Á besta aldri í Garðabæ Almar Guðmundsson skrifar 21. febrúar 2022 15:30 Í Garðabæ hef ég bæði átt barnæsku fulla af leik og gleði og gæfurík fullorðinsár. Ég hlakka til efri áranna í bænum okkar. Síðustu ár hef ég gegnt formennsku í öldungaráði Garðabæjar og hef haft mikla ánægju af því að eiga samtal við okkar reyndustu bæjarbúa um umhverfi sitt og væntingar til bæjarins. Undanfarin ár hefur fjölgað í hópi eldri borgara í Garðabæ og hefur það endurspeglast í aukinni áherslu á málefni þess hóps. Vinnum að heilsueflingu og nýtum vilja til vinnu Með hækkandi lífaldri og auknu hreysti fólks á öllum aldri fjölgar tækifærum bæjarins til að þjónusta þennan íbúahóp með fjölbreyttari hætti. Hvort sem fólk óskar eftir sveigjanlegri starfslokum, aukinni áherslu á tómstundir og félagsstarf eða vill njóta þess að eiga frítíma þá á Garðabær að mæta ólíkum þörfum af opnum hug og með sveigjanleika í fyrirrúmi. Ljóst er að áhugi er á ýmis konar heilsueflandi verkefnum fyrir þennan aldurshóp. Við höfum farið þá leið að fela félögum eldri borgara í bænum að útfæra slíkt, sem sveitarfélagið hefur síðan stutt við og útvegað aðstöðu. Það er bæjarins að styðja við kraftinn í félögunum, sem jafnan skynja betur þarfirnar. Sístækkandi hópur fólks nálgast enda starfsferilsins en er engu að síður með mikla starfsorku. Ég tel það vera framtíðarverkefni okkar að bjóða upp á aukinn fjölda starfa fyrir þennan hóp með lágu starfshlutfalli í skóla- og tómstundastarfi bæjarins með gagnkvæmum ávinningi fyrir alla aðila. Skipulag í þágu allra hópa – líka þeirra eldri Vinna við skipulag nýrra svæða mun halda áfram á næsta kjörtímabili og víða er hægt að huga betur að þörfum eldri Garðbæinga. Samfélagið sem myndast hefur í kringum Strikið í Sjálandi og þjónustuna þar í kring hefur heppnast með eindæmum vel. Framundan er uppbygging nýrra hverfa í Garðabæ þar sem tilvalið er að fjölga slíkum kjörnum, þar á meðal í Vetrarmýri í námunda við Miðgarð þar sem til staðar verður aðstaða til hreyfingar og íþrótta fyrir alla aldurshópa. Þá eru víða tækifæri til að gera gott betra og mun ný félagsaðstaða fyrir eldri borgara í Breiðumýri bæta aðstöðu á Álftanesi og endurbætur á Jónshúsi munu efla það góða starf sem þegar fer fram þar. Gleymum ekki grunnþjónustunni Ég hef metnað fyrir því að Garðabær sé í fararbroddi varðandi alla þjónustu við eldri íbúa bæjarins. Eftir því sem þjónustuþarfir aukast skiptir samhæfing úrræða lykilmáli, hvort sem um ræðir þörf fyrir heimaþjónustu, liðveislu, dagdvöl eða hjúkrunarrými. Ekki er nóg að hægt sé að bregðast vel við afmörkuðum þörfum heldur þarf heildstæða nálgun, í samvinnu við heilsugæslu og hjúkrunarheimili, sem gerir ráð fyrir að þjónusta aukist hægt og rólega eða til að geta mætt tímabundnum aðstæðum. Við eigum að gera vel við Garðbæinga á besta aldri. Höfundur er bæjarfulltrúi og framkvæmdastjóri sem sækist eftir 1. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisfélaganna í Garðabæ 5. mars Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Almar Guðmundsson Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í Garðabæ hef ég bæði átt barnæsku fulla af leik og gleði og gæfurík fullorðinsár. Ég hlakka til efri áranna í bænum okkar. Síðustu ár hef ég gegnt formennsku í öldungaráði Garðabæjar og hef haft mikla ánægju af því að eiga samtal við okkar reyndustu bæjarbúa um umhverfi sitt og væntingar til bæjarins. Undanfarin ár hefur fjölgað í hópi eldri borgara í Garðabæ og hefur það endurspeglast í aukinni áherslu á málefni þess hóps. Vinnum að heilsueflingu og nýtum vilja til vinnu Með hækkandi lífaldri og auknu hreysti fólks á öllum aldri fjölgar tækifærum bæjarins til að þjónusta þennan íbúahóp með fjölbreyttari hætti. Hvort sem fólk óskar eftir sveigjanlegri starfslokum, aukinni áherslu á tómstundir og félagsstarf eða vill njóta þess að eiga frítíma þá á Garðabær að mæta ólíkum þörfum af opnum hug og með sveigjanleika í fyrirrúmi. Ljóst er að áhugi er á ýmis konar heilsueflandi verkefnum fyrir þennan aldurshóp. Við höfum farið þá leið að fela félögum eldri borgara í bænum að útfæra slíkt, sem sveitarfélagið hefur síðan stutt við og útvegað aðstöðu. Það er bæjarins að styðja við kraftinn í félögunum, sem jafnan skynja betur þarfirnar. Sístækkandi hópur fólks nálgast enda starfsferilsins en er engu að síður með mikla starfsorku. Ég tel það vera framtíðarverkefni okkar að bjóða upp á aukinn fjölda starfa fyrir þennan hóp með lágu starfshlutfalli í skóla- og tómstundastarfi bæjarins með gagnkvæmum ávinningi fyrir alla aðila. Skipulag í þágu allra hópa – líka þeirra eldri Vinna við skipulag nýrra svæða mun halda áfram á næsta kjörtímabili og víða er hægt að huga betur að þörfum eldri Garðbæinga. Samfélagið sem myndast hefur í kringum Strikið í Sjálandi og þjónustuna þar í kring hefur heppnast með eindæmum vel. Framundan er uppbygging nýrra hverfa í Garðabæ þar sem tilvalið er að fjölga slíkum kjörnum, þar á meðal í Vetrarmýri í námunda við Miðgarð þar sem til staðar verður aðstaða til hreyfingar og íþrótta fyrir alla aldurshópa. Þá eru víða tækifæri til að gera gott betra og mun ný félagsaðstaða fyrir eldri borgara í Breiðumýri bæta aðstöðu á Álftanesi og endurbætur á Jónshúsi munu efla það góða starf sem þegar fer fram þar. Gleymum ekki grunnþjónustunni Ég hef metnað fyrir því að Garðabær sé í fararbroddi varðandi alla þjónustu við eldri íbúa bæjarins. Eftir því sem þjónustuþarfir aukast skiptir samhæfing úrræða lykilmáli, hvort sem um ræðir þörf fyrir heimaþjónustu, liðveislu, dagdvöl eða hjúkrunarrými. Ekki er nóg að hægt sé að bregðast vel við afmörkuðum þörfum heldur þarf heildstæða nálgun, í samvinnu við heilsugæslu og hjúkrunarheimili, sem gerir ráð fyrir að þjónusta aukist hægt og rólega eða til að geta mætt tímabundnum aðstæðum. Við eigum að gera vel við Garðbæinga á besta aldri. Höfundur er bæjarfulltrúi og framkvæmdastjóri sem sækist eftir 1. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisfélaganna í Garðabæ 5. mars
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun