Ólympíumeistari bjargaði lífi fjögurra unglingsstúlkna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. mars 2022 11:31 Steven Bradbury með Ólympíugullið sem hann vann á Vetrarólympíuleikunum í Salt Lake City árið 2002. Getty/John Gichigi Ástralski Ólympíumeistarinn Steven Bradbury var réttur maður á réttum stað um síðustu helgi þegar fjórar unglingsstúlkur lentu í vandræðum í ölduróti. Bradbury vann Ólympíugullið sitt í skautaati á Vetrarólympíuleikunum í Salt Lake City árið 2002. Nú er hann 48 ára gamall og mikill brimbrettaáhugamaður. Bradbury var á brimbrettum með syni sínum um helgina þegar hann kom auga á fjórar ungar stúlkur í miklum vanda. Bradbury sagði sögu sína í sjónvarpsviðtali við 9News í Ástralíu og þar var líka viðtal við eina af stúlkunum sem hann bjargaði. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=6R7L6bk9984">watch on YouTube</a> Stelpurnar fjórar voru á aldrinum þrettán til sautján ára gamlar og höfðu verið að synd á þeim stað á ströndinni þar sem engin vakt var í gangi. Stelpurnar fjórar höfðu síðan lent í sjálfheldu í miklum öldugangi og voru í mikilli lífshættu þegar Ólympíumeistari kom auga á þær. Þarna voru um tveggja metra háar öldur og stelpurnar vissu ekki lengur hvaðan á sig stóð veðrið. Það var ekki langt í að að sjórinn tæki þær. „Ég vissi að það var enginn annar og þarna var bara adrenalínið á fullu,“ sagði Steven Bradbury. Bradbury komst til þeirra en sendi soninn um leið eftir hjálp. Ein stúlknanna var mjög hætt komin þegar björgunaraðilar komu á staðinn en það var líka ljóst að hinar þrjár áttu líf sitt honum einnig að þakka. Það má sjá umfjöllun 9News hér fyrir ofan en fyrir neðan má sjá þegar hann vann Ólympíugullið sitt eftir ótrúlegan endakafla í úrslitunum. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=vN7ih576VYM">watch on YouTube</a> Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Skautaíþróttir Mest lesið Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Sport Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Öruggur sigur City Enski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti Fleiri fréttir Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Norris með aðra höndina á titlinum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Engin skoraði meira en Elín Klara Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Snævar setti heimsmet Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Sjá meira
Bradbury vann Ólympíugullið sitt í skautaati á Vetrarólympíuleikunum í Salt Lake City árið 2002. Nú er hann 48 ára gamall og mikill brimbrettaáhugamaður. Bradbury var á brimbrettum með syni sínum um helgina þegar hann kom auga á fjórar ungar stúlkur í miklum vanda. Bradbury sagði sögu sína í sjónvarpsviðtali við 9News í Ástralíu og þar var líka viðtal við eina af stúlkunum sem hann bjargaði. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=6R7L6bk9984">watch on YouTube</a> Stelpurnar fjórar voru á aldrinum þrettán til sautján ára gamlar og höfðu verið að synd á þeim stað á ströndinni þar sem engin vakt var í gangi. Stelpurnar fjórar höfðu síðan lent í sjálfheldu í miklum öldugangi og voru í mikilli lífshættu þegar Ólympíumeistari kom auga á þær. Þarna voru um tveggja metra háar öldur og stelpurnar vissu ekki lengur hvaðan á sig stóð veðrið. Það var ekki langt í að að sjórinn tæki þær. „Ég vissi að það var enginn annar og þarna var bara adrenalínið á fullu,“ sagði Steven Bradbury. Bradbury komst til þeirra en sendi soninn um leið eftir hjálp. Ein stúlknanna var mjög hætt komin þegar björgunaraðilar komu á staðinn en það var líka ljóst að hinar þrjár áttu líf sitt honum einnig að þakka. Það má sjá umfjöllun 9News hér fyrir ofan en fyrir neðan má sjá þegar hann vann Ólympíugullið sitt eftir ótrúlegan endakafla í úrslitunum. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=vN7ih576VYM">watch on YouTube</a>
Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Skautaíþróttir Mest lesið Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Sport Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Öruggur sigur City Enski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti Fleiri fréttir Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Norris með aðra höndina á titlinum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Engin skoraði meira en Elín Klara Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Snævar setti heimsmet Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Sjá meira