„Vona að þessir stóru menn með engan heila muni stöðva þetta stríð“ Sindri Sverrisson skrifar 24. febrúar 2022 14:31 Mircea Lucescu gerði Dynamo Kiev að úkraínskum meistara á síðustu leiktíð. Getty/Pavlo Bagmot/Ukrinform Rúmenski knattspyrnustjórinn Mircea Lucescu, sem stýrir Dymamo Kiev í Úkraínu, segist verða að sýna gott fordæmi og ætlar ekki að yfirgefa Kænugarð þrátt fyrir innrás Rússa í landið og sprengingar í borginni. Keppni í úkraínsku úrvalsdeildinni í fótbolta hefur verið frestað um þrjátíu daga vegna ástandsins í landinu. Hún átti að hefjast að nýju eftir vetrarfrí á morgun. Hinn 76 ára gamli Lucescu, sem gerði Dynamo Kiev að úkraínskum meistara í fyrra, býr á æfingasvæði félagsins og ætlar ekki að flýja til Rúmeníu að svo stöddu. Dynamo Kyiv manager Mircea Lucescu: "All sporting activity in Ukraine was suspended for 30 days. I will not leave Kyiv to return to Romania, I'm not a coward. I hope these big people with no brains will stop this war. I never thought this was possible" pic.twitter.com/XSDbrwh9JN— Emanuel Ro u (@Emishor) February 24, 2022 Hann minnti á að hann hefði verið þjálfari Shaktar Donetsk þegar til vopnaðra átaka kom á milli aðskilnaðarsinna á bandi Rússa og herliðs Úkraínu. „Ég mun ekki fara frá Kiev til Rúmeníu því ég er ekki heigull. Ég fór ekki einu sinni þegar brjálæðið byrjaði í Donetsk 2014. Ég get ekki gert það. Það yrði neikvætt fordæmi fyrir alla og myndi ýta undir ótta og ringulreið. Hvernig gæti ég gert það?“ spurði Lucescu í viðtali við Fanatik. „Ég vona að þessir stóru menn með engan heila muni stöðva þetta stríð. Ég hélt að til þessa kæmi aldrei,“ sagði Lucescu. Eiginkona hans, Neli, átti pantað flug til Kiev á morgun en hætti við að koma til Úkraínu. Fyrirliði Dynamo Kiev, Serhiy Sydorchuk, skrifaði færslu á Instagram: „Á svona erfiðum tímum styð ég alla þá sem að berjast fyrir því að halda landinu okkar sjálfstæðu. Ég þakka stríðsmönnum okkar, diplómötum og öðrum löndum okkar sem reyna allt til að tryggja sjálfstæði landsins okkar. Dýrð sé Úkraínu!“ Innrás Rússa í Úkraínu Fótbolti Mest lesið Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Íslenski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Sjá meira
Keppni í úkraínsku úrvalsdeildinni í fótbolta hefur verið frestað um þrjátíu daga vegna ástandsins í landinu. Hún átti að hefjast að nýju eftir vetrarfrí á morgun. Hinn 76 ára gamli Lucescu, sem gerði Dynamo Kiev að úkraínskum meistara í fyrra, býr á æfingasvæði félagsins og ætlar ekki að flýja til Rúmeníu að svo stöddu. Dynamo Kyiv manager Mircea Lucescu: "All sporting activity in Ukraine was suspended for 30 days. I will not leave Kyiv to return to Romania, I'm not a coward. I hope these big people with no brains will stop this war. I never thought this was possible" pic.twitter.com/XSDbrwh9JN— Emanuel Ro u (@Emishor) February 24, 2022 Hann minnti á að hann hefði verið þjálfari Shaktar Donetsk þegar til vopnaðra átaka kom á milli aðskilnaðarsinna á bandi Rússa og herliðs Úkraínu. „Ég mun ekki fara frá Kiev til Rúmeníu því ég er ekki heigull. Ég fór ekki einu sinni þegar brjálæðið byrjaði í Donetsk 2014. Ég get ekki gert það. Það yrði neikvætt fordæmi fyrir alla og myndi ýta undir ótta og ringulreið. Hvernig gæti ég gert það?“ spurði Lucescu í viðtali við Fanatik. „Ég vona að þessir stóru menn með engan heila muni stöðva þetta stríð. Ég hélt að til þessa kæmi aldrei,“ sagði Lucescu. Eiginkona hans, Neli, átti pantað flug til Kiev á morgun en hætti við að koma til Úkraínu. Fyrirliði Dynamo Kiev, Serhiy Sydorchuk, skrifaði færslu á Instagram: „Á svona erfiðum tímum styð ég alla þá sem að berjast fyrir því að halda landinu okkar sjálfstæðu. Ég þakka stríðsmönnum okkar, diplómötum og öðrum löndum okkar sem reyna allt til að tryggja sjálfstæði landsins okkar. Dýrð sé Úkraínu!“
Innrás Rússa í Úkraínu Fótbolti Mest lesið Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Íslenski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Sjá meira