Ný kærasta Kanye West sögð skuggalega lík Kim Kardashian Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 8. mars 2022 16:30 Chaney Jones, konan sem tónlistarmaðurinn Kanye West er orðaður við þessa dagana, er sögð skuggalega lík fyrrverandi eiginkonu West, Kim Kardashian. getty/MEGA Tónlistarmaðurinn Kanye West er nú orðaður við hina tuttugu og fjögurra ára gömlu Chaney Jones. Það sem hefur þó helst vakið athygli er að Jones er talin vera skuggalega lík Kim Kardashian, fyrrverandi eiginkonu West. West og Jones hafa sést nokkrum sinnum saman opinberlega á síðustu vikum en alvara færðist í leikinn þegar Jones setti inn mynd af þeim saman á Instagram. Jones sem er tuttugu og fjögurra ára gömul fyrirsæta hefur verið kölluð tvífari Kim Kardashian. Ekki nóg með það að vera báðar dökkhærðar, brúneygðar og dökkar yfirlitum, þá virðast þær einnig vera með afar svipaðan fatasmekk. „Hún vill að fólk hætti að líkja sér við Kim. En ég verð bara að segja sorry Chaney en það er ekki hægt. Þú ert líkari henni heldur en Khloé systir hennar,“ segir Birta Líf Ólafsdóttir sem fór yfir allt það helsta úr heimi fræga fólksins í Brennslutei vikunnar. View this post on Instagram A post shared by Chaney Jones (@chaneyjonesssss) Aldrei farið í fegrunaraðgerð á andliti en fór í stækkun á rassi Jones birti nýlega nokkrar staðreyndir um sjálfa sig á Instagram. Hún er talin hafa gert það til þess að sýna fram á það að hún er sín eigin persóna, en ekki bara eftirlíking af Kardashian. Þar sagði hún frá því að hún væri ættuð frá Frakklandi, Þýskalandi og Afríku. Hún væri framkvæmdastjóri fyrirtækisins First State Behavioral Health, samhliða því að vera í meistaranámi. Þá tekur hún fram að hún hafi aldrei farið í neina fegrunaraðgerð á andliti sínu. Hún hafi hins vegar farið í svokallað Brazilian Butt Lift sem er aðgerð til þess að stækka og lyfta rassinum. „Hún eyddi þessu síðan út, örugglega bara út af öllum viðbrögðum og fjölmiðlaathyglinni sem hún fékk út frá þessu,“ segir Birta Líf. Óvinir Kardashian fjölskyldunnar snæddu kvöldverð saman Jones er þó ekki sú eina sem West hefur snætt kvöldverð með undanfarið, því í síðustu viku sást hann borða með körfuboltamanninum Tristan Thompson í Miami. „Þegar við héldum að þetta gæti ekki orðið verra þá gerist þetta. Þarna eru bara óvinirnir komnir saman,“ en Thompson er barnsfaðir Khloé Kardashian og hélt framhjá henni oftar en einu sinni. Þarna voru því saman komnir þeir menn sem hljóta að vera hvað óvinsælastir meðal Kardashian fjölskyldunnar. Hér að neðan má hlusta á Brennslute vikunnar í heild sinni. Klippa: Brennslute vikunnar: Kanye West kominn með nýja kærustu Brennslan FM957 Hollywood Mest lesið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið 50+: Það sem fólk sér helst eftir á dánarbeðinum Áskorun Kemur út sem pankynhneigð Lífið Langömmulán hjá Eddu Björgvins Lífið Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Lífið Nýju fötin forsetans Lífið Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári Lífið Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Lífið Fleiri fréttir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Diddú gerir himneskt pestó og segist búa í Góða hirðinum „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Sjá meira
West og Jones hafa sést nokkrum sinnum saman opinberlega á síðustu vikum en alvara færðist í leikinn þegar Jones setti inn mynd af þeim saman á Instagram. Jones sem er tuttugu og fjögurra ára gömul fyrirsæta hefur verið kölluð tvífari Kim Kardashian. Ekki nóg með það að vera báðar dökkhærðar, brúneygðar og dökkar yfirlitum, þá virðast þær einnig vera með afar svipaðan fatasmekk. „Hún vill að fólk hætti að líkja sér við Kim. En ég verð bara að segja sorry Chaney en það er ekki hægt. Þú ert líkari henni heldur en Khloé systir hennar,“ segir Birta Líf Ólafsdóttir sem fór yfir allt það helsta úr heimi fræga fólksins í Brennslutei vikunnar. View this post on Instagram A post shared by Chaney Jones (@chaneyjonesssss) Aldrei farið í fegrunaraðgerð á andliti en fór í stækkun á rassi Jones birti nýlega nokkrar staðreyndir um sjálfa sig á Instagram. Hún er talin hafa gert það til þess að sýna fram á það að hún er sín eigin persóna, en ekki bara eftirlíking af Kardashian. Þar sagði hún frá því að hún væri ættuð frá Frakklandi, Þýskalandi og Afríku. Hún væri framkvæmdastjóri fyrirtækisins First State Behavioral Health, samhliða því að vera í meistaranámi. Þá tekur hún fram að hún hafi aldrei farið í neina fegrunaraðgerð á andliti sínu. Hún hafi hins vegar farið í svokallað Brazilian Butt Lift sem er aðgerð til þess að stækka og lyfta rassinum. „Hún eyddi þessu síðan út, örugglega bara út af öllum viðbrögðum og fjölmiðlaathyglinni sem hún fékk út frá þessu,“ segir Birta Líf. Óvinir Kardashian fjölskyldunnar snæddu kvöldverð saman Jones er þó ekki sú eina sem West hefur snætt kvöldverð með undanfarið, því í síðustu viku sást hann borða með körfuboltamanninum Tristan Thompson í Miami. „Þegar við héldum að þetta gæti ekki orðið verra þá gerist þetta. Þarna eru bara óvinirnir komnir saman,“ en Thompson er barnsfaðir Khloé Kardashian og hélt framhjá henni oftar en einu sinni. Þarna voru því saman komnir þeir menn sem hljóta að vera hvað óvinsælastir meðal Kardashian fjölskyldunnar. Hér að neðan má hlusta á Brennslute vikunnar í heild sinni. Klippa: Brennslute vikunnar: Kanye West kominn með nýja kærustu
Brennslan FM957 Hollywood Mest lesið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið 50+: Það sem fólk sér helst eftir á dánarbeðinum Áskorun Kemur út sem pankynhneigð Lífið Langömmulán hjá Eddu Björgvins Lífið Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Lífið Nýju fötin forsetans Lífið Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári Lífið Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Lífið Fleiri fréttir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Diddú gerir himneskt pestó og segist búa í Góða hirðinum „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Sjá meira
Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning
Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning