Sturla var einn af 34 sem skiluðu sér ekki niður alla brekkuna í fyrri ferðinni í sviginu, eftir að hafa farið út af braut ofarlega í brekkunni.
Þar með er þátttöku Íslendinga í alpagreinum á Vetrarólympíuleikunum lokið. Sturla hafði verið skráður í tvær greinar en varð að hætta við keppni í stórsvigi vegna kórónuveirusmitsins.