Hægt að aflétta öllu fyrir mánaðamót komi ekkert óvænt upp Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. febrúar 2022 13:48 Þórólfur Guðnason er sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Komi ekkert óvænt upp ætti að vera hægt að stefna að afléttingu allra samkomutakmarkana vegna kórónuveirunnar fyrir næstu mánaðamót. Frá 14. janúar hafa tæplega 37 þúsund greinst með Covid-19 en 44 lagst inn á sjúkrahús vegna Covid-19. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í minnisblaði Þórólfs Guðnarsonar sóttvarnalæknis til heilbrigðisráðherra, þar sem þrír valkostir voru nefndir til sögunnar hvað varðar afléttingu á samkomutakmörkunum. Valkostirnir þrír voru óbreyttar takmarkanir til 24. febrúar, afnám allra takmarkana eða millileið, sem varð fyrir vali stjórnvalda sem kynntu breytingarnar í ráðherrabústaðnum í dag. Frá og með miðnætti mega tvö hundruð koma saman, reglur um sóttkví falla niður í dag og skólastarf fylgir almennum reglum sem gilda um samkomutakmarkanir, svo dæmi séu tekin. Í minnisblaðinu má finna útlistun á millileiðinni sem var valin. Segir þar að samkvæmt henni sé hægt að stefna að fullri afléttingu takmarkana tveimur vikum eftir að hún taki gildi, með þeim fyrirvara að ekkert óvænt komi upp, til að mynda versnandi staða innan heilbrigðisþjónustunnar. Millileiðin tekur gildi á miðnætti, eins og fram hefur komið, og gildir til og með 25. febrúar, eða næstu tvær vikurnar. Willum Þór gerði þess orð að sínum er hann ræddi við fréttamenn í ráðherrabústaðnum í dag, þar sem hann sagði að ef ekkert óvænt myndi gerast væri hægt að aflétta öllu í lok mánaðar. Tugþúsundir greinst en tugir lagst inn frá 14. janúar. Í minnisblaðinu er einnig vikið að því hversu margir hafi þurft að leggjast inn á spítala ýmist með eða vegna Covid-19 síðustu vikur. Frá 14. janúar til 9. febrúar, þegar minnisblaðið var skrifað, hafa 36.934 greinst hérlendis, þar af 35.172 innanlands og 1.762 á landamærunum. Á þeim tíma hafa 112 eða 0,3 prósent lagst inn vegna Covid-19 eða lagst inn vegna annarra kvilla og greinst með Covid-19. Töluverður fjöldi starfsmanna Landspítalans er í einangrun.Vísir/Egill „Af þessum 112 lögðust 44 inn á sjúkrahús vegna Covid-19 þannig að innlagnarhlutfall vegna Covid-19 hefur verið um 0,1% af greindum smitum,“ segir í minnisblaðinu. Rúmlega helmingi fleiri lögðust inn með Covid-19 þannig að búast má við að um 0,3 prósent greindra smita þurfi að leggjast inn ýmist með eða vegna Covid-19, að því er fram kemur í minnisblaðinu. Einungis þrír lögðust inn á gjörgæsludeild á sama tímabili. „Ef fjöldi greindra smita verður áfram 2.000-3.000 á dag má búast við að daglegur fjöldi innlagna vegna Covid-19 verði a.m.k. 2-3 en að auki muni a.m.k. 4-6 leggjast inn daglega með Covid-19. Fyrirsjáanlegt er því að álag á heilbrigðisþjónustuna og þá sérstaklega spítalakerfið, muni aukast á næstunni,“ skrifar Þórólfur. Helsta ógnin ekki lengur alvarleg veikindi Í almennum kafla minnisblaðsins segir Þórólfur einnig að helsta ógnin af völdum Covid-19 sé ekki lengur mikill fjöldi alvarlegra veikra einstaklinga, heldur útbreidd smit í samfélagiinu, sem auki fjölda smitaðra einstaklinga inni á heilbrigðisstofnunum, með minni veikindum og miklum fjarvistum starfsfólks. Tiltekur Þórólfur að í vikunni hafi 248 starfsmenn Landspítalans verið í einangrun og 300 í sóttkví. Því sé staðan á Landspítalanum afar viðkvæm og lítið megi út af bregða. Lesa má minnisblaðið í heild sinni hér. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Sjá meira
Þetta er á meðal þess sem fram kemur í minnisblaði Þórólfs Guðnarsonar sóttvarnalæknis til heilbrigðisráðherra, þar sem þrír valkostir voru nefndir til sögunnar hvað varðar afléttingu á samkomutakmörkunum. Valkostirnir þrír voru óbreyttar takmarkanir til 24. febrúar, afnám allra takmarkana eða millileið, sem varð fyrir vali stjórnvalda sem kynntu breytingarnar í ráðherrabústaðnum í dag. Frá og með miðnætti mega tvö hundruð koma saman, reglur um sóttkví falla niður í dag og skólastarf fylgir almennum reglum sem gilda um samkomutakmarkanir, svo dæmi séu tekin. Í minnisblaðinu má finna útlistun á millileiðinni sem var valin. Segir þar að samkvæmt henni sé hægt að stefna að fullri afléttingu takmarkana tveimur vikum eftir að hún taki gildi, með þeim fyrirvara að ekkert óvænt komi upp, til að mynda versnandi staða innan heilbrigðisþjónustunnar. Millileiðin tekur gildi á miðnætti, eins og fram hefur komið, og gildir til og með 25. febrúar, eða næstu tvær vikurnar. Willum Þór gerði þess orð að sínum er hann ræddi við fréttamenn í ráðherrabústaðnum í dag, þar sem hann sagði að ef ekkert óvænt myndi gerast væri hægt að aflétta öllu í lok mánaðar. Tugþúsundir greinst en tugir lagst inn frá 14. janúar. Í minnisblaðinu er einnig vikið að því hversu margir hafi þurft að leggjast inn á spítala ýmist með eða vegna Covid-19 síðustu vikur. Frá 14. janúar til 9. febrúar, þegar minnisblaðið var skrifað, hafa 36.934 greinst hérlendis, þar af 35.172 innanlands og 1.762 á landamærunum. Á þeim tíma hafa 112 eða 0,3 prósent lagst inn vegna Covid-19 eða lagst inn vegna annarra kvilla og greinst með Covid-19. Töluverður fjöldi starfsmanna Landspítalans er í einangrun.Vísir/Egill „Af þessum 112 lögðust 44 inn á sjúkrahús vegna Covid-19 þannig að innlagnarhlutfall vegna Covid-19 hefur verið um 0,1% af greindum smitum,“ segir í minnisblaðinu. Rúmlega helmingi fleiri lögðust inn með Covid-19 þannig að búast má við að um 0,3 prósent greindra smita þurfi að leggjast inn ýmist með eða vegna Covid-19, að því er fram kemur í minnisblaðinu. Einungis þrír lögðust inn á gjörgæsludeild á sama tímabili. „Ef fjöldi greindra smita verður áfram 2.000-3.000 á dag má búast við að daglegur fjöldi innlagna vegna Covid-19 verði a.m.k. 2-3 en að auki muni a.m.k. 4-6 leggjast inn daglega með Covid-19. Fyrirsjáanlegt er því að álag á heilbrigðisþjónustuna og þá sérstaklega spítalakerfið, muni aukast á næstunni,“ skrifar Þórólfur. Helsta ógnin ekki lengur alvarleg veikindi Í almennum kafla minnisblaðsins segir Þórólfur einnig að helsta ógnin af völdum Covid-19 sé ekki lengur mikill fjöldi alvarlegra veikra einstaklinga, heldur útbreidd smit í samfélagiinu, sem auki fjölda smitaðra einstaklinga inni á heilbrigðisstofnunum, með minni veikindum og miklum fjarvistum starfsfólks. Tiltekur Þórólfur að í vikunni hafi 248 starfsmenn Landspítalans verið í einangrun og 300 í sóttkví. Því sé staðan á Landspítalanum afar viðkvæm og lítið megi út af bregða. Lesa má minnisblaðið í heild sinni hér.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Sjá meira