Búinn að fara á tvenna Ólympíuleika en hefur enn ekki komist í mark Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. febrúar 2022 12:01 Sturla Snær Snorrason hefur ekki haft heppnina með sér á síðustu tveimur Ólympíuleikum sínum. Instagram/@sturlasnaer94 Íslenski skíðamaðurinn Sturla Snær Snorrason kláraði í morgun sína aðra Ólympíuleika í röð án þess að ná því að klára ferð. Í lokagrein Sturlu á Vetrarólympíuleikunum í Peking þá gerði hann mistök í svigkeppninni. Sturla missti af beygju ofarlega í brautinni og keyrði í framhaldinu út úr brautinni. Seinna kom í ljós að þetta voru ekki mistök heldur enn ein óheppnin hjá stráknum. Uppfært: Ástæða þess að Sturla keyrði út úr brautinni var sú að hann meiddist, líklega á nára, og gat ekki haldið áfram vegna meiðsla. Sturla missti af fyrri grein sinni eftir að hafa greinst með kórónuveiruna eftir Opnunarhátíðina þar sem hann bar íslenska fánann inn á völlinn. Þessi veikindi sáu til þess að hann gat ekki keppt í stórsviginu. Sturla keppti líka fyrir Íslands hönd á Vetrarólympíuleikunum í Pyeongchang í Suður-Kóreu fyrir fjórum árum síðar. Hann kláraði heldur ekki ferð í þeirri keppni. Hans fyrri grein á leikunum fyrir fjórum árum var stórsvigið þar sem hann datt úr keppni í fyrri ferðinni. Sturla Snær féll þá líka í brautinni með þeim afleiðingum að hann fékk annað skíðið í kálfann. Við það blæddi inn á vöðva. Þessi meiðsli kostuðu hann síðan keppni í sviginu. Sturla gerði hvað hann gat til þess að verða klár í svigkeppnina en eftir upphitun var ljóst að hann var ekki keppnisfær. Á báðum leikunum var Sturla Snær eini íslensku alpagreinamaðurinn sem kláraði ekki ferð. Freydís Halla Einarsdóttir kláraði þrjár ferðir af fjórum í kvennakeppninni í Pyeongchang og á þessum leikunum náði Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir 32. sæti í risasvigi og 38. sæti i svigi eftir að hafa fallið úr keppni í stórsviginu. Það er ekki hægt að segja að heppnin hafi verið með Sturlu á þessum tveimur leikum. Meiðsli og veikindi hafa haft sín áhrif en það er svekkjandi að hafa farið á tvo Ólympíuleika án þess að komist í mark. Skíðaíþróttir Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Tengdar fréttir Stutt gaman hjá Sturlu Eftir að hafa verið í einangrun og svo sóttkví vegna kórónuveirusmits stærstan hluta Vetrarólympíuleikanna náði Sturla Snær Snorrason ekki langt í svigi í nótt. 16. febrúar 2022 06:59 Sturla Snær keppir ekki í nótt Skíðamaðurinn Sturla Snær Snorrason mun ekki keppa í stórsvigi í nótt. Sturla Snær er hluti af íslenska hópnum sem tekur nú þátt á vetrarólympíuleikunum en hann greindist með Covid-19 fyrir viku og hefur ekki enn jafnað sig. 12. febrúar 2022 10:00 Sturla laus úr einangrun en enn í kapphlaupi við tímann Skíðakappinn Sturla Snær Snorrason losnaði í dag úr einangrun á Vetrarólympíuleikunum í Peking, eftir að hafa greinst með kórónuveirusmit síðastliðinn laugardag. 11. febrúar 2022 13:46 Sturla Snær með veiruna Sturla Snær Snorrason, keppandi í alpagreinum á Vetrarólympíuleikunum í Peking, hefur greinst jákvæður með kórónuveiruna. 5. febrúar 2022 14:31 Kristrún og Sturla fánaberar Íslands á morgun Fimm Íslendingar verða á meðal keppenda á Vetrarólympíuleikunum í Peking sem settir verða í hádeginu á morgun að íslenskum tíma. 3. febrúar 2022 13:02 Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Semple til Grindavíkur Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Ósyndar NFL-stjörnur biðja Michael Phelps um aðstoð Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Sömdu við manninn með sex fingur á hægri hendi Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Sjá meira
Í lokagrein Sturlu á Vetrarólympíuleikunum í Peking þá gerði hann mistök í svigkeppninni. Sturla missti af beygju ofarlega í brautinni og keyrði í framhaldinu út úr brautinni. Seinna kom í ljós að þetta voru ekki mistök heldur enn ein óheppnin hjá stráknum. Uppfært: Ástæða þess að Sturla keyrði út úr brautinni var sú að hann meiddist, líklega á nára, og gat ekki haldið áfram vegna meiðsla. Sturla missti af fyrri grein sinni eftir að hafa greinst með kórónuveiruna eftir Opnunarhátíðina þar sem hann bar íslenska fánann inn á völlinn. Þessi veikindi sáu til þess að hann gat ekki keppt í stórsviginu. Sturla keppti líka fyrir Íslands hönd á Vetrarólympíuleikunum í Pyeongchang í Suður-Kóreu fyrir fjórum árum síðar. Hann kláraði heldur ekki ferð í þeirri keppni. Hans fyrri grein á leikunum fyrir fjórum árum var stórsvigið þar sem hann datt úr keppni í fyrri ferðinni. Sturla Snær féll þá líka í brautinni með þeim afleiðingum að hann fékk annað skíðið í kálfann. Við það blæddi inn á vöðva. Þessi meiðsli kostuðu hann síðan keppni í sviginu. Sturla gerði hvað hann gat til þess að verða klár í svigkeppnina en eftir upphitun var ljóst að hann var ekki keppnisfær. Á báðum leikunum var Sturla Snær eini íslensku alpagreinamaðurinn sem kláraði ekki ferð. Freydís Halla Einarsdóttir kláraði þrjár ferðir af fjórum í kvennakeppninni í Pyeongchang og á þessum leikunum náði Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir 32. sæti í risasvigi og 38. sæti i svigi eftir að hafa fallið úr keppni í stórsviginu. Það er ekki hægt að segja að heppnin hafi verið með Sturlu á þessum tveimur leikum. Meiðsli og veikindi hafa haft sín áhrif en það er svekkjandi að hafa farið á tvo Ólympíuleika án þess að komist í mark.
Skíðaíþróttir Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Tengdar fréttir Stutt gaman hjá Sturlu Eftir að hafa verið í einangrun og svo sóttkví vegna kórónuveirusmits stærstan hluta Vetrarólympíuleikanna náði Sturla Snær Snorrason ekki langt í svigi í nótt. 16. febrúar 2022 06:59 Sturla Snær keppir ekki í nótt Skíðamaðurinn Sturla Snær Snorrason mun ekki keppa í stórsvigi í nótt. Sturla Snær er hluti af íslenska hópnum sem tekur nú þátt á vetrarólympíuleikunum en hann greindist með Covid-19 fyrir viku og hefur ekki enn jafnað sig. 12. febrúar 2022 10:00 Sturla laus úr einangrun en enn í kapphlaupi við tímann Skíðakappinn Sturla Snær Snorrason losnaði í dag úr einangrun á Vetrarólympíuleikunum í Peking, eftir að hafa greinst með kórónuveirusmit síðastliðinn laugardag. 11. febrúar 2022 13:46 Sturla Snær með veiruna Sturla Snær Snorrason, keppandi í alpagreinum á Vetrarólympíuleikunum í Peking, hefur greinst jákvæður með kórónuveiruna. 5. febrúar 2022 14:31 Kristrún og Sturla fánaberar Íslands á morgun Fimm Íslendingar verða á meðal keppenda á Vetrarólympíuleikunum í Peking sem settir verða í hádeginu á morgun að íslenskum tíma. 3. febrúar 2022 13:02 Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Semple til Grindavíkur Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Ósyndar NFL-stjörnur biðja Michael Phelps um aðstoð Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Sömdu við manninn með sex fingur á hægri hendi Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Sjá meira
Stutt gaman hjá Sturlu Eftir að hafa verið í einangrun og svo sóttkví vegna kórónuveirusmits stærstan hluta Vetrarólympíuleikanna náði Sturla Snær Snorrason ekki langt í svigi í nótt. 16. febrúar 2022 06:59
Sturla Snær keppir ekki í nótt Skíðamaðurinn Sturla Snær Snorrason mun ekki keppa í stórsvigi í nótt. Sturla Snær er hluti af íslenska hópnum sem tekur nú þátt á vetrarólympíuleikunum en hann greindist með Covid-19 fyrir viku og hefur ekki enn jafnað sig. 12. febrúar 2022 10:00
Sturla laus úr einangrun en enn í kapphlaupi við tímann Skíðakappinn Sturla Snær Snorrason losnaði í dag úr einangrun á Vetrarólympíuleikunum í Peking, eftir að hafa greinst með kórónuveirusmit síðastliðinn laugardag. 11. febrúar 2022 13:46
Sturla Snær með veiruna Sturla Snær Snorrason, keppandi í alpagreinum á Vetrarólympíuleikunum í Peking, hefur greinst jákvæður með kórónuveiruna. 5. febrúar 2022 14:31
Kristrún og Sturla fánaberar Íslands á morgun Fimm Íslendingar verða á meðal keppenda á Vetrarólympíuleikunum í Peking sem settir verða í hádeginu á morgun að íslenskum tíma. 3. febrúar 2022 13:02