Pétri Erni vikið úr hljómsveitunum Buff og Dúndurfréttum Eiður Þór Árnason og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 26. febrúar 2022 18:02 Hljómsveitin Buff hélt upp á tuttugu ára starfsafmæli sitt árið 2019. Tónlistarmanninum Pétri Erni Guðmundssyni hefur verið vísað úr hljómsveitunum Buff og Dúndurfréttum. Pétur var söngvari í báðum sveitunum. Tónlistarkonan Elísabet Ormslev opnaði sig á dögunum um samband sitt við tónlistarmann sem hófst þegar hún var aðeins 16 ára en hann 38 ára. Hún segir að sambandið hafi verið stormasamt, litast af andlegu ofbeldi og umsátri. Þá hefur hún lýst því hvernig ítrekaðar komur hans fyrir utan heimili hennar, löngu eftir að sambandi þeirra lauk, hafi valdið henni óhug. Ein heimsóknin hafi verið nýlega. ‼️TW‼️ Grooming, andlegt ofbeldi og umsáturÞetta gerðist í gær og var kornið sem fyllti mælinn. Ég er búin með andlega bolmagnið og komin með nóg. Og þú sem um ræðir - ég veit að þú munt lesa þetta og nú á ég til myndbönd af þér. Í síðasta skiptið, hættu! pic.twitter.com/LuA9lEnc1j— Elísabet Ormslev 🇺🇦 (@elisabet0rmslev) February 20, 2022 Elísabet lýsir því í forsíðuviðtali í helgarblaði Fréttablaðsins hvernig ónafngreindi maðurinn gaf árið 2011 út lag sem titlað er Elísabet. Hún segir að texti lagsins passi vel við lýsingar hennar á sambandi þeirra og að tónlistarmaðurinn hafi gefið lagið út í óþökk hennar. Samkvæmt heimildum fréttastofu er umræddur tónlistarmaður Pétur Örn Guðmundsson. Pétur Örn gaf út lagið Elísabet og söng í Söngvakeppni sjónvarpsins árið 2011. „Þegar ég var 17 ára samdi hann til mín þetta lag og sendi mér það þegar ég hafði lokað á hann eftir eitt rifrildið. Ég auðvitað bara bráðnaði og fannst þetta krúttlegt,“ segir Elísabet í viðtalinu við Fréttablaðið. Lagið hafi svo komið út árið 2011 í hennar óþökk. „Ég benti honum á að bransinn væri búinn að frétta af sambandinu og myndi gera tenginguna,“ segir Elísabet við Fréttablaðið og það hafi fleiri gert. „En það vissi enginn hversu alvarlegt þetta var enda töluðum við hvorugt um sambandið við neinn. Ég bæði vildi passa upp á hann og skammaðist mín fyrir að sætta mig við allan þennan skít og þessa vitleysu.“ Hún segir meðvirkni sína og þolinmæði í dag gjörsamlega á þrotum. Hún hafi oft hugsað um að segja sögu sína en alltaf fundið ástæðu til að gera það ekki. „En núna fékk ég nóg. Hann er ekki bara að mæta fyrir utan hjá mér heldur á ég núna mann og börn. Eiga börnin mín að alast upp við að mamma eigi eltihrelli sem er með hana á heilanum? Nei,“ segir Elísabet ákveðin og óhrædd í helgarviðtali Fréttablaðsins. Ekki náðist í Pétur Örn við vinnslu fréttarinnar. MeToo Tónlist Mest lesið Svandís stígur til hliðar Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Tónlistarkonan Elísabet Ormslev opnaði sig á dögunum um samband sitt við tónlistarmann sem hófst þegar hún var aðeins 16 ára en hann 38 ára. Hún segir að sambandið hafi verið stormasamt, litast af andlegu ofbeldi og umsátri. Þá hefur hún lýst því hvernig ítrekaðar komur hans fyrir utan heimili hennar, löngu eftir að sambandi þeirra lauk, hafi valdið henni óhug. Ein heimsóknin hafi verið nýlega. ‼️TW‼️ Grooming, andlegt ofbeldi og umsáturÞetta gerðist í gær og var kornið sem fyllti mælinn. Ég er búin með andlega bolmagnið og komin með nóg. Og þú sem um ræðir - ég veit að þú munt lesa þetta og nú á ég til myndbönd af þér. Í síðasta skiptið, hættu! pic.twitter.com/LuA9lEnc1j— Elísabet Ormslev 🇺🇦 (@elisabet0rmslev) February 20, 2022 Elísabet lýsir því í forsíðuviðtali í helgarblaði Fréttablaðsins hvernig ónafngreindi maðurinn gaf árið 2011 út lag sem titlað er Elísabet. Hún segir að texti lagsins passi vel við lýsingar hennar á sambandi þeirra og að tónlistarmaðurinn hafi gefið lagið út í óþökk hennar. Samkvæmt heimildum fréttastofu er umræddur tónlistarmaður Pétur Örn Guðmundsson. Pétur Örn gaf út lagið Elísabet og söng í Söngvakeppni sjónvarpsins árið 2011. „Þegar ég var 17 ára samdi hann til mín þetta lag og sendi mér það þegar ég hafði lokað á hann eftir eitt rifrildið. Ég auðvitað bara bráðnaði og fannst þetta krúttlegt,“ segir Elísabet í viðtalinu við Fréttablaðið. Lagið hafi svo komið út árið 2011 í hennar óþökk. „Ég benti honum á að bransinn væri búinn að frétta af sambandinu og myndi gera tenginguna,“ segir Elísabet við Fréttablaðið og það hafi fleiri gert. „En það vissi enginn hversu alvarlegt þetta var enda töluðum við hvorugt um sambandið við neinn. Ég bæði vildi passa upp á hann og skammaðist mín fyrir að sætta mig við allan þennan skít og þessa vitleysu.“ Hún segir meðvirkni sína og þolinmæði í dag gjörsamlega á þrotum. Hún hafi oft hugsað um að segja sögu sína en alltaf fundið ástæðu til að gera það ekki. „En núna fékk ég nóg. Hann er ekki bara að mæta fyrir utan hjá mér heldur á ég núna mann og börn. Eiga börnin mín að alast upp við að mamma eigi eltihrelli sem er með hana á heilanum? Nei,“ segir Elísabet ákveðin og óhrædd í helgarviðtali Fréttablaðsins. Ekki náðist í Pétur Örn við vinnslu fréttarinnar.
MeToo Tónlist Mest lesið Svandís stígur til hliðar Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira