Ágústa Ýr í myndatöku fyrir Vogue: „Litla ég væri mjög stolt“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 13. febrúar 2022 20:01 Fjölhæfa listakonan Ágústa Ýr sat fyrir hjá tískutímaritinu Vogue Italia nú á dögunum Instagram @iceicebabyspice Listakonan, leikstjórinn og fyrirsætan Ágústa Ýr Guðmundsdóttir, jafnan þekkt fyrir Instagram nafn sitt @iceicebabyspice, birtist í tölublaði tímaritsins Vogue Italia á dögunum. View this post on Instagram A post shared by Agusta Yr (@iceicebabyspice) Ágústa Ýr hefur tekið þátt í ýmsum spennandi verkefnum undanfarin ár og má þar meðal annars nefna Feneyjatvíæringinn, unnið að hinum ýmsu tónlistarmyndböndum og gengið á tískusýningu fyrir merkið Fenty sem ofurstjarnan Rihanna rekur. Blaðamaður setti sig í samband við þessa fjölhæfu listakonu og fékk að heyra um verkefnið með Vogue. View this post on Instagram A post shared by Agusta Yr (@iceicebabyspice) Tískusýning leiddi af sér tækifærið Samkvæmt Ágústu varð þessi spennandi myndataka að raunveruleika eftir að hún gekk á tískupalli fyrir tískumerkið Adriana Hot Couture í Mílanó í september síðastliðnum. „Í kjölfarið heyrðu þau í mér fyrir þessar tökur og vildu endilega að ég kæmi til Mílanó aftur fyrir þetta,“ segir Ágústa en þetta er þó ekki í fyrsta skipti sem hún vinnur með tískurisanum Vogue. Árið 2020 vann hún verkefni fyrir Vogue Italia og Gucci en nú var hún í fyrsta skipti að vinna með tímaritinu sem fyrirsæta. View this post on Instagram A post shared by Vogue Italia (@vogueitalia) Það er eflaust draumur margra að sjá mynd af sér í Vogue og því varð blaðamaður að spyrja hvernig Ágústu hefði liðið í kjölfarið. „Þetta er náttúrulega bara klikkuð tilfinning. Ekki það að eg hafi haldið að þetta myndi aldrei gerast per say, en að sjá þetta rætast er alveg amazing. Litla ég væri mjög stolt og að fríka út.“ View this post on Instagram A post shared by Agusta Yr (@iceicebabyspice) Leiðin liggur til Ameríku Það er ýmislegt spennandi á döfinni hjá Ágústu í hinum skapandi heimi. „Ég er að vinna í nokkrum verkefnum núna, meðal annars einu fyrir Indie K-Pop hljómsveit sem er mjög spennandi þar sem ég hef lengi viljað koma mér þangað inn. Ég er svo bara að halda áfram í því sem ég er að gera og reyna að koma mér aftur til Ameríku,“ segir Ágústa sem bjó meðal annars í New York í nokkur ár og lærði ljósmyndun í School of Visual Arts. Nýlega hefur hún einmitt enduruppgötvað ástríðu sína fyrir ljósmyndunum. View this post on Instagram A post shared by Agusta Yr (@iceicebabyspice) „Mig langar líka að byrja að taka ljósmyndir aftur. Ég tók nýlega myndir af söngkonunni Kim Petras sem eru ekki enn komnar út en ég var búin að gleyma því hvað mér finnst gaman að taka myndir,“ segir Ágústa Ýr að lokum. Tíska og hönnun Menning Tengdar fréttir Ágústa Ýr tók þátt í tískusýningu Rihönnu Íslenski hönnuðurinn, leikstjórinn og fyrirsætan Ágústa Ýr Guðmundsdóttir kom fram í tískusýningu nýrrar undirfatalínu söngkonunnar Rihönnu. 20. september 2019 19:00 Mest lesið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Fleiri fréttir Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
View this post on Instagram A post shared by Agusta Yr (@iceicebabyspice) Ágústa Ýr hefur tekið þátt í ýmsum spennandi verkefnum undanfarin ár og má þar meðal annars nefna Feneyjatvíæringinn, unnið að hinum ýmsu tónlistarmyndböndum og gengið á tískusýningu fyrir merkið Fenty sem ofurstjarnan Rihanna rekur. Blaðamaður setti sig í samband við þessa fjölhæfu listakonu og fékk að heyra um verkefnið með Vogue. View this post on Instagram A post shared by Agusta Yr (@iceicebabyspice) Tískusýning leiddi af sér tækifærið Samkvæmt Ágústu varð þessi spennandi myndataka að raunveruleika eftir að hún gekk á tískupalli fyrir tískumerkið Adriana Hot Couture í Mílanó í september síðastliðnum. „Í kjölfarið heyrðu þau í mér fyrir þessar tökur og vildu endilega að ég kæmi til Mílanó aftur fyrir þetta,“ segir Ágústa en þetta er þó ekki í fyrsta skipti sem hún vinnur með tískurisanum Vogue. Árið 2020 vann hún verkefni fyrir Vogue Italia og Gucci en nú var hún í fyrsta skipti að vinna með tímaritinu sem fyrirsæta. View this post on Instagram A post shared by Vogue Italia (@vogueitalia) Það er eflaust draumur margra að sjá mynd af sér í Vogue og því varð blaðamaður að spyrja hvernig Ágústu hefði liðið í kjölfarið. „Þetta er náttúrulega bara klikkuð tilfinning. Ekki það að eg hafi haldið að þetta myndi aldrei gerast per say, en að sjá þetta rætast er alveg amazing. Litla ég væri mjög stolt og að fríka út.“ View this post on Instagram A post shared by Agusta Yr (@iceicebabyspice) Leiðin liggur til Ameríku Það er ýmislegt spennandi á döfinni hjá Ágústu í hinum skapandi heimi. „Ég er að vinna í nokkrum verkefnum núna, meðal annars einu fyrir Indie K-Pop hljómsveit sem er mjög spennandi þar sem ég hef lengi viljað koma mér þangað inn. Ég er svo bara að halda áfram í því sem ég er að gera og reyna að koma mér aftur til Ameríku,“ segir Ágústa sem bjó meðal annars í New York í nokkur ár og lærði ljósmyndun í School of Visual Arts. Nýlega hefur hún einmitt enduruppgötvað ástríðu sína fyrir ljósmyndunum. View this post on Instagram A post shared by Agusta Yr (@iceicebabyspice) „Mig langar líka að byrja að taka ljósmyndir aftur. Ég tók nýlega myndir af söngkonunni Kim Petras sem eru ekki enn komnar út en ég var búin að gleyma því hvað mér finnst gaman að taka myndir,“ segir Ágústa Ýr að lokum.
Tíska og hönnun Menning Tengdar fréttir Ágústa Ýr tók þátt í tískusýningu Rihönnu Íslenski hönnuðurinn, leikstjórinn og fyrirsætan Ágústa Ýr Guðmundsdóttir kom fram í tískusýningu nýrrar undirfatalínu söngkonunnar Rihönnu. 20. september 2019 19:00 Mest lesið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Fleiri fréttir Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
Ágústa Ýr tók þátt í tískusýningu Rihönnu Íslenski hönnuðurinn, leikstjórinn og fyrirsætan Ágústa Ýr Guðmundsdóttir kom fram í tískusýningu nýrrar undirfatalínu söngkonunnar Rihönnu. 20. september 2019 19:00