Erlingur: Sáttur með eitt stig úr því sem komið var Árni Gísli Magnússon skrifar 24. febrúar 2022 20:41 Erlingur Richardsson Vísir/Hulda Margrét KA og ÍBV skildu jöfn, 32-32, í KA heimilinu í kvöld. Leikurinn var jafn til að byrja með en KA menn náðu góðu forskoti undir lok fyrri hálfleiks og leiddu með fimm mörkum í hálfleik, 20-15. Leikmenn ÍBV mættu einbeittir til leiks í þeim síðari og minnkuðu strax muninn og voru einu til tveimur mörkum á eftir KA nær allan seinni hálfleikinn og náðu að jafna í 30-30 þegar fjórar mínútur voru eftir. Staðan var 32-32 þegar 20 sekúndur voru eftir en KA nýtti ekki sína síðustu sókn og því deildu liðin stigunum. Erlingur Richardsson, þjálfari ÍBV, tók stiginu fagnandi úr því sem komið var. „Já úr því sem komið var, sérstaklega eftir fyrri hálfleikinn. Við fáum á okkur 20 mörk í fyrri hálfleiknum en aðeins 12 í seinni þannig að við náum að koma okkur svona þannig aðeins inn í leikinn og þess vegna er ég sáttur með eitt stig úr því sem komið var.” KA skoraði 7 mörk á einungis nokkrum mínútum undir lok fyrri hálfleiks og breyttu stöðunni úr 14-13 í 20-14 og voru fimm mörkum yfir í hálfleik. Eyjamenn mættu grimmir til leiks í síðari hálfleik og minnkuðu munninn strax í tvö mörk. Hvað sagði Erlingur við strákana í hálfleik? „Við fórum nú bara yfir okkar leik sko, fórum aðeins yfir varnarleikinn okkar og sókn. Við ræddum bara hvernig við vildum gera hlutina og það gekk svona nokkurnveginn eftir í seinni hálfleiknum.” KA vörnin var ekki nægilega góð í fyrri hálfleik þar sem þeir spiluðu mestmegnis flata 6-0 vörn sem Eyjamenn hefði getað nýtt sér betur. „Við gætum eflaust nýtt plássið meira og allt það en við skorum samt á endanum 32 mörk og það er nú bara nokkuð mikið þannig að það var kannski ekki vandamálið, það var varnarleikurinn í fyrri.” Jón Heiðar Sigurðsson, fyrirliði KA, fékk að líta beint rautt spjald á síðustu sekúndu fyrri hálfleiks þegar hann braut á Gabriel Martinez þegar hann var að stökkva inn í teig í hraðaupphlaupi. Í kjölfarið urðu stympingar við varamannabekkina. Hvað gekk á þar? „Ég veit það ekki, hafa ekki allir skoðun á dómgæslunni svo sem og aðstæðum? Það er náttúrulega hiti í húsinu og við vitum það, það er alltaf mikið líf hérna í KA-heimilinu og gaman að koma hingað og það er kannski ekkert óeðlilegt þó það sjóði aðeins upp úr.” Sigtryggur Daði Rúnarsson er uppalinn Þórsari og það var ljóst frá byrjun að þetta var enginn venjulegur leikur fyrir hann. Erlingur var sammála því að Þórshjartað hefði slegið í dag hjá Sigtryggi. „Það er einhver rígur þarna á milli nokkurra félaga og verst að það vantaði Róbert svo sem líka til að hitta gamla félaga en þess þó heldur var Arnór að spila góða vörn í seinni hálfleiknum og gerði það mjög vel”, sagði Erlingur að lokum og dreif sig áleiðis til að ná flugi aftur til Eyja. Íslenski handboltinn ÍBV KA Tengdar fréttir Leik lokið: KA - ÍBV 32-32 | Stál í stál á Akureyri KA og ÍBV skildu jöfn í Olís deildinni í handbolta á Akureyri í kvöld. 24. febrúar 2022 20:03 Mest lesið Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Íslenski boltinn Guðlaugur um Rooney: „Hann missti traustið gagnvart mér“ Enski boltinn 24 ára írskur afreksknapi lést Sport Gleymdi að gefa konunni gjöf á Valentínusardaginn Enski boltinn Hélt upp á HM-gullið með nýrri klippingu en konan var brjáluð Sport Aðstoðarþjálfari Dallas Mavericks handtekinn Körfubolti Steph Curry valinn bestur á heimavelli og liðið hans Shaq vann Körfubolti Maddison var að sussa á Roy Keane Enski boltinn Báðu leikmanninn afsökunar á vandræðalegum mistökum Körfubolti Segir endurkomu samherja Hákonar bíómyndaefni Fótbolti Fleiri fréttir Gísli stórkostlegur í toppslagnum ÍBV vann Gróttu sem hefur beðið í 136 daga Óðinn Þór markahæstur að venju KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Valsmenn skoruðu 48 í Breiðholti Haukar töpuðu stórt í Tékklandi Framkonur stálheppnar að missa ekki sigurinn ÍR skellti í lás og fór upp fyrir Stjörnuna Sviptur HM vegna mistaka í lyfjaprófi Sigursteinn setti fjórtán ára son sinn inn á gólfið í Olís deildinni Fyrsti sigur FH-inga á árinu kom þeim í toppsætið Danir fela HM-styttuna Svaðilför og svik umboðsmanns: „Þeir eiginlega bara gengu fram af mér“ Orri Freyr fullkominn í Meistaradeildinni í kvöld Framarar á toppinn eftir sigur á Akureyri Aron sá eini sem spilaði í Íslendingaslag Keyptu stærstu stjörnu Noregs af Íslendingaliðinu Frábær útisigur Magdeburg í Pólland „Hefði verið algjörlega brjálaður ef dæminu hefði verið snúið við“ „Þetta var skrautlegur handboltaleikur“ Eyjakonur náðu í fyrsta stigið sitt í 123 daga Sigvaldi sá eini sem komst á blað í Meistaradeildinni Agnar Smári semur til ársins 2027 Uppgjörið: Haukar - ÍBV 28-24 | Eyjamenn sjálfum sér verstir Kári fárveikur í HM-stofunni og endaði í hjartaþræðingu „Mátt kvarta ef þú ert með einhverja hugmynd til að leysa vandamálið“ Hve há eru launin hjá besta handboltamanni heims? Sjá meira
Leikurinn var jafn til að byrja með en KA menn náðu góðu forskoti undir lok fyrri hálfleiks og leiddu með fimm mörkum í hálfleik, 20-15. Leikmenn ÍBV mættu einbeittir til leiks í þeim síðari og minnkuðu strax muninn og voru einu til tveimur mörkum á eftir KA nær allan seinni hálfleikinn og náðu að jafna í 30-30 þegar fjórar mínútur voru eftir. Staðan var 32-32 þegar 20 sekúndur voru eftir en KA nýtti ekki sína síðustu sókn og því deildu liðin stigunum. Erlingur Richardsson, þjálfari ÍBV, tók stiginu fagnandi úr því sem komið var. „Já úr því sem komið var, sérstaklega eftir fyrri hálfleikinn. Við fáum á okkur 20 mörk í fyrri hálfleiknum en aðeins 12 í seinni þannig að við náum að koma okkur svona þannig aðeins inn í leikinn og þess vegna er ég sáttur með eitt stig úr því sem komið var.” KA skoraði 7 mörk á einungis nokkrum mínútum undir lok fyrri hálfleiks og breyttu stöðunni úr 14-13 í 20-14 og voru fimm mörkum yfir í hálfleik. Eyjamenn mættu grimmir til leiks í síðari hálfleik og minnkuðu munninn strax í tvö mörk. Hvað sagði Erlingur við strákana í hálfleik? „Við fórum nú bara yfir okkar leik sko, fórum aðeins yfir varnarleikinn okkar og sókn. Við ræddum bara hvernig við vildum gera hlutina og það gekk svona nokkurnveginn eftir í seinni hálfleiknum.” KA vörnin var ekki nægilega góð í fyrri hálfleik þar sem þeir spiluðu mestmegnis flata 6-0 vörn sem Eyjamenn hefði getað nýtt sér betur. „Við gætum eflaust nýtt plássið meira og allt það en við skorum samt á endanum 32 mörk og það er nú bara nokkuð mikið þannig að það var kannski ekki vandamálið, það var varnarleikurinn í fyrri.” Jón Heiðar Sigurðsson, fyrirliði KA, fékk að líta beint rautt spjald á síðustu sekúndu fyrri hálfleiks þegar hann braut á Gabriel Martinez þegar hann var að stökkva inn í teig í hraðaupphlaupi. Í kjölfarið urðu stympingar við varamannabekkina. Hvað gekk á þar? „Ég veit það ekki, hafa ekki allir skoðun á dómgæslunni svo sem og aðstæðum? Það er náttúrulega hiti í húsinu og við vitum það, það er alltaf mikið líf hérna í KA-heimilinu og gaman að koma hingað og það er kannski ekkert óeðlilegt þó það sjóði aðeins upp úr.” Sigtryggur Daði Rúnarsson er uppalinn Þórsari og það var ljóst frá byrjun að þetta var enginn venjulegur leikur fyrir hann. Erlingur var sammála því að Þórshjartað hefði slegið í dag hjá Sigtryggi. „Það er einhver rígur þarna á milli nokkurra félaga og verst að það vantaði Róbert svo sem líka til að hitta gamla félaga en þess þó heldur var Arnór að spila góða vörn í seinni hálfleiknum og gerði það mjög vel”, sagði Erlingur að lokum og dreif sig áleiðis til að ná flugi aftur til Eyja.
Íslenski handboltinn ÍBV KA Tengdar fréttir Leik lokið: KA - ÍBV 32-32 | Stál í stál á Akureyri KA og ÍBV skildu jöfn í Olís deildinni í handbolta á Akureyri í kvöld. 24. febrúar 2022 20:03 Mest lesið Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Íslenski boltinn Guðlaugur um Rooney: „Hann missti traustið gagnvart mér“ Enski boltinn 24 ára írskur afreksknapi lést Sport Gleymdi að gefa konunni gjöf á Valentínusardaginn Enski boltinn Hélt upp á HM-gullið með nýrri klippingu en konan var brjáluð Sport Aðstoðarþjálfari Dallas Mavericks handtekinn Körfubolti Steph Curry valinn bestur á heimavelli og liðið hans Shaq vann Körfubolti Maddison var að sussa á Roy Keane Enski boltinn Báðu leikmanninn afsökunar á vandræðalegum mistökum Körfubolti Segir endurkomu samherja Hákonar bíómyndaefni Fótbolti Fleiri fréttir Gísli stórkostlegur í toppslagnum ÍBV vann Gróttu sem hefur beðið í 136 daga Óðinn Þór markahæstur að venju KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Valsmenn skoruðu 48 í Breiðholti Haukar töpuðu stórt í Tékklandi Framkonur stálheppnar að missa ekki sigurinn ÍR skellti í lás og fór upp fyrir Stjörnuna Sviptur HM vegna mistaka í lyfjaprófi Sigursteinn setti fjórtán ára son sinn inn á gólfið í Olís deildinni Fyrsti sigur FH-inga á árinu kom þeim í toppsætið Danir fela HM-styttuna Svaðilför og svik umboðsmanns: „Þeir eiginlega bara gengu fram af mér“ Orri Freyr fullkominn í Meistaradeildinni í kvöld Framarar á toppinn eftir sigur á Akureyri Aron sá eini sem spilaði í Íslendingaslag Keyptu stærstu stjörnu Noregs af Íslendingaliðinu Frábær útisigur Magdeburg í Pólland „Hefði verið algjörlega brjálaður ef dæminu hefði verið snúið við“ „Þetta var skrautlegur handboltaleikur“ Eyjakonur náðu í fyrsta stigið sitt í 123 daga Sigvaldi sá eini sem komst á blað í Meistaradeildinni Agnar Smári semur til ársins 2027 Uppgjörið: Haukar - ÍBV 28-24 | Eyjamenn sjálfum sér verstir Kári fárveikur í HM-stofunni og endaði í hjartaþræðingu „Mátt kvarta ef þú ert með einhverja hugmynd til að leysa vandamálið“ Hve há eru launin hjá besta handboltamanni heims? Sjá meira
Leik lokið: KA - ÍBV 32-32 | Stál í stál á Akureyri KA og ÍBV skildu jöfn í Olís deildinni í handbolta á Akureyri í kvöld. 24. febrúar 2022 20:03