Tekur stöðuna í næstu viku Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. febrúar 2022 13:07 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Yfir hundrað þúsund manns hafa nú greinst með kórónuveiruna innanlands frá upphafi faraldurs en sóttvarnalæknir bendir á að þeir gætu í raun verið allt að tvö hundruð þúsund og hjarðónæmi þannig mögulega handan við hornið. Hann telur ekki rétt að meta það fyrr en í næstu viku hvort fresta ætti allsherjarafléttingum, í ljósi erfiðrar stöðu í heilbrigðiskerfinu. Í gær greindust 2.317 með veiruna, 500 færri en í fyrradag þegar met var slegið. Alls hafa nú 103.086 greinst smitaðir af veirunni frá upphafi. Inniliggjandi á spítala eru nú 52 manns, þar af 45 á Landspítala. Fjórir eru á gjörgæslu og einn í öndunarvél. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að það að hundrað þúsund smita múrinn hafi verið rofinn hafi kannski ekki sérstaka þýðingu, fyrir utan það að þetta sýni hvað veiran er útbreidd. „Tæplega einn þriðji af þjóðinni er með staðfest smit og ef við gerum ráð fyrir að kannski annað eins hafi fengið smit án þess að greinast, eða einkennalítið smit, þá er náttúrulega stór hluti þjóðarinnar smitaður,“ segir Þórólfur. „Vonandi förum við á næstu vikum að ná því marki sem er svokallað hjarðónæmi í öllum svona faröldrum.“ Alltaf sama spurningin Heilbrigðisráðherra, í samræmi við minnisblað sóttvarnalæknis, boðar allsherjarafléttingar í næstu viku - en eins og fram hefur komið er staðan afar þung á Landspítala, einkum vegna veikinda starfsfólks. Þórólfur segir of snemmt að segja til um það hvort hann telji rétt að fresta afléttingum. „Ég þarf bara að sjá hvernig verður. En það er alveg rétt að ástandið er ekki gott, til dæmis á Landspítalanum, þar sem eru alltaf einhverjir að greinast. Það er líka að fjölga sjúklingum á gjörgæslu, það eru fjórir núna nýsmitaðir sem þar liggja inni,“ segir Þórólfur. „Það er bara spurningin, þolir kerfið frekari tilslakanir? En ég er ekki tilbúin fyrir mitt leyti að segja neitt um það fyrr en í næstu viku þegar ég þarf að skila næsta minnisblaði.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Fleiri fréttir „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Sjá meira
Í gær greindust 2.317 með veiruna, 500 færri en í fyrradag þegar met var slegið. Alls hafa nú 103.086 greinst smitaðir af veirunni frá upphafi. Inniliggjandi á spítala eru nú 52 manns, þar af 45 á Landspítala. Fjórir eru á gjörgæslu og einn í öndunarvél. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að það að hundrað þúsund smita múrinn hafi verið rofinn hafi kannski ekki sérstaka þýðingu, fyrir utan það að þetta sýni hvað veiran er útbreidd. „Tæplega einn þriðji af þjóðinni er með staðfest smit og ef við gerum ráð fyrir að kannski annað eins hafi fengið smit án þess að greinast, eða einkennalítið smit, þá er náttúrulega stór hluti þjóðarinnar smitaður,“ segir Þórólfur. „Vonandi förum við á næstu vikum að ná því marki sem er svokallað hjarðónæmi í öllum svona faröldrum.“ Alltaf sama spurningin Heilbrigðisráðherra, í samræmi við minnisblað sóttvarnalæknis, boðar allsherjarafléttingar í næstu viku - en eins og fram hefur komið er staðan afar þung á Landspítala, einkum vegna veikinda starfsfólks. Þórólfur segir of snemmt að segja til um það hvort hann telji rétt að fresta afléttingum. „Ég þarf bara að sjá hvernig verður. En það er alveg rétt að ástandið er ekki gott, til dæmis á Landspítalanum, þar sem eru alltaf einhverjir að greinast. Það er líka að fjölga sjúklingum á gjörgæslu, það eru fjórir núna nýsmitaðir sem þar liggja inni,“ segir Þórólfur. „Það er bara spurningin, þolir kerfið frekari tilslakanir? En ég er ekki tilbúin fyrir mitt leyti að segja neitt um það fyrr en í næstu viku þegar ég þarf að skila næsta minnisblaði.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Fleiri fréttir „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Sjá meira