Bandaríska kvennalandsliðið fær jafn mikið greitt og karlalandsliðið Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 22. febrúar 2022 20:22 Bandaríska kvennalandsliðið í fótbolta fær loksins jafn mikið greitt og kollegar þeirra í karlalandsliðinu. Brad Smith/ISI Photos/Getty Images Bandaríska kvennalandsliðið í knattspyrnu hefur náð samkomulagi við stjórn knattspyrnusambandsins þar í landi um að leikmenn liðsins fái jafn mikið greitt fyrir vinnu sína með landsliðinu og kollegar þeirra í karlalandsliðinu. Leikmennirnir munu fá 24 milljónir dollara, sem samsvarar um þremur milljörðum íslenskra króna. Þá hefur knattspyrnusamband bandaríkjanna lofað því að karla- og kvennaliðið fái jafn mikið greitt fyrir öll mót, þar með talið HM. Allir 28 leikmenn bandaríska kvennalandsliðsins höfðuðu mál gegn bandaríska knattspyrnusambandinu árið 2019 vegna mismununar. Alex Morgan, framherji liðsins, segir þetta risastórt skref fyrir kvennaknattspyrnuna. „Þetta er ótrúlegur dagur,“ sagði Morgan í samtali við sjónvarpsþáttinn Good Morning America. „Þetta er risastórt skref áfram í átt að því að finna að maður er metin og að maður finni fyrir virðingu. Líka bara í átt að því að ná sáttum við knattspyrnusambandið, þar sem sambandið á milli okkar hefur verið frekar stirt.“ „Það er algjörlega frábært að taka þetta skref. Ég horfi ekki á þetta sem bara sigur fyrir liðið eða konur í íþróttum, heldur fyrir konur almennt.“ Megan Rapinoe, liðsfélagi Morgan í bandaríska landsliðinu, tók í sama streng. „Ég held að við eigum eftir að horfa til baka á þennan dag og segja að þetta hafi verið augnablikið sem knattspyrnan í Bandaríkjunum breyttist til hins betra,“ sagði Rapinoe. „Eitthvað eins og þetta mun líklega aldrei gerast aftur og nú getum við haldið áfram að gera fótboltann í þessu landiað því besta sem við mögulega getum og næstu kynslóðir munu hafa það svo miklu betra en við höfum haft það.“ Bandaríska kvennalandsliðið vann sitt fjórða Heimsmeistaramót árið 2019, en liðið hefur einnig fagnað sigri á Ólympíuleikunum fimm sinnum. U.S. Soccer and @USWNT are proudly standing together in a shared commitment to advancing equality in soccer. pic.twitter.com/Sp8q7NY0Up— U.S. Soccer (@ussoccer) February 22, 2022 Fótbolti Bandaríkin Mest lesið Svíþjóð - Ísland | Allt undir á útivelli Handbolti „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport Í beinni: Arsenal - Manchester United | Stórveldi slást um stigin þrjú Enski boltinn „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Sú besta í heimi er ólétt Sport Með hendur fyrir aftan bak í fimm hundruð metra hæð Sport Fleiri fréttir Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Í beinni: Arsenal - Manchester United | Stórveldi slást um stigin þrjú Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Alfons fer aftur til Hollands Elísa fer frá Val til Breiðabliks Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sandra fiskaði víti og fagnaði sigri í Íslendingaslag Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Sjá meira
Leikmennirnir munu fá 24 milljónir dollara, sem samsvarar um þremur milljörðum íslenskra króna. Þá hefur knattspyrnusamband bandaríkjanna lofað því að karla- og kvennaliðið fái jafn mikið greitt fyrir öll mót, þar með talið HM. Allir 28 leikmenn bandaríska kvennalandsliðsins höfðuðu mál gegn bandaríska knattspyrnusambandinu árið 2019 vegna mismununar. Alex Morgan, framherji liðsins, segir þetta risastórt skref fyrir kvennaknattspyrnuna. „Þetta er ótrúlegur dagur,“ sagði Morgan í samtali við sjónvarpsþáttinn Good Morning America. „Þetta er risastórt skref áfram í átt að því að finna að maður er metin og að maður finni fyrir virðingu. Líka bara í átt að því að ná sáttum við knattspyrnusambandið, þar sem sambandið á milli okkar hefur verið frekar stirt.“ „Það er algjörlega frábært að taka þetta skref. Ég horfi ekki á þetta sem bara sigur fyrir liðið eða konur í íþróttum, heldur fyrir konur almennt.“ Megan Rapinoe, liðsfélagi Morgan í bandaríska landsliðinu, tók í sama streng. „Ég held að við eigum eftir að horfa til baka á þennan dag og segja að þetta hafi verið augnablikið sem knattspyrnan í Bandaríkjunum breyttist til hins betra,“ sagði Rapinoe. „Eitthvað eins og þetta mun líklega aldrei gerast aftur og nú getum við haldið áfram að gera fótboltann í þessu landiað því besta sem við mögulega getum og næstu kynslóðir munu hafa það svo miklu betra en við höfum haft það.“ Bandaríska kvennalandsliðið vann sitt fjórða Heimsmeistaramót árið 2019, en liðið hefur einnig fagnað sigri á Ólympíuleikunum fimm sinnum. U.S. Soccer and @USWNT are proudly standing together in a shared commitment to advancing equality in soccer. pic.twitter.com/Sp8q7NY0Up— U.S. Soccer (@ussoccer) February 22, 2022
Fótbolti Bandaríkin Mest lesið Svíþjóð - Ísland | Allt undir á útivelli Handbolti „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport Í beinni: Arsenal - Manchester United | Stórveldi slást um stigin þrjú Enski boltinn „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Sú besta í heimi er ólétt Sport Með hendur fyrir aftan bak í fimm hundruð metra hæð Sport Fleiri fréttir Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Í beinni: Arsenal - Manchester United | Stórveldi slást um stigin þrjú Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Alfons fer aftur til Hollands Elísa fer frá Val til Breiðabliks Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sandra fiskaði víti og fagnaði sigri í Íslendingaslag Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Sjá meira