Sólveig Anna hellir sér yfir Halldóru Sveinsdóttur Jakob Bjarnar skrifar 7. mars 2022 16:14 Sólveig Anna lætur Halldóru Sveinsdóttur, 3. varaforseta ASÍ og formann stéttarfélagsins Bárunnar hafa það óþvegið í pistli á Facebooksíðu sinni. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar, sem nú bíður þess að taka aftur við stjórnartaumunum í verkalýðsfélaginu eftir sigur í formannskosningum fyrir nokkru, vandar þriðja varaforseta ASÍ, Halldóru Sveinsdóttur, ekki kveðjurnar í pistli sem hún birtir á Facebook-síðu sinni. „Þegar ég hélt að botninum væri mögulega náð í andstyggð og rugli þarf ég að horfast í augu við að það er auðvitað enginn botn til staðar. Hatrið og heimskan eru bókstaflega óendanlegar uppsprettur fyrir hin siðferðilega takmörkuðu til að drekka af,“ segir Sólveig Anna. Tilefni orða hennar er viðtal mbl.is við Halldóru, sem er að auki formaður stéttarfélagsins Bárunnar, en henni er brugðið vegna „frétta af fjármálum Eflingar og segir að ef niðurstaðan þar innanhúss verður sú að um fjárdrátt hafi verið að ræða þurfi félagið að kalla til félagsfundar,“ segir í frétt Freys Bjarnasonar á mbl.is. Halldóra tjáir sig vegna kostnaðar við vefsíðu Eflingar, 20 milljóna króna en uppfærslu hennar annaðist Andri Sigurðsson. Halldóra er þess fullviss að þar sé eitthvað gruggugt á ferðinni. Hið eina grugguga í málinu að mati Sólveigar Önnu er það sem hún kallar viðbjóðslega aðför sem „nú er í gangi gagnvart Viðari Þorsteinssyni, Andra Sigurðssyni og mér vegna vinnu Andra við kynningarmál, hönnun nýrrar þrítyngdrar vefsíðu, grafík og samfélagsmiðla Eflingar. Með því að taka undir rógburðinn ræðst hún einnig að mannorði fjármálastjóra félagsins (sem og þess starfsfólks sem var ábyrgðaraðilar vinnunar við vefsíðuna og annað það sem vefstofan Sigur vann á þriggja ára tímabili, þeirra sem lögðu fram verkbeiðnir, höfðu umsjón með verkum og samþykktu reikninga),“ segir Sólveig Anna. Og reynir ekki að leyna því að henni er heitt í hamsi. Sólveig Anna segir Halldóru ekki hafa neitt í höndum nema ósannar ásakanir starfandi formanns Eflingar: „Þriðji varaforseti ASÍ er tilbúin til að ráðast að fólki með ósönnum grafalvarlegum ásökunum um refsiverða háttsemi og glæpi!“ Miðað við tóninn í þeim sem fara fyrir verkalýðsfélögum landsins er ljóst að það stefnir í verulegar væringar innan verkalýðshreyfingarinnar áður en hún sest niður til samninga við forsvarsmenn atvinnulífsins. Þar eru ýmis mál óuppgerð. Sólveig Anna og hennar fólk sækir það nú fast að formannskipti verði áður en til aðalfundar Starfsgreinasambandsins kemur. Stéttarfélög Samfélagsmiðlar Ólga innan Eflingar Tengdar fréttir Fjármálastjóri Eflingar sagði upp af persónulegum ástæðum Fjármálastjóri Eflingar hefur sagt upp störfum en hann segir það ekki tengjast neinu öðru en hans persónulegu ástæðum. 6. mars 2022 16:54 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fleiri fréttir Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Sjá meira
„Þegar ég hélt að botninum væri mögulega náð í andstyggð og rugli þarf ég að horfast í augu við að það er auðvitað enginn botn til staðar. Hatrið og heimskan eru bókstaflega óendanlegar uppsprettur fyrir hin siðferðilega takmörkuðu til að drekka af,“ segir Sólveig Anna. Tilefni orða hennar er viðtal mbl.is við Halldóru, sem er að auki formaður stéttarfélagsins Bárunnar, en henni er brugðið vegna „frétta af fjármálum Eflingar og segir að ef niðurstaðan þar innanhúss verður sú að um fjárdrátt hafi verið að ræða þurfi félagið að kalla til félagsfundar,“ segir í frétt Freys Bjarnasonar á mbl.is. Halldóra tjáir sig vegna kostnaðar við vefsíðu Eflingar, 20 milljóna króna en uppfærslu hennar annaðist Andri Sigurðsson. Halldóra er þess fullviss að þar sé eitthvað gruggugt á ferðinni. Hið eina grugguga í málinu að mati Sólveigar Önnu er það sem hún kallar viðbjóðslega aðför sem „nú er í gangi gagnvart Viðari Þorsteinssyni, Andra Sigurðssyni og mér vegna vinnu Andra við kynningarmál, hönnun nýrrar þrítyngdrar vefsíðu, grafík og samfélagsmiðla Eflingar. Með því að taka undir rógburðinn ræðst hún einnig að mannorði fjármálastjóra félagsins (sem og þess starfsfólks sem var ábyrgðaraðilar vinnunar við vefsíðuna og annað það sem vefstofan Sigur vann á þriggja ára tímabili, þeirra sem lögðu fram verkbeiðnir, höfðu umsjón með verkum og samþykktu reikninga),“ segir Sólveig Anna. Og reynir ekki að leyna því að henni er heitt í hamsi. Sólveig Anna segir Halldóru ekki hafa neitt í höndum nema ósannar ásakanir starfandi formanns Eflingar: „Þriðji varaforseti ASÍ er tilbúin til að ráðast að fólki með ósönnum grafalvarlegum ásökunum um refsiverða háttsemi og glæpi!“ Miðað við tóninn í þeim sem fara fyrir verkalýðsfélögum landsins er ljóst að það stefnir í verulegar væringar innan verkalýðshreyfingarinnar áður en hún sest niður til samninga við forsvarsmenn atvinnulífsins. Þar eru ýmis mál óuppgerð. Sólveig Anna og hennar fólk sækir það nú fast að formannskipti verði áður en til aðalfundar Starfsgreinasambandsins kemur.
Stéttarfélög Samfélagsmiðlar Ólga innan Eflingar Tengdar fréttir Fjármálastjóri Eflingar sagði upp af persónulegum ástæðum Fjármálastjóri Eflingar hefur sagt upp störfum en hann segir það ekki tengjast neinu öðru en hans persónulegu ástæðum. 6. mars 2022 16:54 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fleiri fréttir Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Sjá meira
Fjármálastjóri Eflingar sagði upp af persónulegum ástæðum Fjármálastjóri Eflingar hefur sagt upp störfum en hann segir það ekki tengjast neinu öðru en hans persónulegu ástæðum. 6. mars 2022 16:54