KKÍ vísar öllum ásökunum Aþenu á bug Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 23. febrúar 2022 12:08 Hannes S. Jónsson er formaður KKÍ. vísir/vilhelm Stjórn Körfuknattleikssambands Íslands hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna ásakana Aþenu um þöggun og aðgerðarleysi vegna kynbundins ofbeldis innan körfuboltahreyfingarinnar á Íslandi. Fyrr í þessum mánuði stigu forráðamenn Aþenu fram í myndbandi og kröfðust aðgerða að hálfu KKÍ vegna kynbundins ofbeldis, meðal annars til að konur og stúlkur gætu stundað körfubolta án þess að eiga á hættu að vera áreittar kynferðislega. Í yfirlýsingu stjórnar KKÍ vísar hún öllum fullyrðingum Aþenu um þöggun og aðgerðarleysi vegna kynbundins ofbeldis á bug. Þar segir einnig að KKÍ fordæmi allt ofbeldi og tekið hafi verið á þeim málum sem borist hafa sambandinu með formlegum hætti. Hefðu brugðist öðruvísi við í dag Í yfirlýsingu stjórnar KKÍ eru þrjú atriði sem Aþena fjallar um í myndbandi sínu áréttuð. Það fyrsta snýr að landsliðsþjálfara kvenna sem var rekinn 2009 en ráðinn aftur til sambandsins nokkrum árum seinna. Samkvæmt yfirlýsingu stjórnar KKÍ hefur umræddur þjálfari látið af störfum hjá sambandinu vegna umræðu síðustu daga. Annar punkturinn snýr að leikmanni sem var dæmdur fyrir nauðgun og var valinn í landsliðið eftir að hafa afplánað dóm sinn. Í yfirlýsingunni segir stjórn KKÍ að hún hefði tekið öðruvísi á málinu í dag. Í þriðja lagi segir að dómari á vegum sambandsins hafi verið rekinn eftir að þolandi leitaði til KKÍ vegna óviðeigandi skilaboða sem henni bárust frá dómaranum. Í yfirlýsingunni segir KKÍ að sambandið hafi tekið á þeim ofbeldis- og áreitismálum borist hafa því með formlegum hætti og að þeir sem leiti til KKÍ geti treyst því að fyllsta trúnaðar sé gætt. Yfirlýsing stjórnar KKÍ Undanfarið hafa forsvarsmenn íþróttafélagsins Aþenu borið forystu KKÍ þungum sökum. Ásakanir þessar hafa ekki borist frá félaginu til KKÍ heldur aðeins verið birtar í fjölmiðlum. KKÍ vísar á bug öllum ásökunum Aþenu um þöggun eða aðgerðarleysi varðandi kynbundið ofbeldi. KKÍ fordæmir allt ofbeldi og bendir á að tekið hefur verið á þeim málum sem borist hafa KKÍ með formlegum hætti. Eftirfarandi atriði skulu áréttuð: -Árið 2009 var þjálfara kvennalandsliðsins sagt upp störfum vegna trúnaðarbrests. Sex árum síðar var viðkomandi endurráðinn til sambandsins og hefur hann frá þeim tíma starfað þar að fjölbreyttum verkefnum. Í ljósi umræðu síðustu daga hefur þjálfarinn að eigin ósk látið af störfum hjá sambandinu. -Árið 2014 lék einstaklingur tvo leiki með karlalandsliðinu eftir að hafa afplánað dóm vegna nauðgunar árið 2009. Ljóst má vera að forysta KKÍ tæki með öðrum hætti á slíku máli í dag. -Árið 2020 var dómara á vegum sambandsins sagt upp störfum eftir að þolandi leitaði til forystu KKÍ með upplýsingar um ósæmileg samskipti dómarans við leikmenn á samfélagsmiðlum. Í ræðu formanns og skýrslu stjórnar á körfuknattleiksþingi 2021 kom skýrt fram að sambandið hefur sannarlega tekið á þeim ofbeldis- og áreitismálum sem komið hafa með formlegum hætti inn á borð þess. Þeir sem leita til sambandsins með mál sín geta treyst því að trúnaðar sé gætt. KKÍ er ávallt reiðubúið til samtals og samstarfs um hvernig efla megi traust í hreyfingunni. Mikilvægt er að brotaþolar geti fundið málum sínum farveg innan KKÍ, hjá samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfs eða hjá þar til bærum yfirvöldum. Stjórn KKÍ áréttar við körfuknattleikshreyfinguna að til að hægt sé að taka á málum verða þau að berast til KKÍ. Stjórn KKÍ Hannes S. Jónsson, formaður Guðbjörg Norðfjörð Elíasdóttir, varaformaður Birna Lárusdóttir, 2. varaformaður Guðni Hafsteinsson, gjaldkeri Einar Karl Birgisson Erlingur Hannesson Guðrún Kristmundsdóttir Herbert S. Arnarson Jón Bender Lárus Blöndal Íslenski körfuboltinn Körfubolti MeToo Íþróttir barna Mest lesið Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Körfubolti Tók tapsáran Willum töluverðan tíma að jafna sig Sport Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Körfubolti Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Körfubolti Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Íslenski boltinn Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið Handbolti Ólympíufari lést í eldsvoða Sport Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir „Verð áfram nema Jóhanna reki mig“ „Málum alla staði sem við spilum á bláa og hvíta“ „Ætlum ekki að vera farþegar í úrslitakeppinni“ Uppgjörið: Þór - Keflavík 114-119 | Keflvíkingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 103-110 | Tókst ekki að stela öðru sætinu Uppgjörið: Tindastóll - Valur 88-74 | Tindastóll er deildarmeistari Uppgjörið: Grindavík - KR 86-83 | Tímabilinu lokið hjá KR en Grindavík mætir Val Leik lokið: Haukar - ÍR 80-91 | ÍR-ingar tryggðu sér sjöunda sætið Uppgjörið: Höttur - Álftanes 99-95 | Höttur kvaddi úrvalsdeildina með sigri „Mikil spenna á öllum vígstöðvum“ Ísland byrjar á Ísrael og endar á Frökkum Frakkland, Ísrael og Belgía bættust í EM-riðil Íslands Utan vallar: Goðsögnin um indverska rottuhlaupið Sjáðu alla möguleikana á óhemju spennandi lokakvöldi Segir Aþenu svikna um aðstöðu LeBron opnar sig um sambandið við Jordan: „Við tölum ekki saman“ „Það er fjandskapur þarna á milli sem er óútskýrður“ Lillard með blóðtappa í kálfa „Mætum tilbúnar í úrslitakeppnina“ Sjá meira
Fyrr í þessum mánuði stigu forráðamenn Aþenu fram í myndbandi og kröfðust aðgerða að hálfu KKÍ vegna kynbundins ofbeldis, meðal annars til að konur og stúlkur gætu stundað körfubolta án þess að eiga á hættu að vera áreittar kynferðislega. Í yfirlýsingu stjórnar KKÍ vísar hún öllum fullyrðingum Aþenu um þöggun og aðgerðarleysi vegna kynbundins ofbeldis á bug. Þar segir einnig að KKÍ fordæmi allt ofbeldi og tekið hafi verið á þeim málum sem borist hafa sambandinu með formlegum hætti. Hefðu brugðist öðruvísi við í dag Í yfirlýsingu stjórnar KKÍ eru þrjú atriði sem Aþena fjallar um í myndbandi sínu áréttuð. Það fyrsta snýr að landsliðsþjálfara kvenna sem var rekinn 2009 en ráðinn aftur til sambandsins nokkrum árum seinna. Samkvæmt yfirlýsingu stjórnar KKÍ hefur umræddur þjálfari látið af störfum hjá sambandinu vegna umræðu síðustu daga. Annar punkturinn snýr að leikmanni sem var dæmdur fyrir nauðgun og var valinn í landsliðið eftir að hafa afplánað dóm sinn. Í yfirlýsingunni segir stjórn KKÍ að hún hefði tekið öðruvísi á málinu í dag. Í þriðja lagi segir að dómari á vegum sambandsins hafi verið rekinn eftir að þolandi leitaði til KKÍ vegna óviðeigandi skilaboða sem henni bárust frá dómaranum. Í yfirlýsingunni segir KKÍ að sambandið hafi tekið á þeim ofbeldis- og áreitismálum borist hafa því með formlegum hætti og að þeir sem leiti til KKÍ geti treyst því að fyllsta trúnaðar sé gætt. Yfirlýsing stjórnar KKÍ Undanfarið hafa forsvarsmenn íþróttafélagsins Aþenu borið forystu KKÍ þungum sökum. Ásakanir þessar hafa ekki borist frá félaginu til KKÍ heldur aðeins verið birtar í fjölmiðlum. KKÍ vísar á bug öllum ásökunum Aþenu um þöggun eða aðgerðarleysi varðandi kynbundið ofbeldi. KKÍ fordæmir allt ofbeldi og bendir á að tekið hefur verið á þeim málum sem borist hafa KKÍ með formlegum hætti. Eftirfarandi atriði skulu áréttuð: -Árið 2009 var þjálfara kvennalandsliðsins sagt upp störfum vegna trúnaðarbrests. Sex árum síðar var viðkomandi endurráðinn til sambandsins og hefur hann frá þeim tíma starfað þar að fjölbreyttum verkefnum. Í ljósi umræðu síðustu daga hefur þjálfarinn að eigin ósk látið af störfum hjá sambandinu. -Árið 2014 lék einstaklingur tvo leiki með karlalandsliðinu eftir að hafa afplánað dóm vegna nauðgunar árið 2009. Ljóst má vera að forysta KKÍ tæki með öðrum hætti á slíku máli í dag. -Árið 2020 var dómara á vegum sambandsins sagt upp störfum eftir að þolandi leitaði til forystu KKÍ með upplýsingar um ósæmileg samskipti dómarans við leikmenn á samfélagsmiðlum. Í ræðu formanns og skýrslu stjórnar á körfuknattleiksþingi 2021 kom skýrt fram að sambandið hefur sannarlega tekið á þeim ofbeldis- og áreitismálum sem komið hafa með formlegum hætti inn á borð þess. Þeir sem leita til sambandsins með mál sín geta treyst því að trúnaðar sé gætt. KKÍ er ávallt reiðubúið til samtals og samstarfs um hvernig efla megi traust í hreyfingunni. Mikilvægt er að brotaþolar geti fundið málum sínum farveg innan KKÍ, hjá samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfs eða hjá þar til bærum yfirvöldum. Stjórn KKÍ áréttar við körfuknattleikshreyfinguna að til að hægt sé að taka á málum verða þau að berast til KKÍ. Stjórn KKÍ Hannes S. Jónsson, formaður Guðbjörg Norðfjörð Elíasdóttir, varaformaður Birna Lárusdóttir, 2. varaformaður Guðni Hafsteinsson, gjaldkeri Einar Karl Birgisson Erlingur Hannesson Guðrún Kristmundsdóttir Herbert S. Arnarson Jón Bender Lárus Blöndal
Undanfarið hafa forsvarsmenn íþróttafélagsins Aþenu borið forystu KKÍ þungum sökum. Ásakanir þessar hafa ekki borist frá félaginu til KKÍ heldur aðeins verið birtar í fjölmiðlum. KKÍ vísar á bug öllum ásökunum Aþenu um þöggun eða aðgerðarleysi varðandi kynbundið ofbeldi. KKÍ fordæmir allt ofbeldi og bendir á að tekið hefur verið á þeim málum sem borist hafa KKÍ með formlegum hætti. Eftirfarandi atriði skulu áréttuð: -Árið 2009 var þjálfara kvennalandsliðsins sagt upp störfum vegna trúnaðarbrests. Sex árum síðar var viðkomandi endurráðinn til sambandsins og hefur hann frá þeim tíma starfað þar að fjölbreyttum verkefnum. Í ljósi umræðu síðustu daga hefur þjálfarinn að eigin ósk látið af störfum hjá sambandinu. -Árið 2014 lék einstaklingur tvo leiki með karlalandsliðinu eftir að hafa afplánað dóm vegna nauðgunar árið 2009. Ljóst má vera að forysta KKÍ tæki með öðrum hætti á slíku máli í dag. -Árið 2020 var dómara á vegum sambandsins sagt upp störfum eftir að þolandi leitaði til forystu KKÍ með upplýsingar um ósæmileg samskipti dómarans við leikmenn á samfélagsmiðlum. Í ræðu formanns og skýrslu stjórnar á körfuknattleiksþingi 2021 kom skýrt fram að sambandið hefur sannarlega tekið á þeim ofbeldis- og áreitismálum sem komið hafa með formlegum hætti inn á borð þess. Þeir sem leita til sambandsins með mál sín geta treyst því að trúnaðar sé gætt. KKÍ er ávallt reiðubúið til samtals og samstarfs um hvernig efla megi traust í hreyfingunni. Mikilvægt er að brotaþolar geti fundið málum sínum farveg innan KKÍ, hjá samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfs eða hjá þar til bærum yfirvöldum. Stjórn KKÍ áréttar við körfuknattleikshreyfinguna að til að hægt sé að taka á málum verða þau að berast til KKÍ. Stjórn KKÍ Hannes S. Jónsson, formaður Guðbjörg Norðfjörð Elíasdóttir, varaformaður Birna Lárusdóttir, 2. varaformaður Guðni Hafsteinsson, gjaldkeri Einar Karl Birgisson Erlingur Hannesson Guðrún Kristmundsdóttir Herbert S. Arnarson Jón Bender Lárus Blöndal
Íslenski körfuboltinn Körfubolti MeToo Íþróttir barna Mest lesið Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Körfubolti Tók tapsáran Willum töluverðan tíma að jafna sig Sport Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Körfubolti Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Körfubolti Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Íslenski boltinn Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið Handbolti Ólympíufari lést í eldsvoða Sport Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir „Verð áfram nema Jóhanna reki mig“ „Málum alla staði sem við spilum á bláa og hvíta“ „Ætlum ekki að vera farþegar í úrslitakeppinni“ Uppgjörið: Þór - Keflavík 114-119 | Keflvíkingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 103-110 | Tókst ekki að stela öðru sætinu Uppgjörið: Tindastóll - Valur 88-74 | Tindastóll er deildarmeistari Uppgjörið: Grindavík - KR 86-83 | Tímabilinu lokið hjá KR en Grindavík mætir Val Leik lokið: Haukar - ÍR 80-91 | ÍR-ingar tryggðu sér sjöunda sætið Uppgjörið: Höttur - Álftanes 99-95 | Höttur kvaddi úrvalsdeildina með sigri „Mikil spenna á öllum vígstöðvum“ Ísland byrjar á Ísrael og endar á Frökkum Frakkland, Ísrael og Belgía bættust í EM-riðil Íslands Utan vallar: Goðsögnin um indverska rottuhlaupið Sjáðu alla möguleikana á óhemju spennandi lokakvöldi Segir Aþenu svikna um aðstöðu LeBron opnar sig um sambandið við Jordan: „Við tölum ekki saman“ „Það er fjandskapur þarna á milli sem er óútskýrður“ Lillard með blóðtappa í kálfa „Mætum tilbúnar í úrslitakeppnina“ Sjá meira