Mourinho gæti fengið þriggja leikja bann fyrir símamerkið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 21. febrúar 2022 15:30 Jose Mourinho tekur upp símann. getty/Matteo Ciambelli José Mourinho, knattspyrnustjóri Roma, gæti átt yfir höfði sér allt að þriggja leikja bann fyrir framkomu sína í leiknum gegn Verona í ítölsku úrvalsdeildinni á laugardaginn. Mourinho mótmælti kröftuglega í uppbótartíma. Hann benti meðal annars á höfuðið á sér og gerði eins konar símamerki með höndinni og beindi því að dómaranum Luca Pairetto. Þá tók hann boltann upp og sparkaði honum lengst í burtu. Fyrir þetta var Mourinho rekinn af velli. Með símamerkinu vísaði Mourinho til föðurs Pairetto, Pierluigi, sem var einnig dómari og dæmdi meðal annars úrslitaleik EM 1996. Hann var dæmdur í Calciopoli skandalnum 2006 en á þeim tíma var hann varaformaður dómaranefndar UEFA. Lögreglan komst á snoðir um spillingu við niðurröðun dómara á leiki með því að hlera síma háttsettra manna innan ítalska boltans. Pierluigi Pairetto átti til að mynda í reglulegum samskiptum við Luciano Moggi, framkvæmdastjóra Juventus, um niðurröðun á leiki liðsins í Meistaradeild Evrópu. Pierluigi Pairetto fékk 42 mánaða bann frá fótbolta og sextán mánaða fangelsisdóm fyrir aðkomu sína að Calciopoli skandalnum en var seinna sýknaður. Þá á Mourinho að hafa sagt við Luca Pairetto að Juventus hafi sent hann vísvitandi á leikinn. Ítalskir fjölmiðlar greina frá því að portúgalski stjórinn gæti fengið tveggja til þriggja leikja bann fyrir mótmæli sín í leiknum í fyrradag. Roma lenti 0-2 undir í leiknum en mörk frá tveimur ungum varamönnum, Cristian Volpato og Edoardo Bove, tryggðu liðinu stig. Þetta var þriðja jafntefli Rómverja í röð. Þeir eru í 8. sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=F_lSaTvL-F4">watch on YouTube</a> Mourinho tók við Roma fyrir tímabilið. Hann sneri þar með aftur til Ítalíu en hann stýrði Inter með frábærum árangri á árunum 2008-10. Ítalski boltinn Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Fótbolti Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Fótbolti Fleiri fréttir Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur Fortuna - Breiðablik | Blikar með bakið upp við vegg „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Sjá meira
Mourinho mótmælti kröftuglega í uppbótartíma. Hann benti meðal annars á höfuðið á sér og gerði eins konar símamerki með höndinni og beindi því að dómaranum Luca Pairetto. Þá tók hann boltann upp og sparkaði honum lengst í burtu. Fyrir þetta var Mourinho rekinn af velli. Með símamerkinu vísaði Mourinho til föðurs Pairetto, Pierluigi, sem var einnig dómari og dæmdi meðal annars úrslitaleik EM 1996. Hann var dæmdur í Calciopoli skandalnum 2006 en á þeim tíma var hann varaformaður dómaranefndar UEFA. Lögreglan komst á snoðir um spillingu við niðurröðun dómara á leiki með því að hlera síma háttsettra manna innan ítalska boltans. Pierluigi Pairetto átti til að mynda í reglulegum samskiptum við Luciano Moggi, framkvæmdastjóra Juventus, um niðurröðun á leiki liðsins í Meistaradeild Evrópu. Pierluigi Pairetto fékk 42 mánaða bann frá fótbolta og sextán mánaða fangelsisdóm fyrir aðkomu sína að Calciopoli skandalnum en var seinna sýknaður. Þá á Mourinho að hafa sagt við Luca Pairetto að Juventus hafi sent hann vísvitandi á leikinn. Ítalskir fjölmiðlar greina frá því að portúgalski stjórinn gæti fengið tveggja til þriggja leikja bann fyrir mótmæli sín í leiknum í fyrradag. Roma lenti 0-2 undir í leiknum en mörk frá tveimur ungum varamönnum, Cristian Volpato og Edoardo Bove, tryggðu liðinu stig. Þetta var þriðja jafntefli Rómverja í röð. Þeir eru í 8. sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=F_lSaTvL-F4">watch on YouTube</a> Mourinho tók við Roma fyrir tímabilið. Hann sneri þar með aftur til Ítalíu en hann stýrði Inter með frábærum árangri á árunum 2008-10.
Ítalski boltinn Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Fótbolti Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Fótbolti Fleiri fréttir Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur Fortuna - Breiðablik | Blikar með bakið upp við vegg „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Sjá meira