Ferðalangar sátu fastir í fimm klukkustundir: „Við vorum hrædd“ Fanndís Birna Logadóttir og Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifa 22. febrúar 2022 00:13 Alexandra og Maxim sátu föst í um fimm klukkustundir á heiðinni áður en björgunarsveitir mættu til að bjarga þeim. Björgunarsveitir vinna enn að því að ferja fólk af heiðinni þar sem fjölmargir bílar sitja fastir vegna veðurs en þó nokkrir útlendingar voru á meðal þeirra sem festust. Alexandra og Maxim Fiandino frá Frakklandi sátu til að mynda föst í um fimm klukkustundir í Þrengslunum áður en þeim var bjargað. Þegar fréttastofa náði tali af þeim voru þau skelkuð eftir uppákomuna. „Við vorum hrædd þegar við vorum ein en núna er allt í lagi, við erum örugg,“ segir Alexandra í samtali við fréttastofu. Aðspurð um hvort þau hafi upplifað annað eins óveður segir Maxim að hann hafi vissulega upplifað slæmt veður áður. „En ekkert eins og þetta, þetta er mjög mikið,“ segir Maxim. Þau hafa nú verið á ferðalagi á Íslandi í nokkra daga en þurfa nú að finna sér hótel og leið til að koma sér þangað. „Við sjáum til á morgun hvernig við sækjum bílinn,“ segir Alexandra. Hellisheiðinni og Þrengslunum var lokað upp úr klukkan 16 í dag en löng bílaröð myndaðist skömmu síðar og eru dæmi um fleiri einstaklinga sem hafa setið fastir í bílum sínum í marga klukkutíma. Fjöldahjálpastöð var opnuð í Þorlákshöfn í kjölfarið, sem og í Hellisheiðarvirkjun og var fljótlega hafist handa við að ferja ferðalanga á milli. Óveður 21. og 22. febrúar 2022 Björgunarsveitir Tengdar fréttir Hafa setið föst á Hellisheiði í rúma sex tíma: „Við sitjum bara hérna og bíðum“ Hjón frá Selfossi eru meðal þeirra sem hafa setið föst í bílaröð á Hellisheiði frá því síðdegis. Björgunarsveitir vinna nú að því að ferja fólk úr bílunum en röðin hefur ekki haggast frá því að veginum var lokað. Hjónin segja fólk þó lítið kippa sér upp við stöðuna og eru þau sjálf í góðu atlæti í bílnum sínum. 21. febrúar 2022 23:01 Gera ráð fyrir að allt að hundrað manns sitji fastir í Þrengslunum Margir sitja enn fastir í bílum sínum á Þrengslaveginum en fjöldahjálparstöð hefur nú verið opnuð í Grunnskólanum í Þorlákshöfn og verður fólk flutt þangað. Fyrr í dag voru farþegar í 70 manna rútu fluttir í fjöldahjálparstöð í Hellisheiðavirkjun. 21. febrúar 2022 20:48 Björgunarsveitir að störfum víða: „Verkefnin eru að tínast inn“ Það sem af er kvöldi hafa björgunarsveitir sinnt rúmlega 70 verkefnum víðs vegar um landið. Verkefnastjóri hjá Landsbjörgu segir að mest megnis sé um að ræða fok- og vatnsverkefni en einnig er mikið um fasta bíla. Hún segir verkefnin halda áfram að týnast inn og eru þau nú að aukast í fleiri landshlutum. 21. febrúar 2022 20:17 Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Fleiri fréttir Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Sjá meira
Alexandra og Maxim Fiandino frá Frakklandi sátu til að mynda föst í um fimm klukkustundir í Þrengslunum áður en þeim var bjargað. Þegar fréttastofa náði tali af þeim voru þau skelkuð eftir uppákomuna. „Við vorum hrædd þegar við vorum ein en núna er allt í lagi, við erum örugg,“ segir Alexandra í samtali við fréttastofu. Aðspurð um hvort þau hafi upplifað annað eins óveður segir Maxim að hann hafi vissulega upplifað slæmt veður áður. „En ekkert eins og þetta, þetta er mjög mikið,“ segir Maxim. Þau hafa nú verið á ferðalagi á Íslandi í nokkra daga en þurfa nú að finna sér hótel og leið til að koma sér þangað. „Við sjáum til á morgun hvernig við sækjum bílinn,“ segir Alexandra. Hellisheiðinni og Þrengslunum var lokað upp úr klukkan 16 í dag en löng bílaröð myndaðist skömmu síðar og eru dæmi um fleiri einstaklinga sem hafa setið fastir í bílum sínum í marga klukkutíma. Fjöldahjálpastöð var opnuð í Þorlákshöfn í kjölfarið, sem og í Hellisheiðarvirkjun og var fljótlega hafist handa við að ferja ferðalanga á milli.
Óveður 21. og 22. febrúar 2022 Björgunarsveitir Tengdar fréttir Hafa setið föst á Hellisheiði í rúma sex tíma: „Við sitjum bara hérna og bíðum“ Hjón frá Selfossi eru meðal þeirra sem hafa setið föst í bílaröð á Hellisheiði frá því síðdegis. Björgunarsveitir vinna nú að því að ferja fólk úr bílunum en röðin hefur ekki haggast frá því að veginum var lokað. Hjónin segja fólk þó lítið kippa sér upp við stöðuna og eru þau sjálf í góðu atlæti í bílnum sínum. 21. febrúar 2022 23:01 Gera ráð fyrir að allt að hundrað manns sitji fastir í Þrengslunum Margir sitja enn fastir í bílum sínum á Þrengslaveginum en fjöldahjálparstöð hefur nú verið opnuð í Grunnskólanum í Þorlákshöfn og verður fólk flutt þangað. Fyrr í dag voru farþegar í 70 manna rútu fluttir í fjöldahjálparstöð í Hellisheiðavirkjun. 21. febrúar 2022 20:48 Björgunarsveitir að störfum víða: „Verkefnin eru að tínast inn“ Það sem af er kvöldi hafa björgunarsveitir sinnt rúmlega 70 verkefnum víðs vegar um landið. Verkefnastjóri hjá Landsbjörgu segir að mest megnis sé um að ræða fok- og vatnsverkefni en einnig er mikið um fasta bíla. Hún segir verkefnin halda áfram að týnast inn og eru þau nú að aukast í fleiri landshlutum. 21. febrúar 2022 20:17 Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Fleiri fréttir Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Sjá meira
Hafa setið föst á Hellisheiði í rúma sex tíma: „Við sitjum bara hérna og bíðum“ Hjón frá Selfossi eru meðal þeirra sem hafa setið föst í bílaröð á Hellisheiði frá því síðdegis. Björgunarsveitir vinna nú að því að ferja fólk úr bílunum en röðin hefur ekki haggast frá því að veginum var lokað. Hjónin segja fólk þó lítið kippa sér upp við stöðuna og eru þau sjálf í góðu atlæti í bílnum sínum. 21. febrúar 2022 23:01
Gera ráð fyrir að allt að hundrað manns sitji fastir í Þrengslunum Margir sitja enn fastir í bílum sínum á Þrengslaveginum en fjöldahjálparstöð hefur nú verið opnuð í Grunnskólanum í Þorlákshöfn og verður fólk flutt þangað. Fyrr í dag voru farþegar í 70 manna rútu fluttir í fjöldahjálparstöð í Hellisheiðavirkjun. 21. febrúar 2022 20:48
Björgunarsveitir að störfum víða: „Verkefnin eru að tínast inn“ Það sem af er kvöldi hafa björgunarsveitir sinnt rúmlega 70 verkefnum víðs vegar um landið. Verkefnastjóri hjá Landsbjörgu segir að mest megnis sé um að ræða fok- og vatnsverkefni en einnig er mikið um fasta bíla. Hún segir verkefnin halda áfram að týnast inn og eru þau nú að aukast í fleiri landshlutum. 21. febrúar 2022 20:17