélagsmiðlum en sýna síðan uppskeruna ekki á netinu heldur í næsta leik. Joe Burrow lætur verkin líka tala inn á vellinum þar sem hann hefur óbilandi trú á sjálfum sér og liðsfélögum sínum. Super Bowl leikurinn á milli Cincinnati Bengals og Los Angeles Rams er sýndur beint á Stöð 2 Sport 2 á sunnudagskvöldið. Útsendingin hefst klukkan 23.30. NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem á 2.990 krónur á mánuði fyrir núverandi áskrifendur.
NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem á 2.990 krónur á mánuði fyrir núverandi áskrifendur.
NFL Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Dyche snýr aftur í enska boltann Enski boltinn „Oft séð svona í sjónvarpi“ og verður sjálfur á stóra skjánum Sport 29 ára stórmeistari látinn Sport Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ „Oft séð svona í sjónvarpi“ og verður sjálfur á stóra skjánum Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Dagskráin: Meistaradeild Evrópu, Lokasóknin, VARsjáin og Bónus kvenna Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni 29 ára stórmeistari látinn Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Sjá meira