Guggugulur fannst á Listasafni Akureyrar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 17. febrúar 2022 13:18 Verkið Guggugulur fannst í Listasafninu á Akureyri. Aðsend Verkið Guggugulur, sem hvarf á Akureyri fyrir sex árum síðan, er komið í leitirnar og mun kannski skila sér aftur heim til Ísafjarðar eftir allt saman. Greint var frá því á Vísi í morgun að ljósmyndin Guggugulur hafi horfið á Akureyri árið 2016 og aldrei skilað sér heim til Ísafjarðar. Liturinn var á sínum tíma blandaður eftir gula litnum sem einkenndi togarann Guðbjörgina ÍS sem seld var frá Ísafirði til sjávarútvegsfélagsins Samherja árið 1997. Þrátt fyrir loforð um að Guðbjörgin yrði gerð út frá Ísafirði eftir kaupin fór svo að hún var seld til Þýskalands tveimur árum síðar og Guðbjörgin sigldi aldrei aftur í höfn á Ísafirði. Árið 2016 hélt myndlistarmaðurinn Gunnar Jónsson sýningu á Akureyri og sýndi þar verkið Flaggskip, sem ljósmyndin af málningunni er hluti af. Eftir að sýningunni lauk skilaði myndin sér þó aldrei aftur til Ísafjarðar og var týnd á Akureyri þar til í morgun. Ljósmyndin fannst nefnilega á Listasafninu á Akureyri en hún hafði horfið inn í geymslu eftir endurbætur á safninu. „Hún hafði týnst þarna á milli annarra verka, eins og mig grunaði, þegar þau voru að gera upp safnið. Svo hringdi safnstjórinn í mig strax í morgun. Hann sá fréttina og sagði við mig: Ég vissi ekki að þú hafir gert þetta, ég var búinn að velta þessu fyrir mér,“ segir Gunnar. Verk Gunnars Jónssonar, Guggugulur, sem hvarf á Akureyri.Gunnar Jónsson „Það er gott að vita að henni var ekki stolið. Þessi frétt greinilega skilaði sér vel.“ Gunnar segir í samtali við Vísi að hann sé hæstánægður með fundinn. Það liggi þó ekki fyrir hvort Guggugulur fari aftur heim á Ísafjörð og gæti verkið því fylgt í fótspor Guðbjargarinnar - Guggunnar - sjálfrar. Þannig að Guggugulur skilar sér aftur heim til Ísafjarðar eftir allt saman? „Það er aldrei að vita, kannski verður hún bara hjá tengdapabba fyrir norðan. En hún er allavega komin í réttar hendur.“ Myndlist Akureyri Ísafjarðarbær Söfn Mest lesið Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Sjá meira
Greint var frá því á Vísi í morgun að ljósmyndin Guggugulur hafi horfið á Akureyri árið 2016 og aldrei skilað sér heim til Ísafjarðar. Liturinn var á sínum tíma blandaður eftir gula litnum sem einkenndi togarann Guðbjörgina ÍS sem seld var frá Ísafirði til sjávarútvegsfélagsins Samherja árið 1997. Þrátt fyrir loforð um að Guðbjörgin yrði gerð út frá Ísafirði eftir kaupin fór svo að hún var seld til Þýskalands tveimur árum síðar og Guðbjörgin sigldi aldrei aftur í höfn á Ísafirði. Árið 2016 hélt myndlistarmaðurinn Gunnar Jónsson sýningu á Akureyri og sýndi þar verkið Flaggskip, sem ljósmyndin af málningunni er hluti af. Eftir að sýningunni lauk skilaði myndin sér þó aldrei aftur til Ísafjarðar og var týnd á Akureyri þar til í morgun. Ljósmyndin fannst nefnilega á Listasafninu á Akureyri en hún hafði horfið inn í geymslu eftir endurbætur á safninu. „Hún hafði týnst þarna á milli annarra verka, eins og mig grunaði, þegar þau voru að gera upp safnið. Svo hringdi safnstjórinn í mig strax í morgun. Hann sá fréttina og sagði við mig: Ég vissi ekki að þú hafir gert þetta, ég var búinn að velta þessu fyrir mér,“ segir Gunnar. Verk Gunnars Jónssonar, Guggugulur, sem hvarf á Akureyri.Gunnar Jónsson „Það er gott að vita að henni var ekki stolið. Þessi frétt greinilega skilaði sér vel.“ Gunnar segir í samtali við Vísi að hann sé hæstánægður með fundinn. Það liggi þó ekki fyrir hvort Guggugulur fari aftur heim á Ísafjörð og gæti verkið því fylgt í fótspor Guðbjargarinnar - Guggunnar - sjálfrar. Þannig að Guggugulur skilar sér aftur heim til Ísafjarðar eftir allt saman? „Það er aldrei að vita, kannski verður hún bara hjá tengdapabba fyrir norðan. En hún er allavega komin í réttar hendur.“
Myndlist Akureyri Ísafjarðarbær Söfn Mest lesið Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Sjá meira