„Þessi kosningabarátta hjá honum var bara grín“ Sindri Sverrisson skrifar 1. mars 2022 14:30 Þungavigtin er hlaðvarpsþáttur sem finna má á tal.is/vigtin og í appi Bylgjunnar. Það vantaði mun meiri brodd í kosningabaráttu Sævars Péturssonar til að hann ætti möguleika gegn Vöndu Sigurgeirsdóttur í formannsslagnum hjá KSÍ, að mati strákanna í Þungavigtinni. Vanda, sem var fyrst kjörin formaður á aukaþingi í byrjun október, sigraði kosningarnar á laugardag með miklum mun. Hún hlaut 105 atkvæði eða 70,47%, gegn 44 atkvæðum Sævars. „Þið sáuð ekki kosningabaráttu í gamla daga þar sem Davíð Oddsson var að mæra Steingrím J. Sigfússon alla kosningabaráttuna. Sævar gerði ekkert annað en að tala um hvað Vanda væri frábær og æðisleg. Hann hafði bara ekkert í þetta gera. Þannig virkar þetta ekki,“ sagði Mikael Nikulásson sem vildi greinilega fá meiri baráttu á milli frambjóðendanna og vísaði í kosningabaráttu Guðna Bergssonar og Björns Einarssonar árið 2017: „Þegar Bjössi og Guðni voru að takast á… menn eru ekkert óvinir en þú ert samt í kosningabaráttu og þá ertu ekki endalaust að tala um hvað gæinn sem þú ert að takast á við sé frábær,“ sagði Mikael en klippu úr nýjasta þætti Þungavigtarinnar má sjá hér að neðan. Klippa: Þungavigtin - Gagnrýni á Sævar Kristján Óli Sigurðsson sagði Sævar hafa átt á brattann að sækja allan tímann: „Sævar var að reyna að gera eitthvað sem að hefur aldrei gerst í sögunni. Það styttist í hundrað ára afmæli hjá KSÍ og sitjandi formaður hefur aldrei tapað kjöri. Þetta var því Davíð á móti Golíat,“ sagði Kristján en Mikael ítrekaði að Sævar hefði getað staðið sig betur: „Sævar er toppmaður, ég hef þekkt hann í mörg á, en þessi kosningabarátta hjá honum var bara grín. Enda fór það svo að hann skíttapaði. Því miður, hann feilaði gjörsamlega í baráttunni. Ég held að eftir á hafi hann bara hugsað að það væri bara fínt að halda áfram með KA, því baráttan hans var bara þannig að það voru flestir farnir að sjá það á föstudeginum að Vanda myndi vinna þetta.“ Hægt er að hlusta á alla þætti Þungavigtarinnar á tal.is/vigtin eða í appi Bylgjunnar. KSÍ Þungavigtin Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Murielle elti Óskar í Garðabæinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Sjá meira
Vanda, sem var fyrst kjörin formaður á aukaþingi í byrjun október, sigraði kosningarnar á laugardag með miklum mun. Hún hlaut 105 atkvæði eða 70,47%, gegn 44 atkvæðum Sævars. „Þið sáuð ekki kosningabaráttu í gamla daga þar sem Davíð Oddsson var að mæra Steingrím J. Sigfússon alla kosningabaráttuna. Sævar gerði ekkert annað en að tala um hvað Vanda væri frábær og æðisleg. Hann hafði bara ekkert í þetta gera. Þannig virkar þetta ekki,“ sagði Mikael Nikulásson sem vildi greinilega fá meiri baráttu á milli frambjóðendanna og vísaði í kosningabaráttu Guðna Bergssonar og Björns Einarssonar árið 2017: „Þegar Bjössi og Guðni voru að takast á… menn eru ekkert óvinir en þú ert samt í kosningabaráttu og þá ertu ekki endalaust að tala um hvað gæinn sem þú ert að takast á við sé frábær,“ sagði Mikael en klippu úr nýjasta þætti Þungavigtarinnar má sjá hér að neðan. Klippa: Þungavigtin - Gagnrýni á Sævar Kristján Óli Sigurðsson sagði Sævar hafa átt á brattann að sækja allan tímann: „Sævar var að reyna að gera eitthvað sem að hefur aldrei gerst í sögunni. Það styttist í hundrað ára afmæli hjá KSÍ og sitjandi formaður hefur aldrei tapað kjöri. Þetta var því Davíð á móti Golíat,“ sagði Kristján en Mikael ítrekaði að Sævar hefði getað staðið sig betur: „Sævar er toppmaður, ég hef þekkt hann í mörg á, en þessi kosningabarátta hjá honum var bara grín. Enda fór það svo að hann skíttapaði. Því miður, hann feilaði gjörsamlega í baráttunni. Ég held að eftir á hafi hann bara hugsað að það væri bara fínt að halda áfram með KA, því baráttan hans var bara þannig að það voru flestir farnir að sjá það á föstudeginum að Vanda myndi vinna þetta.“ Hægt er að hlusta á alla þætti Þungavigtarinnar á tal.is/vigtin eða í appi Bylgjunnar.
KSÍ Þungavigtin Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Murielle elti Óskar í Garðabæinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Sjá meira