Björgunarsveitin í Keflavík bjargaði tveimur mönnum naumlega úr höfninni Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 22. febrúar 2022 08:51 Svona voru aðstæður í Keflavíkurhöfn í gærkvöldi. Víkurfréttir Björgunarsveitin í Keflavík var á fullu í alla nótt, eins og björgunarsveitir um allt land, til að koma í veg fyrir alls konar tjón, fok á ruslatunnum, þakplötum og öllu þessu „klassíska“. Eitt útkall stóð þó framar öðrum, þegar tveir ungir menn urðu innlyksa í höfninni. „Þetta byrjaði með hvelli hjá okkur í gær í Reykjanesbæ og framan af var þetta smotterí, þetta klassíska, fjúkandi ruslatunnur og byggingarsvæðin að láta til sín taka,“ segir Haraldur Haraldsson, formaður björgunarsveitarinnar Suðurnes, í samtali við fréttastofu. Víkurfréttir greindu fyrst frá í gærkvöldi. „Svo ekur bíll út í stórfljót við Keflavíkurhöfn, hann flýtur upp og fer svo að snúast og rennur út í stórt stöðuvatn sem hafði myndast þarna á hafnarbakkanum. Þetta voru tveir ungir piltar, þeim tókst að komast upp á þakið á bílnum en það gengu yfir þá brimskaflarnir,“ segir Haraldur sem segist sjaldan hafa séð annað eins. Bæði var háflóð í gærkvöld og mikill öldugangur og leiddi það af sér að hálfgert stöðuvatn hafði myndast á höfninni. Hann segir að sjórinn hafi verið svo djúpur að dekkin á björgunarsveitarjeppanum, 50 tommu dekk, voru á kafi í sjó. „Við náðum að bjarga öðrum drengnum. Við drógum hann af bílnum og inn um gluggann hjá okkur en hinn náði að komast af sjálfsdáðum upp 8-10 metra klettavegg og fara upp á Hafnargötu,“ segir Haraldur. „Þetta var klárlega hrein lífbjörgun, þarna vorum við ekkert að elta ruslatunnur, þetta var beinlínis mannsbjörgun. Ég hef aldrei nokkurn tíman séð annað eins.“ Björgunarsveitir Reykjanesbær Veður Óveður 21. og 22. febrúar 2022 Tengdar fréttir Veðurvaktin: Viðvaranir enn í gildi og miklar samgöngutruflanir Appelsínugul veðurviðvörun er í gildi víða um land vegna lægðarinnar sem nú liggur yfir landinu. Þegar fram líður á morgun breytast viðvaranirnar margar hverjar í gular áður en þær falla úr gildi um miðjan dag í dag. 22. febrúar 2022 06:19 Björguðu bílum í svakalegum vatnselg á Miklubraut: „Þeir voru bara ekki með nógu stór stígvél strákarnir“ Mikill vatnselgur er nú víða á götum á höfuðborgarsvæðinu. Björgunarsveitargarparnir Magnús Stefán Sigurðsson og Gunnar Ingi Sverrisson voru til að mynda að reyna að losa stíflur á Miklubrautinni og hjálpa ökumönnum í vandræðum þegar fréttastofa náði tali af þeim. Þeir létu vatnselginn lítið á sig fá en biðla til fólks að fara varlega. 22. febrúar 2022 00:53 Ferðalangar sátu fastir í fimm klukkustundir: „Við vorum hrædd“ Björgunarsveitir vinna enn að því að ferja fólk af heiðinni þar sem fjölmargir bílar sitja fastir vegna veðurs en þó nokkrir útlendingar voru á meðal þeirra sem festust. 22. febrúar 2022 00:13 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Fleiri fréttir Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Sjá meira
„Þetta byrjaði með hvelli hjá okkur í gær í Reykjanesbæ og framan af var þetta smotterí, þetta klassíska, fjúkandi ruslatunnur og byggingarsvæðin að láta til sín taka,“ segir Haraldur Haraldsson, formaður björgunarsveitarinnar Suðurnes, í samtali við fréttastofu. Víkurfréttir greindu fyrst frá í gærkvöldi. „Svo ekur bíll út í stórfljót við Keflavíkurhöfn, hann flýtur upp og fer svo að snúast og rennur út í stórt stöðuvatn sem hafði myndast þarna á hafnarbakkanum. Þetta voru tveir ungir piltar, þeim tókst að komast upp á þakið á bílnum en það gengu yfir þá brimskaflarnir,“ segir Haraldur sem segist sjaldan hafa séð annað eins. Bæði var háflóð í gærkvöld og mikill öldugangur og leiddi það af sér að hálfgert stöðuvatn hafði myndast á höfninni. Hann segir að sjórinn hafi verið svo djúpur að dekkin á björgunarsveitarjeppanum, 50 tommu dekk, voru á kafi í sjó. „Við náðum að bjarga öðrum drengnum. Við drógum hann af bílnum og inn um gluggann hjá okkur en hinn náði að komast af sjálfsdáðum upp 8-10 metra klettavegg og fara upp á Hafnargötu,“ segir Haraldur. „Þetta var klárlega hrein lífbjörgun, þarna vorum við ekkert að elta ruslatunnur, þetta var beinlínis mannsbjörgun. Ég hef aldrei nokkurn tíman séð annað eins.“
Björgunarsveitir Reykjanesbær Veður Óveður 21. og 22. febrúar 2022 Tengdar fréttir Veðurvaktin: Viðvaranir enn í gildi og miklar samgöngutruflanir Appelsínugul veðurviðvörun er í gildi víða um land vegna lægðarinnar sem nú liggur yfir landinu. Þegar fram líður á morgun breytast viðvaranirnar margar hverjar í gular áður en þær falla úr gildi um miðjan dag í dag. 22. febrúar 2022 06:19 Björguðu bílum í svakalegum vatnselg á Miklubraut: „Þeir voru bara ekki með nógu stór stígvél strákarnir“ Mikill vatnselgur er nú víða á götum á höfuðborgarsvæðinu. Björgunarsveitargarparnir Magnús Stefán Sigurðsson og Gunnar Ingi Sverrisson voru til að mynda að reyna að losa stíflur á Miklubrautinni og hjálpa ökumönnum í vandræðum þegar fréttastofa náði tali af þeim. Þeir létu vatnselginn lítið á sig fá en biðla til fólks að fara varlega. 22. febrúar 2022 00:53 Ferðalangar sátu fastir í fimm klukkustundir: „Við vorum hrædd“ Björgunarsveitir vinna enn að því að ferja fólk af heiðinni þar sem fjölmargir bílar sitja fastir vegna veðurs en þó nokkrir útlendingar voru á meðal þeirra sem festust. 22. febrúar 2022 00:13 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Fleiri fréttir Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Sjá meira
Veðurvaktin: Viðvaranir enn í gildi og miklar samgöngutruflanir Appelsínugul veðurviðvörun er í gildi víða um land vegna lægðarinnar sem nú liggur yfir landinu. Þegar fram líður á morgun breytast viðvaranirnar margar hverjar í gular áður en þær falla úr gildi um miðjan dag í dag. 22. febrúar 2022 06:19
Björguðu bílum í svakalegum vatnselg á Miklubraut: „Þeir voru bara ekki með nógu stór stígvél strákarnir“ Mikill vatnselgur er nú víða á götum á höfuðborgarsvæðinu. Björgunarsveitargarparnir Magnús Stefán Sigurðsson og Gunnar Ingi Sverrisson voru til að mynda að reyna að losa stíflur á Miklubrautinni og hjálpa ökumönnum í vandræðum þegar fréttastofa náði tali af þeim. Þeir létu vatnselginn lítið á sig fá en biðla til fólks að fara varlega. 22. febrúar 2022 00:53
Ferðalangar sátu fastir í fimm klukkustundir: „Við vorum hrædd“ Björgunarsveitir vinna enn að því að ferja fólk af heiðinni þar sem fjölmargir bílar sitja fastir vegna veðurs en þó nokkrir útlendingar voru á meðal þeirra sem festust. 22. febrúar 2022 00:13