Mjólkurvinnslan Arna sýnir að ekki þarf allt að vera í Reykjavík Kristján Már Unnarsson skrifar 2. mars 2022 22:02 Hálfdán Óskarsson er framkvæmdastjóri Örnu í Bolungarvík Arnar Halldórsson Mjólkurvinnslan Arna hefur á einum áratug vaxið upp í það að verða næststærsta fyrirtæki Bolungarvíkur, með yfir fjörutíu manns í vinnu. Stofnandinn segir þetta sýna að það þurfi ekki allt að vera í Reykjavík, það sé vel hægt að byggja upp öflugt fyrirtæki úti á landi. Í fréttum Stöðvar 2 kom fram að það sem réði úrslitum um það að Hálfdán Óskarsson valdi Bolungarvík undir mjólkurstöðina var að þar var veglegt fiskvinnsluhús á lausu. Staðsetning fjarri aðalmarkaðnum í borginni hræddi ekki. „Flutningskostnaðurinn náttúrlega mun hærri hjá okkur heldur en ef við værum í Reykjavík. En það kemur bara margt annað á móti,“ segir Hálfdán Óskarsson, framkvæmdastjóri Örnu. „Við erum fyrirtæki hérna í litlu samfélagi og ég held að Bolvíkingar séu nú nokkuð stoltir af fyrirtækinu,“ segir Hálfdán. Meðal 42 starfsmanna er Bolvíkingurinn Guðlaug Brynhildur Árnadóttir en hún var í hópi þeirra sem misstu vinnuna þegar rækjuvinnsla í húsinu fór á hausinn. Guðlaug Brynhildur Árnadóttir er gæðastjóri Örnu.Arnar Halldórsson „Og ég var atvinnulaus og þurfti að fara að sækja vinnu á Ísafjörð. Var þar í fimm ár. Svo þegar þetta fyrirtæki kom þá færði ég mig hérna yfir. Og það er bara gott að vera hérna í bænum með vinnu,“ segir Guðlaug, sem er gæðastjóri Örnu. Frá upphafi var mörkuð sú sérstaða að framleiða laktósafríar mjólkurvörur. „Ég held að við höfum líka náð að sýna það að, ef þú hefur áhuga á að stofna fyrirtæki, þá þarftu ekki endilega að gera það í Reykjavík. Þú getur alveg gert það úti á landi og náð bara að byggja upp öflugt fyrirtæki. Þannig að við erum bara mjög stolt af því að vera hérna í Bolungarvík og komum til með að vera hér áfram,“ segir Hálfdán. Frá Bolungarvík.Skjáskot/Stöð 2 En drekka allir í Bolungarvík bara mjólk frá þessu fyrirtæki? „Já, hún er best,“ svarar Guðlaug. -Þýðir þá ekkert að koma með annarskonar mjólk inn í bæinn? „Nei, nei, nei. Þegar koma gestir og ef þeir koma með hina mjólkina – sem við framleiðum ekki – þá mega þeir ekki einu sinni setja hana í ísskápinn hjá mér,“ segir Guðlaug og hlær. Nánar verður fjallað um mjólkurvinnsluna Örnu í þættinum Um land allt á Stöð 2 næstkomandi mánudag, sem er sá seinni af tveimur um Bolungarvík. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hér má sjá kynningarstiklu þáttarins: Um land allt Bolungarvík Matvælaframleiðsla Landbúnaður Byggðamál Tengdar fréttir Illviðrin úr Jökulfjörðum brjóta fyrst á húsi Einars „Þegar norðaustanáttin kemur hér úr Jökulfjörðunum þá er fyrsti fasti punkturinn sem hún brýtur á húsið mitt. Maður finnur stundum fyrir þessu en allt er þetta þess virði,“ segir Bolvíkingurinn Einar K. Guðfinnsson, fyrrverandi alþingismaður og ráðherra, sem býr í einu ysta húsinu við sjávarbakkann í Bolungarvík. 28. febrúar 2022 12:22 Segist finna til ábyrgðar að stýra stærsta fyrirtæki sjávarbyggðar Útgerðarmaðurinn Jakob Valgeir Flosason hefur byggt upp stærsta atvinnufyrirtæki Bolungarvíkur á undanförnum árum með milljarða fjárfestingum í útgerð og fiskvinnslu. Hann segist finna til ábyrgðarinnar og sé ekki á leiðinni í burtu með kvótann. 28. febrúar 2022 23:10 Ætla að kenna Kananum að taka kaldhreinsað lýsi Þrjár konur, sem hófu lýsisframleiðslu í Bolungarvík, hafa fengið hæsta styrk Matvælasjóðs til að kenna Bandaríkjamönnum að taka lýsi. Hugmynd þeirra var þó upphaflega sú að framleiða lýsi fyrir gæludýr vestanhafs. 7. október 2021 21:21 Kaupa fjögur tonn af berjum af harðduglegum Vestfirðingum Mjólkurvinnslan Arna í Bolungarvík ætlar að kaupa alls fjögur tonn af bláberjum í haust, sem Vestfirðingar hafa keppst við að tína. Sá afkastamesti hefur mætt með um 150 kíló af berjum í hvert sinn sem móttakan er opin. 17. september 2021 07:00 Mest lesið Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Viðskipti innlent Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Viðskipti innlent Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Viðskipti innlent Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Atvinnulíf Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Viðskipti innlent Ráðinn fjármálastjóri Origo Viðskipti innlent Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Viðskipti innlent Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Viðskipti innlent Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Fleiri fréttir Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 kom fram að það sem réði úrslitum um það að Hálfdán Óskarsson valdi Bolungarvík undir mjólkurstöðina var að þar var veglegt fiskvinnsluhús á lausu. Staðsetning fjarri aðalmarkaðnum í borginni hræddi ekki. „Flutningskostnaðurinn náttúrlega mun hærri hjá okkur heldur en ef við værum í Reykjavík. En það kemur bara margt annað á móti,“ segir Hálfdán Óskarsson, framkvæmdastjóri Örnu. „Við erum fyrirtæki hérna í litlu samfélagi og ég held að Bolvíkingar séu nú nokkuð stoltir af fyrirtækinu,“ segir Hálfdán. Meðal 42 starfsmanna er Bolvíkingurinn Guðlaug Brynhildur Árnadóttir en hún var í hópi þeirra sem misstu vinnuna þegar rækjuvinnsla í húsinu fór á hausinn. Guðlaug Brynhildur Árnadóttir er gæðastjóri Örnu.Arnar Halldórsson „Og ég var atvinnulaus og þurfti að fara að sækja vinnu á Ísafjörð. Var þar í fimm ár. Svo þegar þetta fyrirtæki kom þá færði ég mig hérna yfir. Og það er bara gott að vera hérna í bænum með vinnu,“ segir Guðlaug, sem er gæðastjóri Örnu. Frá upphafi var mörkuð sú sérstaða að framleiða laktósafríar mjólkurvörur. „Ég held að við höfum líka náð að sýna það að, ef þú hefur áhuga á að stofna fyrirtæki, þá þarftu ekki endilega að gera það í Reykjavík. Þú getur alveg gert það úti á landi og náð bara að byggja upp öflugt fyrirtæki. Þannig að við erum bara mjög stolt af því að vera hérna í Bolungarvík og komum til með að vera hér áfram,“ segir Hálfdán. Frá Bolungarvík.Skjáskot/Stöð 2 En drekka allir í Bolungarvík bara mjólk frá þessu fyrirtæki? „Já, hún er best,“ svarar Guðlaug. -Þýðir þá ekkert að koma með annarskonar mjólk inn í bæinn? „Nei, nei, nei. Þegar koma gestir og ef þeir koma með hina mjólkina – sem við framleiðum ekki – þá mega þeir ekki einu sinni setja hana í ísskápinn hjá mér,“ segir Guðlaug og hlær. Nánar verður fjallað um mjólkurvinnsluna Örnu í þættinum Um land allt á Stöð 2 næstkomandi mánudag, sem er sá seinni af tveimur um Bolungarvík. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hér má sjá kynningarstiklu þáttarins:
Um land allt Bolungarvík Matvælaframleiðsla Landbúnaður Byggðamál Tengdar fréttir Illviðrin úr Jökulfjörðum brjóta fyrst á húsi Einars „Þegar norðaustanáttin kemur hér úr Jökulfjörðunum þá er fyrsti fasti punkturinn sem hún brýtur á húsið mitt. Maður finnur stundum fyrir þessu en allt er þetta þess virði,“ segir Bolvíkingurinn Einar K. Guðfinnsson, fyrrverandi alþingismaður og ráðherra, sem býr í einu ysta húsinu við sjávarbakkann í Bolungarvík. 28. febrúar 2022 12:22 Segist finna til ábyrgðar að stýra stærsta fyrirtæki sjávarbyggðar Útgerðarmaðurinn Jakob Valgeir Flosason hefur byggt upp stærsta atvinnufyrirtæki Bolungarvíkur á undanförnum árum með milljarða fjárfestingum í útgerð og fiskvinnslu. Hann segist finna til ábyrgðarinnar og sé ekki á leiðinni í burtu með kvótann. 28. febrúar 2022 23:10 Ætla að kenna Kananum að taka kaldhreinsað lýsi Þrjár konur, sem hófu lýsisframleiðslu í Bolungarvík, hafa fengið hæsta styrk Matvælasjóðs til að kenna Bandaríkjamönnum að taka lýsi. Hugmynd þeirra var þó upphaflega sú að framleiða lýsi fyrir gæludýr vestanhafs. 7. október 2021 21:21 Kaupa fjögur tonn af berjum af harðduglegum Vestfirðingum Mjólkurvinnslan Arna í Bolungarvík ætlar að kaupa alls fjögur tonn af bláberjum í haust, sem Vestfirðingar hafa keppst við að tína. Sá afkastamesti hefur mætt með um 150 kíló af berjum í hvert sinn sem móttakan er opin. 17. september 2021 07:00 Mest lesið Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Viðskipti innlent Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Viðskipti innlent Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Viðskipti innlent Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Atvinnulíf Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Viðskipti innlent Ráðinn fjármálastjóri Origo Viðskipti innlent Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Viðskipti innlent Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Viðskipti innlent Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Fleiri fréttir Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Sjá meira
Illviðrin úr Jökulfjörðum brjóta fyrst á húsi Einars „Þegar norðaustanáttin kemur hér úr Jökulfjörðunum þá er fyrsti fasti punkturinn sem hún brýtur á húsið mitt. Maður finnur stundum fyrir þessu en allt er þetta þess virði,“ segir Bolvíkingurinn Einar K. Guðfinnsson, fyrrverandi alþingismaður og ráðherra, sem býr í einu ysta húsinu við sjávarbakkann í Bolungarvík. 28. febrúar 2022 12:22
Segist finna til ábyrgðar að stýra stærsta fyrirtæki sjávarbyggðar Útgerðarmaðurinn Jakob Valgeir Flosason hefur byggt upp stærsta atvinnufyrirtæki Bolungarvíkur á undanförnum árum með milljarða fjárfestingum í útgerð og fiskvinnslu. Hann segist finna til ábyrgðarinnar og sé ekki á leiðinni í burtu með kvótann. 28. febrúar 2022 23:10
Ætla að kenna Kananum að taka kaldhreinsað lýsi Þrjár konur, sem hófu lýsisframleiðslu í Bolungarvík, hafa fengið hæsta styrk Matvælasjóðs til að kenna Bandaríkjamönnum að taka lýsi. Hugmynd þeirra var þó upphaflega sú að framleiða lýsi fyrir gæludýr vestanhafs. 7. október 2021 21:21
Kaupa fjögur tonn af berjum af harðduglegum Vestfirðingum Mjólkurvinnslan Arna í Bolungarvík ætlar að kaupa alls fjögur tonn af bláberjum í haust, sem Vestfirðingar hafa keppst við að tína. Sá afkastamesti hefur mætt með um 150 kíló af berjum í hvert sinn sem móttakan er opin. 17. september 2021 07:00