Sex vikna prófkjörslota hefst á laugardag Heimir Már Pétursson skrifar 10. febrúar 2022 19:20 Sex vikna prófkjörslota flokkanna hefst með flokksvali Samfylkingarinnar í Hafnarfirði og Reykjavík um helgina. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sækist einn eftir forystusætinu í borginni. Stöð 2/Egill Mikil prófkjörslota fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor sem stendur næstu sex vikurnar hefst með prófkjörum Samfylkingarinnar í Reykjavík og Hafnarfirði um helgina. Borgarstjóri situr einn aðforystusætinu í borginni en barist er um oddvitasætið í Hafnarfirði. Sjálfstæðismenn voru með fyrsta prófkjörið i Mosfellsbæ síðast liðin laugardag. En svona lítur prófkjörsdagatalið út fyrir febrúarmánuð annars vegar og mars hins vegar þar sem Samfylkingin, Píratar, Sjálfstæðisflokkurinn, Vinstri græn, Viðreisn og Framsóknarflokkurinn bjóða flokksfélögum að velja fólk á lista sína í nokkrum stærstu sveitarfélögum landsins. Í sveitarstjórnarkosningunum í maí verður kosið um 23 fulltrúa til setu í borgarstjórn Reykjavíkur. Í meirihlutanum í dag sitja sjö fulltrúar Samfylkingarinnar, tveir frá Pírötum, tveir frá Viðreisn og og Vinstri græn eru með einn fulltrúa. Í minnihlutanum sitja síðan átta fulltrúar Sjálfstæðisflokksins, einn frá Flokki fólksins, Miðflokknum og Sósíalistaflokknum. Um helgina hefst törnin fyrir alvöru með flokksvali Samfylkingarinnar í Hafnarfirði á laugardag og í Reykjavík á laugardag og sunnudag. Ingibjörg Stefánsdóttir í kjörstjórn Samfylkingarinnar í Reykjavík segir einvala lið keppa um efstu sæti á lista flokksins í borginni.Stöð 2/Sigurjón Ingibjörg Stefánsdóttir fulltrúi í kjörstjórn Samfylkingarinnar segir rafræna kosningu hefjast klukkan átta að morgni laugardags. „Og það verður kosning fram til klukkan þrjú á sunnudeginum.“ Hvenær reiknið þið með að úrslit liggi fyrir? „Fljótlega upp úr því,“ segir Ingibjörg. Enginn býður sig fram gegn Degi B. Eggertssyni í fyrsta sætið og Heiðu Björgu Hilmisdóttur í annað sætið í Reykjavík. Sextán eru hins vegar í boði í sex efstu sæti listans í borginni. Kosið verður um 23 borgarfulltrúa til að sitja í þessum sal á næsta kjörtímabili.Stöð 2/Sigurjón „Kjósendur mega velja fjóra til sex frambjóðendur. Það eru miklu fleiri að bjóða sig fram. Þetta er ákveðið lúxúsvandamál,“ segir Ingibjörg. Í Hafnarfirði lýkur flokksvalinu klukkan 18:00 á laugardag og úrslit ættu að liggja fyrir þá um kvöldið. Þar raða kjósendur í átta efstu sætin þar sem tólf frambjóðendur eru um hituna. Gamla kempan Guðmundur Árni Stefánsson sækist þar eftir fyrsta sætinu ásamt Árna Rúnari Þorvaldssyni. Samfylkingin Reykjavík Hafnarfjörður Sveitarstjórnarkosningar 2022 Borgarstjórn Tengdar fréttir Búist við hitafundi fulltrúaráðs Sjálfstæðismanna á morgun Ákvörðun Varðar, fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaga í Reykjavík, um að loka kjörskrá tveimur vikum fyrir kjördag í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Reykjavík hefur reynst umdeild meðal flokksmanna. 9. febrúar 2022 18:01 Færist fjör í leika í fyrsta prófkjöri Viðreisnar Þórdís Sigurðardóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri Hjallastefnunnar til margra ára, eigandi Manifesto ráðgjafafyrirtækis og stjórnarmaður, íhugar um þessar mundir að bjóða sig fram í fyrsta sæti á lista Viðreisnar í borginni. 9. febrúar 2022 14:00 Dagur segir hvergi hafa borið skugga á meirihlutasamstarfið en Viðreisn heldur öllu opnu Oddvitar þeirra fjögurra flokka sem mynda meirihluta í borginni, Samfylkingar, Viðreisnar, Vinstri grænna og Pírata segja samstarfið hafa gengið vel og myndu vilja halda því áfram. Oddviti Viðreisnar ítrekar að samstarfið sé gott en er sá oddviti sem sker sig úr um að leggja áherslu á að flokkurinn gangi óbundinn til kosninga. 5. febrúar 2022 15:01 Þórdís Lóa vill áfram leiða lista Viðreisnar í borginni Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, borgarfulltrúi og formaður borgarráðs, hefur ákveðið að bjóða sig fram til að áfram leiða lista Viðreisnar í Reykjavík í prófkjöri flokksins fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. 4. febrúar 2022 08:45 Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Sjá meira
Sjálfstæðismenn voru með fyrsta prófkjörið i Mosfellsbæ síðast liðin laugardag. En svona lítur prófkjörsdagatalið út fyrir febrúarmánuð annars vegar og mars hins vegar þar sem Samfylkingin, Píratar, Sjálfstæðisflokkurinn, Vinstri græn, Viðreisn og Framsóknarflokkurinn bjóða flokksfélögum að velja fólk á lista sína í nokkrum stærstu sveitarfélögum landsins. Í sveitarstjórnarkosningunum í maí verður kosið um 23 fulltrúa til setu í borgarstjórn Reykjavíkur. Í meirihlutanum í dag sitja sjö fulltrúar Samfylkingarinnar, tveir frá Pírötum, tveir frá Viðreisn og og Vinstri græn eru með einn fulltrúa. Í minnihlutanum sitja síðan átta fulltrúar Sjálfstæðisflokksins, einn frá Flokki fólksins, Miðflokknum og Sósíalistaflokknum. Um helgina hefst törnin fyrir alvöru með flokksvali Samfylkingarinnar í Hafnarfirði á laugardag og í Reykjavík á laugardag og sunnudag. Ingibjörg Stefánsdóttir í kjörstjórn Samfylkingarinnar í Reykjavík segir einvala lið keppa um efstu sæti á lista flokksins í borginni.Stöð 2/Sigurjón Ingibjörg Stefánsdóttir fulltrúi í kjörstjórn Samfylkingarinnar segir rafræna kosningu hefjast klukkan átta að morgni laugardags. „Og það verður kosning fram til klukkan þrjú á sunnudeginum.“ Hvenær reiknið þið með að úrslit liggi fyrir? „Fljótlega upp úr því,“ segir Ingibjörg. Enginn býður sig fram gegn Degi B. Eggertssyni í fyrsta sætið og Heiðu Björgu Hilmisdóttur í annað sætið í Reykjavík. Sextán eru hins vegar í boði í sex efstu sæti listans í borginni. Kosið verður um 23 borgarfulltrúa til að sitja í þessum sal á næsta kjörtímabili.Stöð 2/Sigurjón „Kjósendur mega velja fjóra til sex frambjóðendur. Það eru miklu fleiri að bjóða sig fram. Þetta er ákveðið lúxúsvandamál,“ segir Ingibjörg. Í Hafnarfirði lýkur flokksvalinu klukkan 18:00 á laugardag og úrslit ættu að liggja fyrir þá um kvöldið. Þar raða kjósendur í átta efstu sætin þar sem tólf frambjóðendur eru um hituna. Gamla kempan Guðmundur Árni Stefánsson sækist þar eftir fyrsta sætinu ásamt Árna Rúnari Þorvaldssyni.
Samfylkingin Reykjavík Hafnarfjörður Sveitarstjórnarkosningar 2022 Borgarstjórn Tengdar fréttir Búist við hitafundi fulltrúaráðs Sjálfstæðismanna á morgun Ákvörðun Varðar, fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaga í Reykjavík, um að loka kjörskrá tveimur vikum fyrir kjördag í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Reykjavík hefur reynst umdeild meðal flokksmanna. 9. febrúar 2022 18:01 Færist fjör í leika í fyrsta prófkjöri Viðreisnar Þórdís Sigurðardóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri Hjallastefnunnar til margra ára, eigandi Manifesto ráðgjafafyrirtækis og stjórnarmaður, íhugar um þessar mundir að bjóða sig fram í fyrsta sæti á lista Viðreisnar í borginni. 9. febrúar 2022 14:00 Dagur segir hvergi hafa borið skugga á meirihlutasamstarfið en Viðreisn heldur öllu opnu Oddvitar þeirra fjögurra flokka sem mynda meirihluta í borginni, Samfylkingar, Viðreisnar, Vinstri grænna og Pírata segja samstarfið hafa gengið vel og myndu vilja halda því áfram. Oddviti Viðreisnar ítrekar að samstarfið sé gott en er sá oddviti sem sker sig úr um að leggja áherslu á að flokkurinn gangi óbundinn til kosninga. 5. febrúar 2022 15:01 Þórdís Lóa vill áfram leiða lista Viðreisnar í borginni Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, borgarfulltrúi og formaður borgarráðs, hefur ákveðið að bjóða sig fram til að áfram leiða lista Viðreisnar í Reykjavík í prófkjöri flokksins fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. 4. febrúar 2022 08:45 Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Sjá meira
Búist við hitafundi fulltrúaráðs Sjálfstæðismanna á morgun Ákvörðun Varðar, fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaga í Reykjavík, um að loka kjörskrá tveimur vikum fyrir kjördag í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Reykjavík hefur reynst umdeild meðal flokksmanna. 9. febrúar 2022 18:01
Færist fjör í leika í fyrsta prófkjöri Viðreisnar Þórdís Sigurðardóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri Hjallastefnunnar til margra ára, eigandi Manifesto ráðgjafafyrirtækis og stjórnarmaður, íhugar um þessar mundir að bjóða sig fram í fyrsta sæti á lista Viðreisnar í borginni. 9. febrúar 2022 14:00
Dagur segir hvergi hafa borið skugga á meirihlutasamstarfið en Viðreisn heldur öllu opnu Oddvitar þeirra fjögurra flokka sem mynda meirihluta í borginni, Samfylkingar, Viðreisnar, Vinstri grænna og Pírata segja samstarfið hafa gengið vel og myndu vilja halda því áfram. Oddviti Viðreisnar ítrekar að samstarfið sé gott en er sá oddviti sem sker sig úr um að leggja áherslu á að flokkurinn gangi óbundinn til kosninga. 5. febrúar 2022 15:01
Þórdís Lóa vill áfram leiða lista Viðreisnar í borginni Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, borgarfulltrúi og formaður borgarráðs, hefur ákveðið að bjóða sig fram til að áfram leiða lista Viðreisnar í Reykjavík í prófkjöri flokksins fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. 4. febrúar 2022 08:45