„Samfylkingunni ber að lúta landslögum“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 12. febrúar 2022 15:03 Logi segir að Samfylkingunni beri að fylgja landslögum en vonar að með tímanum geti Guðmundur boðið sig fram. Vísir Guðmundur Ingi Þóroddsson frambjóðandi í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík segir ekki tilefni fyrir stuðningsmenn sína að segja sig úr flokknum. Greint var frá því í gærkvöldi að Guðmundi hafi verið meinuð þátttaka í prófkjörinu þar sem hann er á reynslulausn eftir fangelsisvist. Málið hefur valdið miklu uppþoti innan Samfylkingarinnar og líflegar umræður skapast á Facebook-hópi flokksmanna í dag. Margir hafa lýst yfir vanþóknun sinni á niðurstöðu kjörstjórnar Samfylkingarinnar, sem komst að þeirri niðurstöðu í gær að Guðmundur væri ekki kjörgengur, þrátt fyrir að hafa samþykkt framboð hans í janúar. Guðmundur hefur verið í fangelsiskerfinu frá því skömmu eftir aldamót en hefur verið á reynslulausnfrá árinu 2020 og stendur hún til 2023. Umdeilt er hvort maður á reynslulausn teljist kjörgengur samkvæmt lögum. „Þetta reddast einhvern vegin“ Guðmundur biður í yfirlýsingu á stuðningshópi sínum á Facebook að fólk andi inn með nefinu og segi sig ekki úr flokknum. „Þetta er vissulega áfall en enn meira fyrir þá sem ég vinn fyrir. Álagið í gær og dag er þannig að ég næ ekki að svara út af fjölda símtala og skilaboða. Þetta reddast einhvern vegin,“ skrifar hann. „Geymum stóru orðin og sögurnar, það getur allt eins dregið til einhverra tíðinda á næstu dögum eða vikum. Takk fyrir allt.“ Eins og áður segir hefur útilokun Guðmundar frá prófkjörinu valdið miklu uppþoti innan Samfylkingarinnar og stuðningsyfirlýsingum rignt yfir hann. Nú hefur Logi Einarsson, formaður flokksins, gefið út yfirlýsingu vegna málsins sem birtist á Facebook-síðu flokksmanna. „Þetta er erfitt mál. Það hefur ekki tíðkast að biðja frambjóðendur um sakavottorð en það kemur skýrt fram í áliti úrskurðarnefndar að ekki einungis var kjörstjórninni heimilt, heldur einnig skylt að kanna kjörgengi, eftir að fyrirspurn barst. Í kjölfarið mat hún að það væri ekki til staðar,“ skrifar Logi í færslunni sem birtist fyrir klukkutíma síðan. Flokkurinn verði að fylgja lögum „Sú ákvörðun var kærð til úrskurðarnefndar flokksins, sem í sitja þrír færir lögfræðingar. Í úrskurðinum kemur jafnframt fram afdráttarlaus niðurstaða um að kjörgengi sé ekki til staðar og færð sannfærandi rök fyrir henni. Það er mikilvægt að við stöndum með ákvörðunum þess fólks sem við veljum sjálf til erfiðra starfa og treystum því að þau vinni af heilindum,“ skrifar Logi. Hann segir það auðvitað góða og gilda skoðun að lög um kjörgengi ættu að vera með öðrum hætti en það sé undir Alþingi komið að breyta því en flokknum beri skylda að fylgja lögum sem séu í gildi á hverjum tíma. „Ég dáist að baráttu Guðmundar Inga, m.a.a í fangamálum og er þakklátur honum fyrir yfirveguð viðbrögð. Ég vona sannarlega að hann starfi vel með okkur áfram og fái í fyllingu tímans tækifæri til að bjóða sig fram,“ skrifar Logi. Samfylkingin Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Tengdar fréttir Kom á óvart að vera meinuð þátttaka í prófkjöri á síðustu stundu Guðmundi Inga Þóroddssyni frambjóðanda í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík var meinuð þátttaka í prófkjörinu á síðustu stundu þar sem hann er enn á reynslulausn eftir fangelsisvist. Hann telur sig hins vegar kjörgengan samkvæmt lögum. 12. febrúar 2022 11:57 Guðmundi meinuð þátttaka í prófkjöri Samfylkingarinnar Kjörstjórn fulltrúaráðs Samfylkingarinnar í Reykjavík hefur ógilt framboð Guðmundar Inga Þóroddssonar, formanns Afstöðu, í prófkjöri Samfylkingarinnar til sveitarstjórnarkosninga í Reykjavík. 12. febrúar 2022 01:12 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Sjá meira
Málið hefur valdið miklu uppþoti innan Samfylkingarinnar og líflegar umræður skapast á Facebook-hópi flokksmanna í dag. Margir hafa lýst yfir vanþóknun sinni á niðurstöðu kjörstjórnar Samfylkingarinnar, sem komst að þeirri niðurstöðu í gær að Guðmundur væri ekki kjörgengur, þrátt fyrir að hafa samþykkt framboð hans í janúar. Guðmundur hefur verið í fangelsiskerfinu frá því skömmu eftir aldamót en hefur verið á reynslulausnfrá árinu 2020 og stendur hún til 2023. Umdeilt er hvort maður á reynslulausn teljist kjörgengur samkvæmt lögum. „Þetta reddast einhvern vegin“ Guðmundur biður í yfirlýsingu á stuðningshópi sínum á Facebook að fólk andi inn með nefinu og segi sig ekki úr flokknum. „Þetta er vissulega áfall en enn meira fyrir þá sem ég vinn fyrir. Álagið í gær og dag er þannig að ég næ ekki að svara út af fjölda símtala og skilaboða. Þetta reddast einhvern vegin,“ skrifar hann. „Geymum stóru orðin og sögurnar, það getur allt eins dregið til einhverra tíðinda á næstu dögum eða vikum. Takk fyrir allt.“ Eins og áður segir hefur útilokun Guðmundar frá prófkjörinu valdið miklu uppþoti innan Samfylkingarinnar og stuðningsyfirlýsingum rignt yfir hann. Nú hefur Logi Einarsson, formaður flokksins, gefið út yfirlýsingu vegna málsins sem birtist á Facebook-síðu flokksmanna. „Þetta er erfitt mál. Það hefur ekki tíðkast að biðja frambjóðendur um sakavottorð en það kemur skýrt fram í áliti úrskurðarnefndar að ekki einungis var kjörstjórninni heimilt, heldur einnig skylt að kanna kjörgengi, eftir að fyrirspurn barst. Í kjölfarið mat hún að það væri ekki til staðar,“ skrifar Logi í færslunni sem birtist fyrir klukkutíma síðan. Flokkurinn verði að fylgja lögum „Sú ákvörðun var kærð til úrskurðarnefndar flokksins, sem í sitja þrír færir lögfræðingar. Í úrskurðinum kemur jafnframt fram afdráttarlaus niðurstaða um að kjörgengi sé ekki til staðar og færð sannfærandi rök fyrir henni. Það er mikilvægt að við stöndum með ákvörðunum þess fólks sem við veljum sjálf til erfiðra starfa og treystum því að þau vinni af heilindum,“ skrifar Logi. Hann segir það auðvitað góða og gilda skoðun að lög um kjörgengi ættu að vera með öðrum hætti en það sé undir Alþingi komið að breyta því en flokknum beri skylda að fylgja lögum sem séu í gildi á hverjum tíma. „Ég dáist að baráttu Guðmundar Inga, m.a.a í fangamálum og er þakklátur honum fyrir yfirveguð viðbrögð. Ég vona sannarlega að hann starfi vel með okkur áfram og fái í fyllingu tímans tækifæri til að bjóða sig fram,“ skrifar Logi.
Samfylkingin Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Tengdar fréttir Kom á óvart að vera meinuð þátttaka í prófkjöri á síðustu stundu Guðmundi Inga Þóroddssyni frambjóðanda í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík var meinuð þátttaka í prófkjörinu á síðustu stundu þar sem hann er enn á reynslulausn eftir fangelsisvist. Hann telur sig hins vegar kjörgengan samkvæmt lögum. 12. febrúar 2022 11:57 Guðmundi meinuð þátttaka í prófkjöri Samfylkingarinnar Kjörstjórn fulltrúaráðs Samfylkingarinnar í Reykjavík hefur ógilt framboð Guðmundar Inga Þóroddssonar, formanns Afstöðu, í prófkjöri Samfylkingarinnar til sveitarstjórnarkosninga í Reykjavík. 12. febrúar 2022 01:12 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Sjá meira
Kom á óvart að vera meinuð þátttaka í prófkjöri á síðustu stundu Guðmundi Inga Þóroddssyni frambjóðanda í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík var meinuð þátttaka í prófkjörinu á síðustu stundu þar sem hann er enn á reynslulausn eftir fangelsisvist. Hann telur sig hins vegar kjörgengan samkvæmt lögum. 12. febrúar 2022 11:57
Guðmundi meinuð þátttaka í prófkjöri Samfylkingarinnar Kjörstjórn fulltrúaráðs Samfylkingarinnar í Reykjavík hefur ógilt framboð Guðmundar Inga Þóroddssonar, formanns Afstöðu, í prófkjöri Samfylkingarinnar til sveitarstjórnarkosninga í Reykjavík. 12. febrúar 2022 01:12