„Þetta er festival, þetta er fótboltaleikur og þetta er konsert“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 12. febrúar 2022 23:00 Skarphéðinn Héðinsson situr í framkvæmdarstjórn Los Angeles Rams. Skarphéðinn Héðinsson situr í framkvæmdastjórn Los Angeles Rams og hefur verið í lykilhlutverki byggingu nýs og glæsilegs leikvangs þar sem Super Bowl fer fram annað kvöld. Eiríkur Stefán ræddi við Skarphéðinn um þetta risavaxna verkefni. Super Bowl er ekki aðeins íþróttaleikur, heldur risavaxin skemmtun sem grannt er fylgst með um allan heim. Leikvangurinn sem hýsir leikinn að þessu sinni er hinn nýbyggði og glæsilegi Sofi Stadium. Skarphéðinn Héðinsson starfar sem framkvæmdastjóri tæknisviðs LA Rams, en óhætt er að segja að leikvangurinn sé búinn allri nýjustu tækni. „Þessi völlur er náttúrulega mjög sérstakur að því leyti að við settum ótrúlega mikla tækni. Það var náttúrulega það sem eigandinn, Stan Kroenke, vildi gera frá upphafi.“ „Hann vildi gera þennan völl sem er í Los Angeles að svona fyrsta nútímavellinum. Mér finnst það að upplifa fótboltaleik á Sofi Stadium allt öðruvísi en að upplifa fótboltaleiki á öðrum leikvöngum.“ Klippa: Skarphéðinn Héðinsson í lykilhlutverki Vinna hófst við leikvanginn árið 2017 og hann var svo vígður árið 2020. Eins og gefur að skilja liggur mikill undirbúningur að baki fyrir leikinn á morgun. „Við erum náttúrulega nýbúnir að byggja völlinn. Við erum búnir að vera í því verkefni síðustu fimm árin. En núna má segja að síðasta árið, eða bara síðan að síðasta Super Bowl var haldið, erum við búnir að vera að undirbúa.“ „Þetta er ofboðslega mikið verkefni af því að eins og ég lýsi Super Bowl, þetta er festival, þetta er fótboltaleikur og þetta er konsert. Allt bara á fjórum tímum.“ Skarphéðinn er svo ekki í nokkrum vafa um niðurstöðu leiksins. „Mínir menn þeir hafa þetta alveg ábyggilega. Ég spái því að við vinnum með 17 stigum,“ sagði Skarphéðinn léttur að lokum. NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem á 2.990 krónur á mánuði fyrir núverandi áskrifendur. NFL Íslendingar erlendis Ofurskálin Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Fleiri fréttir Chelsea - Arsenal | Harður slagur um sæti í úrslitum Júlía og Manuel skautuðu áfram í úrslitin Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Grindavík - Njarðvík | Toppslagur í HS Orku-höllinni Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Íslendingar unnu gull, silfur og brons í Austurríki Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin Hættur að þjálfa Steelers eftir nítján ár með liðið María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Eina hlaup ársins sem enginn kláraði Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Sjá meira
Super Bowl er ekki aðeins íþróttaleikur, heldur risavaxin skemmtun sem grannt er fylgst með um allan heim. Leikvangurinn sem hýsir leikinn að þessu sinni er hinn nýbyggði og glæsilegi Sofi Stadium. Skarphéðinn Héðinsson starfar sem framkvæmdastjóri tæknisviðs LA Rams, en óhætt er að segja að leikvangurinn sé búinn allri nýjustu tækni. „Þessi völlur er náttúrulega mjög sérstakur að því leyti að við settum ótrúlega mikla tækni. Það var náttúrulega það sem eigandinn, Stan Kroenke, vildi gera frá upphafi.“ „Hann vildi gera þennan völl sem er í Los Angeles að svona fyrsta nútímavellinum. Mér finnst það að upplifa fótboltaleik á Sofi Stadium allt öðruvísi en að upplifa fótboltaleiki á öðrum leikvöngum.“ Klippa: Skarphéðinn Héðinsson í lykilhlutverki Vinna hófst við leikvanginn árið 2017 og hann var svo vígður árið 2020. Eins og gefur að skilja liggur mikill undirbúningur að baki fyrir leikinn á morgun. „Við erum náttúrulega nýbúnir að byggja völlinn. Við erum búnir að vera í því verkefni síðustu fimm árin. En núna má segja að síðasta árið, eða bara síðan að síðasta Super Bowl var haldið, erum við búnir að vera að undirbúa.“ „Þetta er ofboðslega mikið verkefni af því að eins og ég lýsi Super Bowl, þetta er festival, þetta er fótboltaleikur og þetta er konsert. Allt bara á fjórum tímum.“ Skarphéðinn er svo ekki í nokkrum vafa um niðurstöðu leiksins. „Mínir menn þeir hafa þetta alveg ábyggilega. Ég spái því að við vinnum með 17 stigum,“ sagði Skarphéðinn léttur að lokum. NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem á 2.990 krónur á mánuði fyrir núverandi áskrifendur.
NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem á 2.990 krónur á mánuði fyrir núverandi áskrifendur.
NFL Íslendingar erlendis Ofurskálin Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Fleiri fréttir Chelsea - Arsenal | Harður slagur um sæti í úrslitum Júlía og Manuel skautuðu áfram í úrslitin Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Grindavík - Njarðvík | Toppslagur í HS Orku-höllinni Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Íslendingar unnu gull, silfur og brons í Austurríki Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin Hættur að þjálfa Steelers eftir nítján ár með liðið María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Eina hlaup ársins sem enginn kláraði Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Sjá meira