Rannsaka salmonellusýkingu í Evrópu - hópsýking kom upp á Íslandi á sama tíma Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 20. febrúar 2022 14:31 Grunur leikur á að salmonellusmit í Evrópu megi rekja til spænskra eggjabúa. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Getty Grunur leikur á að uppruna hundruða salmonellusýkinga á meginlandi Evrópu megi rekja til þriggja eggjabúa á Spáni. Umfangsmikil rannsókn stendur yfir, en tilkynnt hefur verið um smit í sex löndum. Hópsýking á salmonellu kom upp á Íslandi í fyrrahaust, á sama tíma og fyrstu tilfellanna varð vart á meginlandinu. Á undanförnum mánuðum hafa 272 einstaklingar víða um Evrópu veikst af salmonellubakteríunni. 25 þeirra hafa verið lagðir inn á sjúkrahús og tveir eru látnir. Flestir hinna veiku eru frá Frakklandi, en fólk hefur einnig sýkst af bakteríunni á Spáni, í Hollandi, Bretlandi, Noregi og Danmörku. Í fréttabréfi sóttvarnalæknis á Íslandi í fyrrahaust kom fram að salmonelluhópsýking hefði komið upp á Íslandi í fyrrahaust, um svipað leyti og tilkynnt var um fyrstu sýkingarnar á meginlandi Evrópu. Í fréttum fjölmiðla hér á Spáni af yfirstandandi rannsókn er þó hvergi getið um hin íslensku smit. Böndin berast að Spáni Flest smitanna eru skráð síðsumars og í fyrrahaust, en salmonellabakterían þrífst best í góðum sumarhita. Böndin berast nú að þremur eggjabúum hér á Spáni, en rannsókn á vegum Sóttvarnarstofnunar Evrópu og Matvælaöryggisstofnunar Evrópu bendir til þess að bakteríuna sé að finna á fleiri eggjabúum innan og utan Spánar. Mikil hætta er talin á að smitum fari fjölgandi á næstu mánuðum. Stofnanirnar telja brýnt að stjórnvöld auki eftirlit með salmonellusmitum vegna hættunnar á að fleiri eggjabú eigi í hlut. Fjölmiðlar hér syðra hafa vakið athygli á því að þrátt fyrir þessa víðtæku rannsókn og vísbendingar um að spænsk eggjabú eigi í hlut hafi Matvælastofnun Spánar ekki séð neina ástæðu til að setja inn fréttir eða upplýsingur um þessi smit á heimasíðu sína. Þrjú ár frá síðustu hópsýkingu Árið 2019 kom upp víðtækt salmonellusmit í um það bil 10 Evrópulöndum. Nær þúsund manns smituðust þá og örverufræðileg tengsl benda til sama uppruna smita nú og þá. Salmonella er ein algengasta orsök sýkingar í meltingarfærum í Evrópu. Frá 2007 til 2020 eru skráð meira en hálf milljón tilfella salmonellusýkinga í álfunni, og rúmlega 500 manns hafa látist vegna hennar. Engu að síður hefur dregið mjög úr smitum á síðustu árum vegna aukins eftirlits. Algengasta smitleiðin er í gegnum egg sem eru lítt eða ekki elduð, en bakterían drepst við 70 gráðu hita. Helstu einkenni salmonellusýkingar eru hiti, niðurgangur, kviðverkir, ógleði og uppköst. Spánn Egg Heilbrigðismál Tengdar fréttir Salmonellu-hópsmit í september Aukning varð á tilkynningum til sóttvarnarlæknis um salmonellusýkingar í septembermánuði. Grunur vaknaði um hópsmit en á nokkrum vikum greindust þrettán einstaklingar með sömu tegund af bakteríunni. 14. nóvember 2021 14:01 Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Sjá meira
Á undanförnum mánuðum hafa 272 einstaklingar víða um Evrópu veikst af salmonellubakteríunni. 25 þeirra hafa verið lagðir inn á sjúkrahús og tveir eru látnir. Flestir hinna veiku eru frá Frakklandi, en fólk hefur einnig sýkst af bakteríunni á Spáni, í Hollandi, Bretlandi, Noregi og Danmörku. Í fréttabréfi sóttvarnalæknis á Íslandi í fyrrahaust kom fram að salmonelluhópsýking hefði komið upp á Íslandi í fyrrahaust, um svipað leyti og tilkynnt var um fyrstu sýkingarnar á meginlandi Evrópu. Í fréttum fjölmiðla hér á Spáni af yfirstandandi rannsókn er þó hvergi getið um hin íslensku smit. Böndin berast að Spáni Flest smitanna eru skráð síðsumars og í fyrrahaust, en salmonellabakterían þrífst best í góðum sumarhita. Böndin berast nú að þremur eggjabúum hér á Spáni, en rannsókn á vegum Sóttvarnarstofnunar Evrópu og Matvælaöryggisstofnunar Evrópu bendir til þess að bakteríuna sé að finna á fleiri eggjabúum innan og utan Spánar. Mikil hætta er talin á að smitum fari fjölgandi á næstu mánuðum. Stofnanirnar telja brýnt að stjórnvöld auki eftirlit með salmonellusmitum vegna hættunnar á að fleiri eggjabú eigi í hlut. Fjölmiðlar hér syðra hafa vakið athygli á því að þrátt fyrir þessa víðtæku rannsókn og vísbendingar um að spænsk eggjabú eigi í hlut hafi Matvælastofnun Spánar ekki séð neina ástæðu til að setja inn fréttir eða upplýsingur um þessi smit á heimasíðu sína. Þrjú ár frá síðustu hópsýkingu Árið 2019 kom upp víðtækt salmonellusmit í um það bil 10 Evrópulöndum. Nær þúsund manns smituðust þá og örverufræðileg tengsl benda til sama uppruna smita nú og þá. Salmonella er ein algengasta orsök sýkingar í meltingarfærum í Evrópu. Frá 2007 til 2020 eru skráð meira en hálf milljón tilfella salmonellusýkinga í álfunni, og rúmlega 500 manns hafa látist vegna hennar. Engu að síður hefur dregið mjög úr smitum á síðustu árum vegna aukins eftirlits. Algengasta smitleiðin er í gegnum egg sem eru lítt eða ekki elduð, en bakterían drepst við 70 gráðu hita. Helstu einkenni salmonellusýkingar eru hiti, niðurgangur, kviðverkir, ógleði og uppköst.
Spánn Egg Heilbrigðismál Tengdar fréttir Salmonellu-hópsmit í september Aukning varð á tilkynningum til sóttvarnarlæknis um salmonellusýkingar í septembermánuði. Grunur vaknaði um hópsmit en á nokkrum vikum greindust þrettán einstaklingar með sömu tegund af bakteríunni. 14. nóvember 2021 14:01 Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Sjá meira
Salmonellu-hópsmit í september Aukning varð á tilkynningum til sóttvarnarlæknis um salmonellusýkingar í septembermánuði. Grunur vaknaði um hópsmit en á nokkrum vikum greindust þrettán einstaklingar með sömu tegund af bakteríunni. 14. nóvember 2021 14:01