„Jafnvel enn stærra en að vinna heimsmeistaratitilinn“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. febrúar 2022 10:31 Megan Rapinoe fagnar sigri bandaríska landsliðsins á HM 2019. AP/Seth Wenig Bandaríska kvennalandsliðið vann risastóran sigur í gær þegar þær höfðu það loksins í gegn að fá jafnmikið borgað frá knattspyrnusambandinu og karlalandslið Bandaríkjanna fær. Baráttan hefur staðið í yfir sex ár og fyrir dómstólum undanfarin misseri. Lokin urðu þó að bandaríska knattspyrnusambandið náði samkomulagi við knattspyrnukonur utan réttarsalsins. View this post on Instagram A post shared by espnW (@espnw) Sáttagerð landsliðskvennanna og bandaríska sambandsins hljómar upp á 24 milljóna dala greiðslu til knattspyrnukvennanna. Greiðslan er hugsuð sem bónusgreiðslur fyrir fyrri afrek liðsins en það er á eftir að skipta þeim niður á leikmenn liðsins á undanförnum árum. Í samkomulaginu er það einnig fest á blaði að leikmenn karla- og kvennalandsliðsins fái sömu árangurstengdu greiðslur en konurnar standa körlunum miklu framar en hafa fengið mun lægri bónusa. Megan Rapinoe hefur verið í fararbroddi í baráttu landsliðskvennanna og var ein af þeim sem fór með sambandið fyrir dóm. Hún fagnaði þessari niðurstöðu með einfaldri færslu á samfélagsmiðlum sem hljómaði þannig: Þegar við vinnum þá vinna allir. View this post on Instagram A post shared by ESPN (@espn) Megan ræddi líka við Sky Sports um niðurstöðuna og þar fór ekki á milli mála hversu stór sigur þetta var fyrir fótboltakonur í Bandaríkjunum. „Það er stórvirki að vinna heimsmeistaratitilinn sérstaklega eins og við gerðum það á sama tíma og við stóðum í þessari baráttu utan vallar,“ sagði Megan Rapinoe við Sky Sports. Hún var besti leikmaður HM og markadrottning á sama tíma og hún var andslit liðsins í baráttunni utan vallar. „Mér finnst þetta hafa verið alveg eins mikið þrekvirki og jafnvel enn stærra en að vinna heimsmeistaratitilinn á svo marga hátt. Ég er spennt fyrir að halda inn í framtíðina,“ sagði Megan. Hún er samt búin að missa sæti sitt í bandaríska landsliðinu og verður því ekki með á móti Íslandi í nótt. "I'm excited about moving forward."USA Captain Megan Rapinoe says it means more than winning the World Cup after the US Women National Team players have ended a six-year legal battle with their federation over equal pay pic.twitter.com/93d3gTu8Eg— Sky Sports (@SkySports) February 23, 2022 Bandaríkin Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti John Cena hættur að glíma Sport Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Fótbolti Fleiri fréttir Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu Sjá meira
Baráttan hefur staðið í yfir sex ár og fyrir dómstólum undanfarin misseri. Lokin urðu þó að bandaríska knattspyrnusambandið náði samkomulagi við knattspyrnukonur utan réttarsalsins. View this post on Instagram A post shared by espnW (@espnw) Sáttagerð landsliðskvennanna og bandaríska sambandsins hljómar upp á 24 milljóna dala greiðslu til knattspyrnukvennanna. Greiðslan er hugsuð sem bónusgreiðslur fyrir fyrri afrek liðsins en það er á eftir að skipta þeim niður á leikmenn liðsins á undanförnum árum. Í samkomulaginu er það einnig fest á blaði að leikmenn karla- og kvennalandsliðsins fái sömu árangurstengdu greiðslur en konurnar standa körlunum miklu framar en hafa fengið mun lægri bónusa. Megan Rapinoe hefur verið í fararbroddi í baráttu landsliðskvennanna og var ein af þeim sem fór með sambandið fyrir dóm. Hún fagnaði þessari niðurstöðu með einfaldri færslu á samfélagsmiðlum sem hljómaði þannig: Þegar við vinnum þá vinna allir. View this post on Instagram A post shared by ESPN (@espn) Megan ræddi líka við Sky Sports um niðurstöðuna og þar fór ekki á milli mála hversu stór sigur þetta var fyrir fótboltakonur í Bandaríkjunum. „Það er stórvirki að vinna heimsmeistaratitilinn sérstaklega eins og við gerðum það á sama tíma og við stóðum í þessari baráttu utan vallar,“ sagði Megan Rapinoe við Sky Sports. Hún var besti leikmaður HM og markadrottning á sama tíma og hún var andslit liðsins í baráttunni utan vallar. „Mér finnst þetta hafa verið alveg eins mikið þrekvirki og jafnvel enn stærra en að vinna heimsmeistaratitilinn á svo marga hátt. Ég er spennt fyrir að halda inn í framtíðina,“ sagði Megan. Hún er samt búin að missa sæti sitt í bandaríska landsliðinu og verður því ekki með á móti Íslandi í nótt. "I'm excited about moving forward."USA Captain Megan Rapinoe says it means more than winning the World Cup after the US Women National Team players have ended a six-year legal battle with their federation over equal pay pic.twitter.com/93d3gTu8Eg— Sky Sports (@SkySports) February 23, 2022
Bandaríkin Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti John Cena hættur að glíma Sport Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Fótbolti Fleiri fréttir Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu Sjá meira