Öfgar höfnuðu samstarfi við Róbert Wessman Smári Jökull Jónsson skrifar 5. mars 2022 19:06 Félagasamtökin Öfgar. Aðsend Félagasamtökin Öfgar neituðu beiðni Róberts Wessman um aðstoð við verkefni sem sneri að opnun nýs úrræðis fyrir þolendur ofbeldis. Öfgar segja að Róbert sé ekki einstaklingur sem samræmist þeirra gildum. Þetta kemur fram í svari forsvarskvenna Öfga við fyrirspurn fréttastofu. Þar segja þær að talskona Róberts Wessman hafi haft samband við hópinn í byrjun janúar. Erindið var að fá Öfgar til að aðstoða við verkefni sem sneri að opnun nýs úrræðis fyrir þolendur ofbeldis. Greiða átti fyrir aðstoðina. Öfgar segja að tilfinning þeirra frá upphafi hafi verið sú að eitthvað annað lægi að baki en brennandi áhugi fyrir málefnum þolenda en vilja ekki fullyrða um hvort nota ætti hópinn til að koma höggi á aðra. Ég er þolandi.Siðferðið mitt þráði samt ekki pening það mikið að ég væri tilbúin að gera samning við djöfullinn, jafnvel þó það væri góður málstaður.— Ólöf Tara (@OlofTara) March 5, 2022 Þá segja forsvarskonur Öfga að með einfaldri leit á netinu hafi þær séð að Róbert væri einstaklingur sem samræmdist ekki gildum Öfga. Þær segja að þeim hafi fundist þetta undarlegt á sínum tíma og að nú þegar auka púsl sé komið í spilið þá sé tímasetning beiðninnar um samstarf frekar grunsamleg. Róbert fjármagnaði vef Kristjóns Þetta auka púsl sem Öfgar eiga við er væntanlega fréttin sem birtist í gær þar sem Kristjón Kormákur Guðjónsson, ristjóri vefmiðilsins 24.is, viðurkenndi að hafa brotist inn á skrifstofur Mannlífs í janúar síðastliðnum. Hann viðurkenndi innbrotið í hlaðvarpinu Mannlífið með Reyni Trausta sem birtist á vef Mannlífs í gærkvöldi. Þar sagði hann einnig að Róbert hefði tekið þátt í fjármögnun 24.is með framlagi upp á tugi milljóna króna. Kynferðisofbeldi MeToo Tengdar fréttir Kristjón játar á sig innbrotið í skrifstofu Mannlífs Kristjón Kormákur Guðjónsson hringdi í Reyni Traustason, ritstjóra Mannlífs, á dögunum og játaði skýlaust að hafa brotist inn í bíl hans og skrifstofu Mannlífs. 4. mars 2022 22:51 Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira
Þetta kemur fram í svari forsvarskvenna Öfga við fyrirspurn fréttastofu. Þar segja þær að talskona Róberts Wessman hafi haft samband við hópinn í byrjun janúar. Erindið var að fá Öfgar til að aðstoða við verkefni sem sneri að opnun nýs úrræðis fyrir þolendur ofbeldis. Greiða átti fyrir aðstoðina. Öfgar segja að tilfinning þeirra frá upphafi hafi verið sú að eitthvað annað lægi að baki en brennandi áhugi fyrir málefnum þolenda en vilja ekki fullyrða um hvort nota ætti hópinn til að koma höggi á aðra. Ég er þolandi.Siðferðið mitt þráði samt ekki pening það mikið að ég væri tilbúin að gera samning við djöfullinn, jafnvel þó það væri góður málstaður.— Ólöf Tara (@OlofTara) March 5, 2022 Þá segja forsvarskonur Öfga að með einfaldri leit á netinu hafi þær séð að Róbert væri einstaklingur sem samræmdist ekki gildum Öfga. Þær segja að þeim hafi fundist þetta undarlegt á sínum tíma og að nú þegar auka púsl sé komið í spilið þá sé tímasetning beiðninnar um samstarf frekar grunsamleg. Róbert fjármagnaði vef Kristjóns Þetta auka púsl sem Öfgar eiga við er væntanlega fréttin sem birtist í gær þar sem Kristjón Kormákur Guðjónsson, ristjóri vefmiðilsins 24.is, viðurkenndi að hafa brotist inn á skrifstofur Mannlífs í janúar síðastliðnum. Hann viðurkenndi innbrotið í hlaðvarpinu Mannlífið með Reyni Trausta sem birtist á vef Mannlífs í gærkvöldi. Þar sagði hann einnig að Róbert hefði tekið þátt í fjármögnun 24.is með framlagi upp á tugi milljóna króna.
Kynferðisofbeldi MeToo Tengdar fréttir Kristjón játar á sig innbrotið í skrifstofu Mannlífs Kristjón Kormákur Guðjónsson hringdi í Reyni Traustason, ritstjóra Mannlífs, á dögunum og játaði skýlaust að hafa brotist inn í bíl hans og skrifstofu Mannlífs. 4. mars 2022 22:51 Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira
Kristjón játar á sig innbrotið í skrifstofu Mannlífs Kristjón Kormákur Guðjónsson hringdi í Reyni Traustason, ritstjóra Mannlífs, á dögunum og játaði skýlaust að hafa brotist inn í bíl hans og skrifstofu Mannlífs. 4. mars 2022 22:51