Björgunarsveitin í Keflavík bjargaði tveimur mönnum naumlega úr höfninni Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 22. febrúar 2022 08:51 Svona voru aðstæður í Keflavíkurhöfn í gærkvöldi. Víkurfréttir Björgunarsveitin í Keflavík var á fullu í alla nótt, eins og björgunarsveitir um allt land, til að koma í veg fyrir alls konar tjón, fok á ruslatunnum, þakplötum og öllu þessu „klassíska“. Eitt útkall stóð þó framar öðrum, þegar tveir ungir menn urðu innlyksa í höfninni. „Þetta byrjaði með hvelli hjá okkur í gær í Reykjanesbæ og framan af var þetta smotterí, þetta klassíska, fjúkandi ruslatunnur og byggingarsvæðin að láta til sín taka,“ segir Haraldur Haraldsson, formaður björgunarsveitarinnar Suðurnes, í samtali við fréttastofu. Víkurfréttir greindu fyrst frá í gærkvöldi. „Svo ekur bíll út í stórfljót við Keflavíkurhöfn, hann flýtur upp og fer svo að snúast og rennur út í stórt stöðuvatn sem hafði myndast þarna á hafnarbakkanum. Þetta voru tveir ungir piltar, þeim tókst að komast upp á þakið á bílnum en það gengu yfir þá brimskaflarnir,“ segir Haraldur sem segist sjaldan hafa séð annað eins. Bæði var háflóð í gærkvöld og mikill öldugangur og leiddi það af sér að hálfgert stöðuvatn hafði myndast á höfninni. Hann segir að sjórinn hafi verið svo djúpur að dekkin á björgunarsveitarjeppanum, 50 tommu dekk, voru á kafi í sjó. „Við náðum að bjarga öðrum drengnum. Við drógum hann af bílnum og inn um gluggann hjá okkur en hinn náði að komast af sjálfsdáðum upp 8-10 metra klettavegg og fara upp á Hafnargötu,“ segir Haraldur. „Þetta var klárlega hrein lífbjörgun, þarna vorum við ekkert að elta ruslatunnur, þetta var beinlínis mannsbjörgun. Ég hef aldrei nokkurn tíman séð annað eins.“ Björgunarsveitir Reykjanesbær Veður Óveður 21. og 22. febrúar 2022 Tengdar fréttir Veðurvaktin: Viðvaranir enn í gildi og miklar samgöngutruflanir Appelsínugul veðurviðvörun er í gildi víða um land vegna lægðarinnar sem nú liggur yfir landinu. Þegar fram líður á morgun breytast viðvaranirnar margar hverjar í gular áður en þær falla úr gildi um miðjan dag í dag. 22. febrúar 2022 06:19 Björguðu bílum í svakalegum vatnselg á Miklubraut: „Þeir voru bara ekki með nógu stór stígvél strákarnir“ Mikill vatnselgur er nú víða á götum á höfuðborgarsvæðinu. Björgunarsveitargarparnir Magnús Stefán Sigurðsson og Gunnar Ingi Sverrisson voru til að mynda að reyna að losa stíflur á Miklubrautinni og hjálpa ökumönnum í vandræðum þegar fréttastofa náði tali af þeim. Þeir létu vatnselginn lítið á sig fá en biðla til fólks að fara varlega. 22. febrúar 2022 00:53 Ferðalangar sátu fastir í fimm klukkustundir: „Við vorum hrædd“ Björgunarsveitir vinna enn að því að ferja fólk af heiðinni þar sem fjölmargir bílar sitja fastir vegna veðurs en þó nokkrir útlendingar voru á meðal þeirra sem festust. 22. febrúar 2022 00:13 Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Fleiri fréttir Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða Sjá meira
„Þetta byrjaði með hvelli hjá okkur í gær í Reykjanesbæ og framan af var þetta smotterí, þetta klassíska, fjúkandi ruslatunnur og byggingarsvæðin að láta til sín taka,“ segir Haraldur Haraldsson, formaður björgunarsveitarinnar Suðurnes, í samtali við fréttastofu. Víkurfréttir greindu fyrst frá í gærkvöldi. „Svo ekur bíll út í stórfljót við Keflavíkurhöfn, hann flýtur upp og fer svo að snúast og rennur út í stórt stöðuvatn sem hafði myndast þarna á hafnarbakkanum. Þetta voru tveir ungir piltar, þeim tókst að komast upp á þakið á bílnum en það gengu yfir þá brimskaflarnir,“ segir Haraldur sem segist sjaldan hafa séð annað eins. Bæði var háflóð í gærkvöld og mikill öldugangur og leiddi það af sér að hálfgert stöðuvatn hafði myndast á höfninni. Hann segir að sjórinn hafi verið svo djúpur að dekkin á björgunarsveitarjeppanum, 50 tommu dekk, voru á kafi í sjó. „Við náðum að bjarga öðrum drengnum. Við drógum hann af bílnum og inn um gluggann hjá okkur en hinn náði að komast af sjálfsdáðum upp 8-10 metra klettavegg og fara upp á Hafnargötu,“ segir Haraldur. „Þetta var klárlega hrein lífbjörgun, þarna vorum við ekkert að elta ruslatunnur, þetta var beinlínis mannsbjörgun. Ég hef aldrei nokkurn tíman séð annað eins.“
Björgunarsveitir Reykjanesbær Veður Óveður 21. og 22. febrúar 2022 Tengdar fréttir Veðurvaktin: Viðvaranir enn í gildi og miklar samgöngutruflanir Appelsínugul veðurviðvörun er í gildi víða um land vegna lægðarinnar sem nú liggur yfir landinu. Þegar fram líður á morgun breytast viðvaranirnar margar hverjar í gular áður en þær falla úr gildi um miðjan dag í dag. 22. febrúar 2022 06:19 Björguðu bílum í svakalegum vatnselg á Miklubraut: „Þeir voru bara ekki með nógu stór stígvél strákarnir“ Mikill vatnselgur er nú víða á götum á höfuðborgarsvæðinu. Björgunarsveitargarparnir Magnús Stefán Sigurðsson og Gunnar Ingi Sverrisson voru til að mynda að reyna að losa stíflur á Miklubrautinni og hjálpa ökumönnum í vandræðum þegar fréttastofa náði tali af þeim. Þeir létu vatnselginn lítið á sig fá en biðla til fólks að fara varlega. 22. febrúar 2022 00:53 Ferðalangar sátu fastir í fimm klukkustundir: „Við vorum hrædd“ Björgunarsveitir vinna enn að því að ferja fólk af heiðinni þar sem fjölmargir bílar sitja fastir vegna veðurs en þó nokkrir útlendingar voru á meðal þeirra sem festust. 22. febrúar 2022 00:13 Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Fleiri fréttir Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða Sjá meira
Veðurvaktin: Viðvaranir enn í gildi og miklar samgöngutruflanir Appelsínugul veðurviðvörun er í gildi víða um land vegna lægðarinnar sem nú liggur yfir landinu. Þegar fram líður á morgun breytast viðvaranirnar margar hverjar í gular áður en þær falla úr gildi um miðjan dag í dag. 22. febrúar 2022 06:19
Björguðu bílum í svakalegum vatnselg á Miklubraut: „Þeir voru bara ekki með nógu stór stígvél strákarnir“ Mikill vatnselgur er nú víða á götum á höfuðborgarsvæðinu. Björgunarsveitargarparnir Magnús Stefán Sigurðsson og Gunnar Ingi Sverrisson voru til að mynda að reyna að losa stíflur á Miklubrautinni og hjálpa ökumönnum í vandræðum þegar fréttastofa náði tali af þeim. Þeir létu vatnselginn lítið á sig fá en biðla til fólks að fara varlega. 22. febrúar 2022 00:53
Ferðalangar sátu fastir í fimm klukkustundir: „Við vorum hrædd“ Björgunarsveitir vinna enn að því að ferja fólk af heiðinni þar sem fjölmargir bílar sitja fastir vegna veðurs en þó nokkrir útlendingar voru á meðal þeirra sem festust. 22. febrúar 2022 00:13