Reynt að forða algjöru hruni í grunnþjónustu Sunna Sæmundsdóttir skrifar 13. febrúar 2022 23:00 Afganistan er í heljargreipum og um helmingur barna býr við bráða vannæringu. Framkvæmdastjóri UNICEF segir áherslu lagða á að koma í veg fyrir algjört hrun í grunnþjónustu en samtökin hafa meðal annars nýtt söfnunarfé í að greiða laun hjúkrunarfólks til þess að halda heilsugæslustöðvum gangandi. Lengi getur vont versnað er kannski orðtak sem nær ágætlega utan um stöðu þorra afgönsku þjóðarinnar sem framkvæmdastjóri UNICEF segir einfaldlega í heljargreipum. Birna Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi.Vísir/Arnar „Fyrir utan vetrarkulda er mikill fæðuskortur og um helmingur barna undir fimm ára aldri býr við vannæringu sem getur orðið lífshættuleg ef ekki er gripið inn í,” segir Birna Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri UNICEF. Við þetta bætist pólitískur óstöðugleiki og efnahagshrun eftir valdatöku talíbana auk þess sem fleiri farsóttir en covid herja á börn - líkt og mislingar og mænusótt. Antonio Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna talaði á svipuðum nótum á dögunum og líkti daglegu lífi við „frosið helvíti” og sagði þjóðina hanga á bláþráði hálfu ári eftir valdatöku talíbana. Þetta þekkir Gulnaz, ung móðir sem missti vinnuna eftir valdatökuna og fréttamaður AP hitti nýverið. Líkt og sjá má í myndskeiðinu sem fylgir fréttinni kemur hún sér nú fyrir daglega við hraðahindrun á vegi sem liggur að Kabúl. Þar situr hún í nístandi kulda með átján mánaða son sinn í von um að betla pening af ökumönnum á leið til höfuðborgarinnar. Gulnaz situr með átján mánaða gamlan son sin við vegkant nærri Kabúl.AP „Við erum hvorki með rafmagn né hita, börnin mín fá varla neitt að borða og eru svöng. Það er vetur og við eigum ekkert til að halda á okkur hita. Við eigum ekkert og á hverjum degi, hvort sem það rignir eða snjóar, komum við og sitjum hérna,” sagði Gulnaz. „Fólk er bara búið með öll venjuleg bjargráð. Það eru engin bjargráð eftir,” segir Birna. „Og það grípur bara til þeirra ráða sem það getur til þess að tryggja öryggi sitt og sinna nánustu. Þetta eru bara aðstæður sem við eigum mjög erfitt ímynda okkur.” Um helmingur barna undir fimm ára aldri í Afganistan býr við vannæringu.AP Sameinuðu þjóðirnar hafa uppi stærsta mannúðarákall sögunnar fyrir Afganistan í ár og beðið er um fimm milljarða bandaríkjadala í aðstoð. Þar af biður barnahjálpin um tvo og hálfan milljarð. UNICEF á Íslandi gegnir þar hlutverki með söfnun í gegnum sms og á heimasíðu sinni. Birna segir söfnunarfé meðal annars hafa nýst í bólusetningarátak gegn mænusótt hjá börnum í janúar. „Og í nóvember greiddi UNICEF laun um tíu þúsund starfsmanna heilsugæslna til þess að tryggja að þau gætu haldið áfram að mæta í vinnuna og séð fyrir sér og sínum,” segir Birna. Brýn þörf er á því þar sem heilbrigðisstarfsfólk hefur unnið að hluta launalaust þar sem heilbrigðiskerfið er einfaldlega í molum. Þá segja læknar bráðan skort á nauðsynjum til þess að aðstoða þá sem þurfa læknishjálp. Birna segir markmiðið að tryggja lágmarks innviði og næringu. „Slagurinn núna er bara að koma í veg fyrir algjört hrun í grunnþjónustu samfélagsins.” Afganistan Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Erlent Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Erlent Fleiri fréttir Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Sjá meira
Lengi getur vont versnað er kannski orðtak sem nær ágætlega utan um stöðu þorra afgönsku þjóðarinnar sem framkvæmdastjóri UNICEF segir einfaldlega í heljargreipum. Birna Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi.Vísir/Arnar „Fyrir utan vetrarkulda er mikill fæðuskortur og um helmingur barna undir fimm ára aldri býr við vannæringu sem getur orðið lífshættuleg ef ekki er gripið inn í,” segir Birna Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri UNICEF. Við þetta bætist pólitískur óstöðugleiki og efnahagshrun eftir valdatöku talíbana auk þess sem fleiri farsóttir en covid herja á börn - líkt og mislingar og mænusótt. Antonio Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna talaði á svipuðum nótum á dögunum og líkti daglegu lífi við „frosið helvíti” og sagði þjóðina hanga á bláþráði hálfu ári eftir valdatöku talíbana. Þetta þekkir Gulnaz, ung móðir sem missti vinnuna eftir valdatökuna og fréttamaður AP hitti nýverið. Líkt og sjá má í myndskeiðinu sem fylgir fréttinni kemur hún sér nú fyrir daglega við hraðahindrun á vegi sem liggur að Kabúl. Þar situr hún í nístandi kulda með átján mánaða son sinn í von um að betla pening af ökumönnum á leið til höfuðborgarinnar. Gulnaz situr með átján mánaða gamlan son sin við vegkant nærri Kabúl.AP „Við erum hvorki með rafmagn né hita, börnin mín fá varla neitt að borða og eru svöng. Það er vetur og við eigum ekkert til að halda á okkur hita. Við eigum ekkert og á hverjum degi, hvort sem það rignir eða snjóar, komum við og sitjum hérna,” sagði Gulnaz. „Fólk er bara búið með öll venjuleg bjargráð. Það eru engin bjargráð eftir,” segir Birna. „Og það grípur bara til þeirra ráða sem það getur til þess að tryggja öryggi sitt og sinna nánustu. Þetta eru bara aðstæður sem við eigum mjög erfitt ímynda okkur.” Um helmingur barna undir fimm ára aldri í Afganistan býr við vannæringu.AP Sameinuðu þjóðirnar hafa uppi stærsta mannúðarákall sögunnar fyrir Afganistan í ár og beðið er um fimm milljarða bandaríkjadala í aðstoð. Þar af biður barnahjálpin um tvo og hálfan milljarð. UNICEF á Íslandi gegnir þar hlutverki með söfnun í gegnum sms og á heimasíðu sinni. Birna segir söfnunarfé meðal annars hafa nýst í bólusetningarátak gegn mænusótt hjá börnum í janúar. „Og í nóvember greiddi UNICEF laun um tíu þúsund starfsmanna heilsugæslna til þess að tryggja að þau gætu haldið áfram að mæta í vinnuna og séð fyrir sér og sínum,” segir Birna. Brýn þörf er á því þar sem heilbrigðisstarfsfólk hefur unnið að hluta launalaust þar sem heilbrigðiskerfið er einfaldlega í molum. Þá segja læknar bráðan skort á nauðsynjum til þess að aðstoða þá sem þurfa læknishjálp. Birna segir markmiðið að tryggja lágmarks innviði og næringu. „Slagurinn núna er bara að koma í veg fyrir algjört hrun í grunnþjónustu samfélagsins.”
Afganistan Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Erlent Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Erlent Fleiri fréttir Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Sjá meira