Magdeburg tryggði sér sigur í C-riðli | Kristján skoraði níu í grátlegu tapi Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 1. mars 2022 19:32 Ómar Ingi Magnússon og félagar hans í Magdeburg tryggðu sér í kvöld sigur í C-riðli Evrópudeildarinnar. Swen Pförtner/picture alliance via Getty Images Íslenskir handboltamenn höfðu í nógu að snúast í Evrópudeildinni í handbolta í kvöld, en Íslendingar voru í edlínunni í fjórum leikjum sem nú var að ljúka. Ómar Ingi Magnússon, Gísli Þorgeir Kristjánsson og félagar þeirra í Magdeburg unnu góðan sex marka sigur gegn Savehof í toppslag C-riðils. Lokatölur urðu 31-25 eftir að heimamenn í Magdeburg höfðu leitt með fjórum mörkum í hálfleik. Ómar Ingi og Gísli Þorgeir skoruðu tvö mörk hvor fyrir Magdeburg, en liðið er nú með 17 stig á toppi riðilsins, fimm stigum meira en Savehof sem situr í öðru sæti. Aðeins ein umferð er eftir í riðlinum og sigur kvöldsins þýðir það að Magdeburg er búið að tryggja sér sigur í riðlinum. Unser GRUPPENSIEG in der EHF European League ist sicher!🔥Wir gewinnen 31:25 gegen IK Sävehof.Spielbericht 👉 https://t.co/9aBkr8CPjZTickets für Sonntag 👉 https://t.co/oXFtoyFOte#scmhuja #ehfel📸 Eroll Popova pic.twitter.com/2tPR6j1pvL— SC Magdeburg (@SCMagdeburg) March 1, 2022 Þá þurftu Kristján Örn Kristjánsson og félagar hans í PAUC Aix að sætta sig við grátlegt eins marks tap er liðið heimsótti Gorenje Velenje í C-riðli, 33-32. Kristján og félagar leiddu með einu marki þegar tæpar fimm mínútur voru til leiksloka, en heimamenn í Gorenje skoruðu þrjú af seinustu fjórum mörkum leiksins og tryggðu sér þar með sigurinn. Kristján var markahæsti maður vallarins með níu mörk fyrir Aix, en liðið situr enn á botni riðilsins með aðeins eitt stig. Í B-riðli gerðu Bjarki Már Elísson og félagar hans í Lemgo óvænt jafntefli gegn Cocks sem situr á botni riðilsins. Lokatölur urðu 29-29, en þetta var fyrsta stig Cocks í riðlinum. Bjarki og félagar sitja í fjórða sæti með tíu stig, en liðið er án sigurs í Evrópudeildinni í seinustu fjórum leikjum. Að lokum unnu Viktor Gísli Hallgrímsson og félagar hans í GOG nauman eins marks sigur gegn Benfica í toppslag B-riðils, 39-38. Viktor varði sex af þeim 22 skotum sem hann fékk á sig í marki GOG, en liðið situr nú eitt á toppi riðilsins með 15 stig, tveimur stigum meira en Benfica sem situr í öðru sæti. Handbolti Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Grindavík - Álftanes | Toppliðið með nýja teymið Körfubolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Handbolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Handbolti Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Handbolti Fleiri fréttir Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði KA fær Dag aftur heim Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Sjá meira
Ómar Ingi Magnússon, Gísli Þorgeir Kristjánsson og félagar þeirra í Magdeburg unnu góðan sex marka sigur gegn Savehof í toppslag C-riðils. Lokatölur urðu 31-25 eftir að heimamenn í Magdeburg höfðu leitt með fjórum mörkum í hálfleik. Ómar Ingi og Gísli Þorgeir skoruðu tvö mörk hvor fyrir Magdeburg, en liðið er nú með 17 stig á toppi riðilsins, fimm stigum meira en Savehof sem situr í öðru sæti. Aðeins ein umferð er eftir í riðlinum og sigur kvöldsins þýðir það að Magdeburg er búið að tryggja sér sigur í riðlinum. Unser GRUPPENSIEG in der EHF European League ist sicher!🔥Wir gewinnen 31:25 gegen IK Sävehof.Spielbericht 👉 https://t.co/9aBkr8CPjZTickets für Sonntag 👉 https://t.co/oXFtoyFOte#scmhuja #ehfel📸 Eroll Popova pic.twitter.com/2tPR6j1pvL— SC Magdeburg (@SCMagdeburg) March 1, 2022 Þá þurftu Kristján Örn Kristjánsson og félagar hans í PAUC Aix að sætta sig við grátlegt eins marks tap er liðið heimsótti Gorenje Velenje í C-riðli, 33-32. Kristján og félagar leiddu með einu marki þegar tæpar fimm mínútur voru til leiksloka, en heimamenn í Gorenje skoruðu þrjú af seinustu fjórum mörkum leiksins og tryggðu sér þar með sigurinn. Kristján var markahæsti maður vallarins með níu mörk fyrir Aix, en liðið situr enn á botni riðilsins með aðeins eitt stig. Í B-riðli gerðu Bjarki Már Elísson og félagar hans í Lemgo óvænt jafntefli gegn Cocks sem situr á botni riðilsins. Lokatölur urðu 29-29, en þetta var fyrsta stig Cocks í riðlinum. Bjarki og félagar sitja í fjórða sæti með tíu stig, en liðið er án sigurs í Evrópudeildinni í seinustu fjórum leikjum. Að lokum unnu Viktor Gísli Hallgrímsson og félagar hans í GOG nauman eins marks sigur gegn Benfica í toppslag B-riðils, 39-38. Viktor varði sex af þeim 22 skotum sem hann fékk á sig í marki GOG, en liðið situr nú eitt á toppi riðilsins með 15 stig, tveimur stigum meira en Benfica sem situr í öðru sæti.
Handbolti Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Grindavík - Álftanes | Toppliðið með nýja teymið Körfubolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Handbolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Handbolti Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Handbolti Fleiri fréttir Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði KA fær Dag aftur heim Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Sjá meira