„Rimlar fyrir öllum gluggum og dregið fyrir en auðvitað heyra þau alveg í okkur“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. mars 2022 11:08 Söngvarar létu vel í sér heyra. Vísir/SigurjónÓ Söngkonurnar Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir og Hallveig Rúnarsdóttir efndu til söngmótmæla við Sendiráð Rússlands. Þær vildu nota sönginn og fegurðina til að mynda samstöðu. Söngur hafi verið notaður sem vopn í mjög mörgum byltingum og stríði. Fólk var boðað að sendiherrabústað Rússlands við Túngötu 24 klukkan 08:55 til að stilla saman strengi. Söngur hófst klukkan 9 þar sem sungin voru þrjú lög. Í framhaldinu hélt hópurinn að sendiráðinu sjálfu í Garðastræti þar sem fleiri lög voru sungin. „Við höfum eins og aðrir fylgst með þessum hræðilegu fréttum frá Úkraínu, og erum í sjokki yfir þessari innrás. Okkur langaði til að geta gert eitthvað í verki. Hugsuðum að tónlisitn og söngurinn væri mótvægi við stríð, ljótleikann og illskuna. Við vildum nota sönginn og fegurðina til að mynda samstöðu með fólki, sýna okkar samstöðu með Úkraínu,“ segir Guðrún Jóhanna. Þær voru rosalega ánægðar með þátttökuna. „Söngurinn hefur verið notaður sem vopn í mjög mörgum byltingum og gegn stríði. Eins og til dæmis þegar Eystrasaltslöndin náðu sjálfstæði þá spilaði söngur gríðarlega stórt hlutverk. Eins og á Íslandi syngur fólk þar mjög mikið. Þau notuðu sér það mjög mikið til að ná þessari samstöðu sem við viljum ná hérna til að sýna Úkraínumönnum samstöðu,“ segir Hallveig. „Hér eru auðvitað rimlar fyrir öllum gluggum og dregið fyrir alls staðar en auðvitað heyra þau alveg í okkur,“ bætir hún við og vísar til fólksins í sendiráðshúsnæði Rússlands hér á landi. Arnar Rúnar Marteinsson aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu telur að 150 til 200 manns hafi verið á svæðinu. „Það fór allt mjög vel fram. Fólk nýtti tjáningarfrelsið sitt og gerði það á fallegan hátt. Ég man ekki eftir svona mótmælum áður þar sem er sungið og svona fallega. Þarna var greinilega fólk sem kunni að syngja sem var á staðnum.“ Að neðan má sjá myndir frá söngmótmælunum sem Sigurjón Ólason tökumaður fréttastofunnar tók. Fólk mætti með útprentaða söngtexta og lét vel í sér heyra.Vísir/SigurjónÓ Fjölmargir kór- og einsöngvarar mættu og sungu frá hjartanu.Vísir/SigurjónÓ Fjölmargir úr kór Menntaskólans við Hamrahlíð í gegnum tíðina mætti á svæðið.Vísir/SigurjónÓ Rússneska sendiráðið er í sannkölluðu sendiráðahverfi. Í bakgrunni sést til dæmis Sendiráð Kanada.Vísir/SigurjónÓ Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Tónlist Reykjavík Tengdar fréttir Vaktin: Sagðir reyna að þvinga Úkraínumenn til uppgjafar með árásum á borgara Vísir heldur áfram að fylgjast með þróun mála í Úkraínu, þar sem rússneski herinn hefur markvisst beint sjónum sínum að mikilvægum innviðum síðasta sólahringinn. Margir Úkraínumenn eru nú án vatns, rafmagns og hita og fjöldi heimila hefur verið eyðilagður. 3. mars 2022 05:49 Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Sjá meira
Fólk var boðað að sendiherrabústað Rússlands við Túngötu 24 klukkan 08:55 til að stilla saman strengi. Söngur hófst klukkan 9 þar sem sungin voru þrjú lög. Í framhaldinu hélt hópurinn að sendiráðinu sjálfu í Garðastræti þar sem fleiri lög voru sungin. „Við höfum eins og aðrir fylgst með þessum hræðilegu fréttum frá Úkraínu, og erum í sjokki yfir þessari innrás. Okkur langaði til að geta gert eitthvað í verki. Hugsuðum að tónlisitn og söngurinn væri mótvægi við stríð, ljótleikann og illskuna. Við vildum nota sönginn og fegurðina til að mynda samstöðu með fólki, sýna okkar samstöðu með Úkraínu,“ segir Guðrún Jóhanna. Þær voru rosalega ánægðar með þátttökuna. „Söngurinn hefur verið notaður sem vopn í mjög mörgum byltingum og gegn stríði. Eins og til dæmis þegar Eystrasaltslöndin náðu sjálfstæði þá spilaði söngur gríðarlega stórt hlutverk. Eins og á Íslandi syngur fólk þar mjög mikið. Þau notuðu sér það mjög mikið til að ná þessari samstöðu sem við viljum ná hérna til að sýna Úkraínumönnum samstöðu,“ segir Hallveig. „Hér eru auðvitað rimlar fyrir öllum gluggum og dregið fyrir alls staðar en auðvitað heyra þau alveg í okkur,“ bætir hún við og vísar til fólksins í sendiráðshúsnæði Rússlands hér á landi. Arnar Rúnar Marteinsson aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu telur að 150 til 200 manns hafi verið á svæðinu. „Það fór allt mjög vel fram. Fólk nýtti tjáningarfrelsið sitt og gerði það á fallegan hátt. Ég man ekki eftir svona mótmælum áður þar sem er sungið og svona fallega. Þarna var greinilega fólk sem kunni að syngja sem var á staðnum.“ Að neðan má sjá myndir frá söngmótmælunum sem Sigurjón Ólason tökumaður fréttastofunnar tók. Fólk mætti með útprentaða söngtexta og lét vel í sér heyra.Vísir/SigurjónÓ Fjölmargir kór- og einsöngvarar mættu og sungu frá hjartanu.Vísir/SigurjónÓ Fjölmargir úr kór Menntaskólans við Hamrahlíð í gegnum tíðina mætti á svæðið.Vísir/SigurjónÓ Rússneska sendiráðið er í sannkölluðu sendiráðahverfi. Í bakgrunni sést til dæmis Sendiráð Kanada.Vísir/SigurjónÓ
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Tónlist Reykjavík Tengdar fréttir Vaktin: Sagðir reyna að þvinga Úkraínumenn til uppgjafar með árásum á borgara Vísir heldur áfram að fylgjast með þróun mála í Úkraínu, þar sem rússneski herinn hefur markvisst beint sjónum sínum að mikilvægum innviðum síðasta sólahringinn. Margir Úkraínumenn eru nú án vatns, rafmagns og hita og fjöldi heimila hefur verið eyðilagður. 3. mars 2022 05:49 Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Sjá meira
Vaktin: Sagðir reyna að þvinga Úkraínumenn til uppgjafar með árásum á borgara Vísir heldur áfram að fylgjast með þróun mála í Úkraínu, þar sem rússneski herinn hefur markvisst beint sjónum sínum að mikilvægum innviðum síðasta sólahringinn. Margir Úkraínumenn eru nú án vatns, rafmagns og hita og fjöldi heimila hefur verið eyðilagður. 3. mars 2022 05:49