Tvö hundruð mega koma saman og sóttkví afnumin Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. febrúar 2022 11:20 Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra. Vísir/Vilhelm Slakað verður á sóttvarnaraðgerðum á miðnætti eins og búist var við. Tvö hundruð mega koma saman. Reglur um sóttkví verða afnumdar. Þetta kom fram í máli Willums Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra að loknum ríkisstjórnarfundi þar sem minnisblað Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis um tilslakanir aðgerða vegna kórónuveirufaraldursins voru til umræðu. Þær afléttingar sem taka gildi á miðnætti eru að mestu í samræmi við skref tvö í afléttingaráætlun stjórnvalda. Í máli Willums Þórs kom einnig fram að reglugerð um sóttvarnir í skólastarfi yrði afnumin. Veitinga- og skemmtistaðir mega hafa opið til miðnættis og allir gestir þurfa að vera farnir út fyrir klukkan eitt. „Við erum að afnema skólareglugerðina þannig að grunn- og framhaldsskólar fá félagslífið sitt allt til baka,“ sagði Willum Þór. Reiknar hann með að hægt verði að ráðast í fullar afléttingar undir lok mánaðarins, komi ekkert óvænt upp á. Þá munu hátt í tíu þúsund einstaklingar losna úr sóttkví í dag en reglur sem gilda um sóttkví verða afnumdar í dag. Um þá sem komast í tæri við smitaða einstaklinga gildir að sögn Willums eftirfarandi: „Bara að hafa gát. Fara varlega. Ef fólk upplifir eða fær einkenni að fara þá í próf. Annars ekki. Bara fara varlega.“ Þeir sem þegar eru í sóttkví þurfa því ekki að mæta í sýnatöku til að losna og á það einnig við um þá sem áttu að fara í sýnatöku í dag. Þeim sem hafa verið útsettir fyrir smiti verður ekki lengur skylt að sæta smitgát þótt hvatt sé til hennar og þar með fellur jafnframt brott skylda til sýnatöku í lok smitgátar, að því er segir á vef Stjórnarráðsins. Þegar slakað var á aðgerðum síðast, þann 28. janúar síðastliðinn, var reiknað með að næsta skref í afléttingu aðgerða yrði stigið 24. febrúar. Því er ljóst að stjórnvöld eru talsvert á undan þeirri áætlun. Fylgst var með nýjustu vendingum í fréttinni hér að neðan: Síðustu daga hafa um og yfir tvö þúsund manns greinst með Covid-19 á hverjum degi. Í dag eru 10.241 í einangrun vegna Covid-19. 32 sjúklingar liggja á Landspítala með Covid-19. Tveir eru á gjörgæslu og báðir í öndunarvél. Meðalaldur innlagðra er nú 63 ár. Karl á níræðisaldri með Covid-19 lést á legudeild í gær. Helstu breytingar á samkomutakmörkunum eru eftirfarandi: Á miðnætti tekur gildi ný reglugerð um takmörkun á samkomum sem gildir til og með 25. febrúar. Jafnframt fellur brott sérstök reglugerð um takmörkun á skólastarfi. Almennar fjöldatakmarkanir: Fara úr 50 í 200 manns innandyra. Fjöldatakmarkanir utandyra falla brott. Verslanir: Fjöldatakmarkanir í verslunum falla brott. Fjölmennir viðburðir: Heimilt verður að halda 1.000 manna viðburði að því tilskildu að allir sitji í sæti og beri grímu. Heimilt er að halda hlé á viðburðum og selja veitingar án takmarkana. Grímunotkun: Aðeins verður skylt að bera grímu ef ekki er hægt að viðhafa 1 metra reglu. Hreyfing: Sund- og líkamsræktarstöðvum sem og skíðasvæðum er heimilt að taka á móti gestum með fullum afköstum. Íþróttakeppnir og -æfingar: Keppnir og æfingar heimilar með 200 manns í hólfi. Skólar: Reglugerð um takmörkun á skólastarfi fellur brott. Þar með gilda almennar reglur um samkomutakmarkanir í skólum, þó með undanteknum til rýmkunar. Skólaskemmtanir: Heimilt er að halda skólaskemmtanir í grunn- og framhaldsskólum án nokkurra takmarkana. Staðir með vínveitingaleyfi: Opnunartími lengdur um eina klukkustund, þ.e. heimilt að taka á móti gestum til miðnættis en allir þurfa að hafa yfirgefið staðinn kl. 01.00.
Þetta kom fram í máli Willums Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra að loknum ríkisstjórnarfundi þar sem minnisblað Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis um tilslakanir aðgerða vegna kórónuveirufaraldursins voru til umræðu. Þær afléttingar sem taka gildi á miðnætti eru að mestu í samræmi við skref tvö í afléttingaráætlun stjórnvalda. Í máli Willums Þórs kom einnig fram að reglugerð um sóttvarnir í skólastarfi yrði afnumin. Veitinga- og skemmtistaðir mega hafa opið til miðnættis og allir gestir þurfa að vera farnir út fyrir klukkan eitt. „Við erum að afnema skólareglugerðina þannig að grunn- og framhaldsskólar fá félagslífið sitt allt til baka,“ sagði Willum Þór. Reiknar hann með að hægt verði að ráðast í fullar afléttingar undir lok mánaðarins, komi ekkert óvænt upp á. Þá munu hátt í tíu þúsund einstaklingar losna úr sóttkví í dag en reglur sem gilda um sóttkví verða afnumdar í dag. Um þá sem komast í tæri við smitaða einstaklinga gildir að sögn Willums eftirfarandi: „Bara að hafa gát. Fara varlega. Ef fólk upplifir eða fær einkenni að fara þá í próf. Annars ekki. Bara fara varlega.“ Þeir sem þegar eru í sóttkví þurfa því ekki að mæta í sýnatöku til að losna og á það einnig við um þá sem áttu að fara í sýnatöku í dag. Þeim sem hafa verið útsettir fyrir smiti verður ekki lengur skylt að sæta smitgát þótt hvatt sé til hennar og þar með fellur jafnframt brott skylda til sýnatöku í lok smitgátar, að því er segir á vef Stjórnarráðsins. Þegar slakað var á aðgerðum síðast, þann 28. janúar síðastliðinn, var reiknað með að næsta skref í afléttingu aðgerða yrði stigið 24. febrúar. Því er ljóst að stjórnvöld eru talsvert á undan þeirri áætlun. Fylgst var með nýjustu vendingum í fréttinni hér að neðan: Síðustu daga hafa um og yfir tvö þúsund manns greinst með Covid-19 á hverjum degi. Í dag eru 10.241 í einangrun vegna Covid-19. 32 sjúklingar liggja á Landspítala með Covid-19. Tveir eru á gjörgæslu og báðir í öndunarvél. Meðalaldur innlagðra er nú 63 ár. Karl á níræðisaldri með Covid-19 lést á legudeild í gær. Helstu breytingar á samkomutakmörkunum eru eftirfarandi: Á miðnætti tekur gildi ný reglugerð um takmörkun á samkomum sem gildir til og með 25. febrúar. Jafnframt fellur brott sérstök reglugerð um takmörkun á skólastarfi. Almennar fjöldatakmarkanir: Fara úr 50 í 200 manns innandyra. Fjöldatakmarkanir utandyra falla brott. Verslanir: Fjöldatakmarkanir í verslunum falla brott. Fjölmennir viðburðir: Heimilt verður að halda 1.000 manna viðburði að því tilskildu að allir sitji í sæti og beri grímu. Heimilt er að halda hlé á viðburðum og selja veitingar án takmarkana. Grímunotkun: Aðeins verður skylt að bera grímu ef ekki er hægt að viðhafa 1 metra reglu. Hreyfing: Sund- og líkamsræktarstöðvum sem og skíðasvæðum er heimilt að taka á móti gestum með fullum afköstum. Íþróttakeppnir og -æfingar: Keppnir og æfingar heimilar með 200 manns í hólfi. Skólar: Reglugerð um takmörkun á skólastarfi fellur brott. Þar með gilda almennar reglur um samkomutakmarkanir í skólum, þó með undanteknum til rýmkunar. Skólaskemmtanir: Heimilt er að halda skólaskemmtanir í grunn- og framhaldsskólum án nokkurra takmarkana. Staðir með vínveitingaleyfi: Opnunartími lengdur um eina klukkustund, þ.e. heimilt að taka á móti gestum til miðnættis en allir þurfa að hafa yfirgefið staðinn kl. 01.00.
Á miðnætti tekur gildi ný reglugerð um takmörkun á samkomum sem gildir til og með 25. febrúar. Jafnframt fellur brott sérstök reglugerð um takmörkun á skólastarfi. Almennar fjöldatakmarkanir: Fara úr 50 í 200 manns innandyra. Fjöldatakmarkanir utandyra falla brott. Verslanir: Fjöldatakmarkanir í verslunum falla brott. Fjölmennir viðburðir: Heimilt verður að halda 1.000 manna viðburði að því tilskildu að allir sitji í sæti og beri grímu. Heimilt er að halda hlé á viðburðum og selja veitingar án takmarkana. Grímunotkun: Aðeins verður skylt að bera grímu ef ekki er hægt að viðhafa 1 metra reglu. Hreyfing: Sund- og líkamsræktarstöðvum sem og skíðasvæðum er heimilt að taka á móti gestum með fullum afköstum. Íþróttakeppnir og -æfingar: Keppnir og æfingar heimilar með 200 manns í hólfi. Skólar: Reglugerð um takmörkun á skólastarfi fellur brott. Þar með gilda almennar reglur um samkomutakmarkanir í skólum, þó með undanteknum til rýmkunar. Skólaskemmtanir: Heimilt er að halda skólaskemmtanir í grunn- og framhaldsskólum án nokkurra takmarkana. Staðir með vínveitingaleyfi: Opnunartími lengdur um eina klukkustund, þ.e. heimilt að taka á móti gestum til miðnættis en allir þurfa að hafa yfirgefið staðinn kl. 01.00.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu Innlent Fleiri fréttir Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Sjá meira