„Ekki eðlilegt að minna sé borgað fyrir að dæma kvennaleiki frekar en karlaleiki“ Atli Arason skrifar 27. febrúar 2022 14:30 Stjórn Hagsmunasamtaka knattspyrnukvenna. Frá vinstri: Ingunn Haraldsdóttir, Lára Hafliðadóttir, Auður Sólrún Ólafsdóttir, Anna Þorsteinsdóttir, Katrín Ómarsdóttir, Lilja Valþórsdóttir og Ragna Björg Einarsdóttir Hagsmunasamtök knattspyrnukvenna Um helgina voru endurvakin Hagsmunasamtök knattspyrnukvenna með stofnfundi í Iðnó. Samtökin voru upphaflega stofnuð árið 1990 með því markmiði að auka jafnrétti kynjanna í íslenskri knattspyrnu en samtökin voru endurvakin með sama markmiði í huga. Anna Þorsteinsdóttir var kosin forseti samtakanna. Anna segir að þær konur sem stofnuðu samtökin fyrst árið 1990 þurftu virkilega að berjast fyrir lífi sínu innan knattspyrnunnar. Þó það sé ekki staðan núna þá er margt sem mætti bæta. „Það virðist vera uppsöfnuð þreyta á því að hlutirnir eru ekki alveg þar sem þeir ættu að vera. Það er óskiljanlegt ójafnrétti á ákveðnum stöðum,“ sagði Anna í viðtali við Vísi. „Hjá aðildarfélögum má nefna að sums staðar er mikið ósamræmi milli aðbúnaðar hjá kvenna og karlaflokkum. Svo má nefna dómaramálin en það er mikill launamunur á því hvort þú sért að dæma karla- eða kvennaleik. Það er ekki eðlilegt að minna sé borgað fyrir að dæma kvennaleiki frekar en karlaleiki.“ Anna bendir á að margt hafi batnað í jafnrétti kynjanna á síðustu áratugum en betur má ef duga skal og nú sé kominn tími til að horfa meira heildstætt á hlutina frekar en að margir einstaklingar séu að vinna í þessu upp á eigin spýtur. „Það vantar herslumuninn. Það er ofboðslega mikill vilji fyrir því að auka jafnrétti en það vantar bara samstöðuna um að gera þetta svona strategískt og markvisst. Það er tilgangur samtakanna, að sameina alla einstaklinga sem vilja auka jafnrétti í knattspyrnu. Það er öllum boðið í samtökin sem vilja vinna í þessu. Við erum að sameina okkur þannig við getum gert þetta meira svona heildstætt frekar en að allir séu í sínu horni að spá í þessu.“ „Það eru allir búnir að vera að tala um þetta í minni hópum, að pirra sig á hinum og þessum hlutum. Við byrjuðum með lítinn hóp að tala um þetta en svo þegar við fórum meira að ræða þessa hluti utan hópsins þá kom í ljós að við erum eiginlega öll á sama máli, að rétta skrefið sé að endurvekja samtökin.“ „Það er ekki það að við upplifum okkur í einhverri vörn núna heldur er þetta frekar tækifærið okkar. Það er meðbyr með jafnrétti í samfélaginu. Við finnum alveg að vilji er fyrir því að bæta úr þessu.“ Hagsmunasamtök knattspyrnukvenna höfðu fyrir stofnfundinn á föstudeginum fengið hátt í 350 skráningar í samtökin. Anna hvetur alla sem hafa áhuga á því að skrá sig. „Við ákvöðum bara að opna samtökin. Við erum bara búinn að átta okkur á því, það hefur ekkert með kyn að gera hverjir vilja bæta hag samtakanna. Við höfðuðum fyrst til eldri fyrrverandi knattspyrnukvenna en það er einmitt sá hópur sem hefur talið sig ekki vera með stað til að leggja sitt af mörkum. Það eru allir velkomnir í samtökin, óháð kyn, aldri og fleira. Ef þú styður markmið okkar þá ertu velkomin,“ sagði Anna Þorsteinsdóttir, forseti Hagsmunasamtaka knattspyrnukvenna. Hægt er að skrá sig og fræðast meira um samtökin á heimasíðu samtakanna, knattspyrnukonur.is Besta deild kvenna Mest lesið Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Hver er staðan og hvað tekur við? Handbolti Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Elvar skráður inn á EM Handbolti Slóvenía - Ísland | Allra síðasti séns Handbolti Séra Guðni mættur til Malmö: „Við erum að fara í undanúrslit“ Handbolti „Snorri á alla mína samúð“ Handbolti Fleiri fréttir Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu Sjá meira
Anna Þorsteinsdóttir var kosin forseti samtakanna. Anna segir að þær konur sem stofnuðu samtökin fyrst árið 1990 þurftu virkilega að berjast fyrir lífi sínu innan knattspyrnunnar. Þó það sé ekki staðan núna þá er margt sem mætti bæta. „Það virðist vera uppsöfnuð þreyta á því að hlutirnir eru ekki alveg þar sem þeir ættu að vera. Það er óskiljanlegt ójafnrétti á ákveðnum stöðum,“ sagði Anna í viðtali við Vísi. „Hjá aðildarfélögum má nefna að sums staðar er mikið ósamræmi milli aðbúnaðar hjá kvenna og karlaflokkum. Svo má nefna dómaramálin en það er mikill launamunur á því hvort þú sért að dæma karla- eða kvennaleik. Það er ekki eðlilegt að minna sé borgað fyrir að dæma kvennaleiki frekar en karlaleiki.“ Anna bendir á að margt hafi batnað í jafnrétti kynjanna á síðustu áratugum en betur má ef duga skal og nú sé kominn tími til að horfa meira heildstætt á hlutina frekar en að margir einstaklingar séu að vinna í þessu upp á eigin spýtur. „Það vantar herslumuninn. Það er ofboðslega mikill vilji fyrir því að auka jafnrétti en það vantar bara samstöðuna um að gera þetta svona strategískt og markvisst. Það er tilgangur samtakanna, að sameina alla einstaklinga sem vilja auka jafnrétti í knattspyrnu. Það er öllum boðið í samtökin sem vilja vinna í þessu. Við erum að sameina okkur þannig við getum gert þetta meira svona heildstætt frekar en að allir séu í sínu horni að spá í þessu.“ „Það eru allir búnir að vera að tala um þetta í minni hópum, að pirra sig á hinum og þessum hlutum. Við byrjuðum með lítinn hóp að tala um þetta en svo þegar við fórum meira að ræða þessa hluti utan hópsins þá kom í ljós að við erum eiginlega öll á sama máli, að rétta skrefið sé að endurvekja samtökin.“ „Það er ekki það að við upplifum okkur í einhverri vörn núna heldur er þetta frekar tækifærið okkar. Það er meðbyr með jafnrétti í samfélaginu. Við finnum alveg að vilji er fyrir því að bæta úr þessu.“ Hagsmunasamtök knattspyrnukvenna höfðu fyrir stofnfundinn á föstudeginum fengið hátt í 350 skráningar í samtökin. Anna hvetur alla sem hafa áhuga á því að skrá sig. „Við ákvöðum bara að opna samtökin. Við erum bara búinn að átta okkur á því, það hefur ekkert með kyn að gera hverjir vilja bæta hag samtakanna. Við höfðuðum fyrst til eldri fyrrverandi knattspyrnukvenna en það er einmitt sá hópur sem hefur talið sig ekki vera með stað til að leggja sitt af mörkum. Það eru allir velkomnir í samtökin, óháð kyn, aldri og fleira. Ef þú styður markmið okkar þá ertu velkomin,“ sagði Anna Þorsteinsdóttir, forseti Hagsmunasamtaka knattspyrnukvenna. Hægt er að skrá sig og fræðast meira um samtökin á heimasíðu samtakanna, knattspyrnukonur.is
Besta deild kvenna Mest lesið Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Hver er staðan og hvað tekur við? Handbolti Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Elvar skráður inn á EM Handbolti Slóvenía - Ísland | Allra síðasti séns Handbolti Séra Guðni mættur til Malmö: „Við erum að fara í undanúrslit“ Handbolti „Snorri á alla mína samúð“ Handbolti Fleiri fréttir Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu Sjá meira