Hent úr landsliðinu en vann sem lögga með æfingunum og vann tvö gull á ÓL Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. febrúar 2022 19:01 Johannes Strolz með gull og silfur sem hann vann í einstaklingsgreinum á leikunum en hann bætti síðan einu gulli við í liðakeppni. Ap/Luca Bruno Johannes Strolz kom sér og pabba sínum í sögubækurnar á Vetrarólympíuleikunum í Peking en hann vann alls tvenn gullverðlaun og ein silfurverðlaun á leikunum. Um leið og hann vann fyrra gullið sitt, í tvíkeppninni, þá sá hann til þess að hann og faðir hans Hubert Strolz, urðu þeir fyrstu til vinna gull í sömu grein í alpagreinum á leikunum. Stopping the traffic: Strolz to put police work on hold after Olympic medals https://t.co/mxiLivmIRR— MSN Sports (@MSNSports) February 16, 2022 Það hefur hins vegar mikið gengið á hjá Strolz á leið hans að þessu afreki sínu. Árið 2020 var ekki gott fyrir hann sem endaði með því að honum var kastað út úr austurríska skíðalandsliðinu. Það þýddi að hann þurfti að leita sér að vinnu og fékk á endanum vinnu sem lögreglumaður. Hann gaf þó ekki Ólympíudraumana upp á bátinn og æfði með vinnunni. Hann þurfti að fjármagna allt, ferðalögin, búnaðinn og fjarvistir frá vinnu. „Eftir tólf tíma vinnudag í löggunni þá var komið að æfingu. Þetta var mjög lýjandi en ég var til í að gera allt til að halda draumnum á lífi,“ sagði Johannes Strolz við NRK. Strolz var einn af þeim síðustu til að tryggja sig inn á Ólympíuleikana. Honum tókst það með því að vinna mót í janúar, hans fyrsta á ferlinum. Stigin dugðu honum til að komast á leikana. The story of #JohannesStrolz is so romantic. Because of his family history, & because he was cast out of the Austrian squad & had had to finance & organize training & racing himself. Former racer Marcel Mathis gives some context on late bloomers https://t.co/Osz6iSuFPq @radiofm4 pic.twitter.com/iwcAQmnmU7— christian cummins (@chrisccummins) February 17, 2022 „Þegar ég hugsa um allar myndirnar af pabba með ÓLympíugullið þá er erfitt fyrir mig að gráta ekki. Þarna er draumur að rætast,“ sagði Strolz við heimasíðu Alþjóðaólympíunefndarinnar. „Ég held að ég sé góð dæmisaga um að gefast aldrei upp. Þú þarft að trúa á sjálfan þig, taka áhættuna og halda alltaf áfram,“ sagði Strolz. Hann er nú í viðræðum við austurrísku landsliðsnefndina um að fá meiri peningastyrk frá henni sem þýddi þá færri vaktir í lögreglunni á næstu misserum. Historic! Hubert and Johannes Strolz: the first-ever father and son Winter Olympic #Gold medallists combo in an individual event!In the exact same event, 34 years apart! pic.twitter.com/Fjhx95nBmG— Olympics (@Olympics) February 10, 2022 Skíðaíþróttir Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Sjá meira
Um leið og hann vann fyrra gullið sitt, í tvíkeppninni, þá sá hann til þess að hann og faðir hans Hubert Strolz, urðu þeir fyrstu til vinna gull í sömu grein í alpagreinum á leikunum. Stopping the traffic: Strolz to put police work on hold after Olympic medals https://t.co/mxiLivmIRR— MSN Sports (@MSNSports) February 16, 2022 Það hefur hins vegar mikið gengið á hjá Strolz á leið hans að þessu afreki sínu. Árið 2020 var ekki gott fyrir hann sem endaði með því að honum var kastað út úr austurríska skíðalandsliðinu. Það þýddi að hann þurfti að leita sér að vinnu og fékk á endanum vinnu sem lögreglumaður. Hann gaf þó ekki Ólympíudraumana upp á bátinn og æfði með vinnunni. Hann þurfti að fjármagna allt, ferðalögin, búnaðinn og fjarvistir frá vinnu. „Eftir tólf tíma vinnudag í löggunni þá var komið að æfingu. Þetta var mjög lýjandi en ég var til í að gera allt til að halda draumnum á lífi,“ sagði Johannes Strolz við NRK. Strolz var einn af þeim síðustu til að tryggja sig inn á Ólympíuleikana. Honum tókst það með því að vinna mót í janúar, hans fyrsta á ferlinum. Stigin dugðu honum til að komast á leikana. The story of #JohannesStrolz is so romantic. Because of his family history, & because he was cast out of the Austrian squad & had had to finance & organize training & racing himself. Former racer Marcel Mathis gives some context on late bloomers https://t.co/Osz6iSuFPq @radiofm4 pic.twitter.com/iwcAQmnmU7— christian cummins (@chrisccummins) February 17, 2022 „Þegar ég hugsa um allar myndirnar af pabba með ÓLympíugullið þá er erfitt fyrir mig að gráta ekki. Þarna er draumur að rætast,“ sagði Strolz við heimasíðu Alþjóðaólympíunefndarinnar. „Ég held að ég sé góð dæmisaga um að gefast aldrei upp. Þú þarft að trúa á sjálfan þig, taka áhættuna og halda alltaf áfram,“ sagði Strolz. Hann er nú í viðræðum við austurrísku landsliðsnefndina um að fá meiri peningastyrk frá henni sem þýddi þá færri vaktir í lögreglunni á næstu misserum. Historic! Hubert and Johannes Strolz: the first-ever father and son Winter Olympic #Gold medallists combo in an individual event!In the exact same event, 34 years apart! pic.twitter.com/Fjhx95nBmG— Olympics (@Olympics) February 10, 2022
Skíðaíþróttir Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Sjá meira